Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 112

Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 112
HETJUR OG HIRÐFÍFL framhald af bls. 40 hjónaband okkar er mjög gott. Eiginlega alltaf betra og betra.“ Vinur Ómars segir að þessi geðgóði maður hafi lýst því yfir nýlega að hann gæti aldrei lagt hendur á nokkurn mann nema ef konunni hans yrði ógnað. Þá myndi hann tryllast. að var stór raun þegar sonur þeirra Örn fæddist alvarlega fatlaður með sjö hryggjarliði opna. „Bróðir Helgu var fatl- aður og síðar uppgötvaðist að þetta er ættlægt, þegar dóttir okkar eignaðist fatlaðan son sem dó fjórum dögum síðar. Síðan hefur hún eignast tvö börn og brotið ísinn fyrir okkur öll. Það var mik- ið áfall þegar sonur hennar dó en þegar Örn litli fæddist gerði maður sér ekki grein fyrir hverjar afleiðingarnar kynnu að verða. Honum var vart hugað líf þess- um litla vesalingi þegar honum var skellt á skurðarborðið skömmu eftir fæðingu. Það var snillingur sem skar þennan litla líkama. Það var Guðmundur Bjarnason, þá nýkominn heim úr sérnámi. Hann var skírður á spítalanum af síra Emil Björns- syni sem jók mér bjartsýni þegar hann leit á barnið og sagði: Það er mikið líf í þessum litla dreng.“ Ómar fer ekki í grafgötur með ást sína á Erni og þann lærdóm sem hann hefur dregið af reynslu þessa drengs. „Hann er félagsfræðingurinn í fjölskyldunni,“ segir hann stoltur. „Alltaf að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum alveg eins og ég sem unglingur. Örn hefur kennt mér þá list að sætta mig við orðinn hlut og vera ekki með neitt bölvað væl.“ Örn var fjórða barnið í röðinni og síð- ar bættust þrjú við. Fimm barnanna eru ennþá heima en Helga kona Ómars vinnur nú utan heimilis, auk þess sem hún hefur haft mikil afskipti af félags- málum í gegnum árin. Alveg eins og hirðfíflinu forðum (nafngift sem lætur Ómari vel í eyrum), er þjáningin honum hugleikin. Jafnvel í gríninu. Hann dreymir um að gefa út plötu með alvarlegum söngtextum. Hef- ur nýverið samið texta undir yfirskrift- inni: Soltnu augun þín. „Mig hefur lengi langað til að búa til hugverk um hræsni okkar og stöðu gagnvart Þriðja heimin- um og það hefur orkað sterkt á mig að fara þangað. Ég hef einnig upplifað kjarnorkuógnun og mengunarhættuna mjög sterkt." Hann hefur meira að segja fundið til með fólki sem hann hefur hæðst að. „Áður en stjarna Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra reis hæst hafði ég hann að háði og spotti í hlutverki leiðinda- skjóðu í skemmtidagskrá. Það vissu fáir þá að þessi maður bjó yfir miklum húm- or og ég var þeirri stundu fegnastur þeg- ar ég hætti með hann í hlutverki leið- indaskjóðunnar. Mér hafa orðið á fleiri mistök og hlaut alvarlega áminningu þegar ég gerði gys að Vilhjálmi Þór vegna hneykslisins í Olíufélaginu. Mér lærðist þá að maður ræðst ekki á liggj- andi mann. Maður verður að hafa mjög sterka vígstöðu og hirðfíflshlutverkinu fylgir mikil ábyrgð. Ein ferskeytla drap þjóðþrifamál á sínum tíma þegar umræð- ur um þegnskylduvinnu stóðu sem hæst, og enginn hefur ymprað á slíku síðan. í okkar litla kunningjaþjóðfélagi verður maður stöðugt að vera á varðbergi, bæði sem skemmtikraftur og sem fréttamað- ur. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og það dregur úr kjarki manns til að vera beinskeyttur. Það þýðir ekkert hér að segja: Nú skulum við láta helv. hafa það! Því sullar maður oft í gríni sem ristir ekki mjög djúpt.“ Hið sama segir hann að gildi í íslenskri fréttamennsku. „Smæðin gerir það að verkum að það er seint hægt að fletta ofan af hlutum. Þetta virðist alltaf snúast upp í persónulega baráttu við kerfið eða er túlkað þannig. Við fréttamenn erum ofhlaðnir verkefnum og gutlum í yfir- borðinu dag eftir dag.