Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 90
Jóhanna Kristín Yngvadóttir segist í raun aldrei mála annaö en sjálfa sig.
Myndir hennar eru dimmar, óræðar og hlaðnar dramatískri spennu.
Guðrún Tryggvadóttir er einnig fáklædd, hnyklar brýnnar og virðist
furðu lostin á svip, þar sem hún sýnir sig barnshafandi.
margar myndir og oft með miklum húm-
or. Á sjöunda áratugnum notar hann
myndmál formleysismálverksins og dreg-
ur upp ásjónu sína með nokkrum hnit-
miðuðum pensilstrokum um leið og
hann gerir létt grín að sjálfum sér, en
slík dirfska er reyndar sjaldséð í sjálfs-
myndum íslenskra myndlistarmanna.
Sverrir Haraldsson er einn af fáum sem
bregður út af hefðbundnu sjónarhorni
spegilsins og skoðar sjálfan sig ofan frá.
Var þetta sjaldséður frumleiki á þessum
tíma. En frumleikinn átti eftir að magn-
ast í sjálfsmyndum íslenskra listamanna
og þá sérstaklega á síðastliðnum áratug.
Hreinn Friðfinnsson, sem vinnur með
ljósmyndir, sýnir sjálfan sig sem lítinn
dreng á einni, og síðan sem fullorðinn
mann á hinni. Er þetta einkar ljóðræn
hugleiðing um tímann. Gunnar Orn mál-
ar sjálfsmynd með aðstoð myndvarpa.
Og á gler myndvarpans settist fluga.
Hún fær að vera með á myndinni. Einar
Hákonarson bítur á jaxlinn, starir í speg-
ilinn og málar sig hispurslaust og agress-
íft á léreftið. En Helgi Þorgils Friðjóns-
son setur sjálfan sig á svið í Adamsklæð-
um með fjallasýn að baki. Maðurinn á
myndinni ber svipmót höfundar, en það
gera raunar flestar persónurnar í verkum
listamannsins! Guðrún Tryggvadóttir er
einnig fáklædd (en þó ekki í sömu mynd)
þar sem hún skoðar/sýnir sig barnshaf-
andi. Hún hnyklar brýnnar og virðist
furðu lostin á svip! Hulda Hákon bregð-
ur út frá íslenskri venju og mótar sig í
hópi kunnuglegra einstaklinga, þeirra
Gláms, Grettis og Illuga. Jóhanna Krist-
ín Yngvadóttir segist í raun aldrei mála
annað en sjálfa sig. Myndir hennar eru
dimmar, óræðar og hlaðnar dramatískri
spennu. Sjálfsmyndin hér er einkar at-
hyglisverð fyrir þá sök að hún sýnir tvær
myndir í sama málverki: listamanninn og
hinn.
að virðist nokkuð ljóst að
sjálfsmyndir hafa orðið al-
gengari á síðastliðnum árum.
En það sem er kannski at-
hyglisverðast er að ungir listamenn eru
ekki að setja sig í neinar sérstakar stell-
ingar, heldur virðist sjálfsmyndin eðlileg-
ur hluti af myndmáli þeirra og sköpunar-
verki. Það er ekkert verið að slá af frum-
leikanum og dirfskunni. Ekkert er gert
Málarinn horfír á
sjálfsmynd sína.
Sjálfsmyndin horfír á
listmálarann. Tíminn
hefur verið stöðvaður.
90 HEIMSMYND