Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 82
MYNDLIST
EFTIR ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR BJÖRNSSON
unnskipaðir bekkir Háskóla-
bíós á fullveldisdaginn, þann
1. desember síðastliðinn,
bentu til þess að rólegt hefði
verið á Háskólalóðinni þann dag. En
ekki alls staðar. Úr troðfullum fyrir-
lestrasal Odda barst hljómmikil rödd
manns sem greinilega hafði frá einhverju
mikilvægu að segja. Röddin heyrði Le-
land Bell til og hann var að segja frá
myndlist. Nánar tiltekið frá málaranum
André Derain og tengslum milli verka
hans, Mondrians og Giacometti. Derain
er þekktastur fyrir litsterk eldri verk sín,
kennd við fauvisma, óargastefnu, en
þarna stóð Leland Bell og tókst að sann-
færa heilan sal um að flestir heimsins
forráðamenn listasafna hefðu alrangt
fyrir sér. Bestu verk Derain væru þvert á
móti yngri verk hans, hófstillt í lit og alls
ekkert mjög villt. Derain er í miklu
uppáhaldi hjá Leland Bell og hann gerir
orð Marchels Ducamp frá 1949 að sín-
um: „Hann (Derain) er einn af þeim fáu
sem upplifa list sína.“
„Leland Bell er skemmtilegur fyrirles-
ari, en reyndu ekki að vera ósammála
honum,“ segir íslenskur myndlistarmað-
ur á svolítið annarri línu en Leland Bell.
Ætli margir sem á hann hlýða reyni?
Maður hrífst með þegar hann segir líf-
lega frá mönnum á borð við Giacometti,
Jean Arp, Juan Gris, Mondrian og Paul
Klee. Sumum þessara manna kynntist
hann reyndar á fimmta áratugnum í New
York. Hann er ekkert að flíka þeirri
staðreynd. Pað eru verk þeirra en ekki
frægð sem hafa áhrif á hann. Og per-
sónuleiki.
Leland Bell var að þessu sinni staddur
á íslandi í tilefni af málverkasýningu eig-
inkonu sinnar, Louisu Matthíasdóttur, í
Gallerí Borg. Sú sýning var viðburður í
listalífi borgarinnar, því biðraðir mynd-
uðust fyrir framan galleríið fyrir sýning-
una og öll verkin seldust á svipstundu.
Reyndar var sagt að henni hefði þótt fátt
um velgengnina, enda selur hún nóg í
New York og áreiðanlega á miklu hærra
verði en hér í heimalandinu.
Leland Bell er myndlistarmaður eins
og Louisa. Hann hefur verið talinn til
málara í hefðbundnum stíl, þótt hann
hafi í upphafi ferils síns málað óhlut-
bundið, abstrakt. í fyrra kom út bók um
list Lelands Bell eftir Nicholas Fox
Weber og þar gefst tækifæri til að skoða
myndlist hans, því Leland hefur ekki
haldið sýningu hér á landi - ekki enn.
Einkenni listar Lelands eru sterkir litir,
fólk, ákveðnir fletir og línur. Hann vill
helst ekki flokka list, segir einfaldlega:
„Það eru engir ismar til, bara góð og
vond list.“
að er ef til vill í þeim anda að
hann hefur verið liðtækur í
fleiri listgreinum en myndlist,
því Leland spilaði djass af
miklum móð í þann mund er hann
kynntist íslensku stúlkunni Louisu Matt-
híasdóttur í New York, á árum seinni
heimsstyrjaldarinnar. „Það var erfitt að
ná í hana,“ segir Leland kíminn. „En
það tókst.“
A9 HPHÍQN/IVMn