“ Honum finnst íslenskir fjölmiðlar setj- ast of mikið í dómarasæti og oft á tíðum vanti þátt verjandans í fréttaflutningi. Þessi afstaða hans er meira í ætt við af- stöðu stjórnmálamanns en fréttamanns. Þar hittum við fyrir hirðfíflið úr Þrett- ándakvöldi Shakespeares eða þann Óm- ar Ragnarsson sem vill ekki aðeins skýra frá framvindu mála heldur hafa áhrif á hana. Hann lék umrætt hirðfífl á sínum menntaskólaárum. „Fíflið í Þrettánda- kvöldinu kom í veg fyrir að drottningin færi yfir um. Það fékk hana ekki bara til að brosa heldur var fíflið höfuðpaurinn í samsærinu.“ Já, Ómar Ragnarsson langar jafnvel að leggja stjórnmál fyr- ir sig. Áður segist hann þó þurfa að ljúka ákveðnum verk- efnum eða ákveðnu skeiði í lífi sínu. Rétt eins og hans þætti í Sumargleðinni lauk þegar hann taldi þá stund upp runna að hann ætti ekki lengur erindi þar. „Myndbönd og fjölmiðlabylting gerðu það að verkum.“ Hann hefur ekki enn fundið stjórn- málaskoðunum sínum eða metnaði far- veg í flokki. Telur þó að kjósenda- straumurinn leiti inn að miðju þar sem farvegur árinnar er dýpstur. „I stjórn- málum hér skortir bæði mannúð og myndugleika. En tími þessa flokkakerfis sem nú er við lýði er að renna sitt enda- skeið. Hér áður fyrr var stjórnmálabar- átta á stéttagrunni mun einfaldari. Nú búa í landinu tvær þjóðir en sú þjóð sem býr við verst kjörin er í minnihluta og á sér engan talsmann í raun. Verkalýðsfé- lögin eru innbyrðis klofin og lægst laun- aða fólkið á sér engan sannan málsvara. íslendingar eru flestir kratar en þora ekki að viðurkenna það. Því ætti flokka- kerfið að samanstanda af tveimur öflug- um flokkum sitt hvoru megin við miðju og tveimur litlum öfgaflokkum til hægri og vinstri. Mín skoðun er sú að pólitík sé list hins mögulega en ekki ómögulega. Þó finnst mér mikið skorta á að real- pólitík ráði ferðinni hér, til dæmis í af- stöðunni til utanríkismála." Mann getur látið gamminn geisa um stjórnmál, ranga söguskoðun okkar og fleiri mál sem hann hefur ákveðn- ar skoðanir á. Ef til vill kemur sá tími að hann stendur í annarri pontu og prédik- ar, þegar hann hefur yfirgefið sviðið sem hann hefur helgað stóran hluta lífs síns. „Það sem er svo heillandi við lífið er það sama og heillar við skákina,“ segir hann. „Það eru svo óendanlegir mögu- leikar. Maður fær ákveðin spil á hendi en Steinn Steinarr sagði að það væri vit- laust gefið. Það getur þó verið alveg jafn gaman að spila með hunda,“ segir þessi maður sem ekki fæddist með silfurskeið í munni. Ómar Ragnarsson er náttúrubarn. Hann hefur gaman af því að fljúga um loftin blá, aka hratt, hlæja hátt og láta sem sólin skíni stöðugt. Ákafi hans er næstum barnslegur. Fyrirmyndir hans finnast kannski helst í fornsögum. Af nú- tímamönnum nefnir hann Guðlaug Frið- þórsson, þann er vann þrekvirkið að synda til lands frá sökkvandi skipi, sem hetju að sínu skapi. Hann segir sögu af því hvernig Guðlaugur hafi eitt sinn, er þeir voru saman á báti á leið frá Surtsey í land, sýnt þessa hetjulund. „Það var ágjöf og Guðlaugur sat á borðstokknum í gúmmíbátnum án yfirhafnar. Ég spurði hann hvort honum væri ekki kalt. Svarið var yfirvegað og rólegt: Ég hef lent í svona áður. Sumum finnst þetta ef til vill ósmekk- legt, næstum eins og hann sé að hafa hið hræðilega sjóslys sem hann lenti í í flimt- ingum. En svo er ekki. Þetta endurspegl- ar ákveðna lífsafstöðu. Að geta brosað hvað sem á dynur. Ég er ekkert sérlega trúaður maður. Það má segja að Faðir vor-ið sé mín biblía, og þá sérstaklega bænin: verði þinn vilji. Hví að vera að skemma fyrir lífsnautninni þótt allt virð- ist ómögulegt og maður sjálfur lítill og ófullkominn andspænis vilja almættisins? Hví ekki að gera það besta úr því og reyna að brosa eins og hann sonur minn hefur manna best kennt mér?“ Hví ekki að brosa? Jafnvel í gegnum tárin eins og hirðffflið forðum daga. □ 11? HFIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.