Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 113

Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 113
LÍF í LÆSTRI VERÖLD framhald af bls. 48 engan kost að hafa okkar eigin mat, því við megum ekkert taka inn á klefana sem er í glerílátum, eða einhverju sem menn geta skorið sig eða aðra með, og engan mat sem skemmist. Pannig að í rauninni á maður engra kosta völ og get- ur með engu móti sniðgengið eldhúsfæð- ið. En ég get sagt þér að ég hafði litla matarlyst eina vikuna, þegar ég dró heil- an hárlokk út úr munninum á mér eftir að hafa stungið upp í mig feitum súpu- kjötsbita . . .“ Við fellum niður þetta ólystuga tal og snúum okkur að öðrum þáttum innilokunarinnar, sem lúta að sálarlífinu. Hann segir að þótt fangelsisvistin sé alla jafna nefnd innilokun, þá feli hún mun frekar í sér útilokun. „Maður er í raun útskúfað- ur, og það er sú tilfinning sem fylgir manni allan afplánunartímann. Þess vegna er mjög auðvelt að hugsa sig niður í þunglyndi. A kvöldin, þegar klefanum hefur verið lokað og maður horfir á veggina, veit af lífinu útifyrir, man kannski skyndilega eftir því að nú er laugardagskvöld og vinirnir að lyfta sér upp í bænum. Það eru oft erfiðar stund- ir. Maður hugsar um kærustuna, hvað hún sé að gera núna . . . Eina nauðvörn- in er að hugsa alls ekki. Bægja öllum hugrenningum frá; hugsa ekki um ást- ina, eða fjölskylduna. Þetta tekst yfir- leitt, en er oft erfitt þegar maður er einn með sjálfum sér.“ Það segir sig sjálft að maður sem hefur verið sviptur frelsi sínu, hrifinn úr fjöl- skyldu- og vinaböndum, á undir kring- umstæðum sem þessum örðugt með að fást við tilfinningar sínar og yfirvinna persónuleg vandamál, sem óhjákvæmi- lega verða stærri og viðameiri bak við rimlana. Eins og viðmælandi okkar bendir á, þá er mikið um ástar- og vinslit í kjölfar fangelsisvistar, sem geta markað djúp spor í sálarlífið þegar menn finna vanmátt sinn til að hafa áhrif á gang mála. Hann hefur sjálfur ekki farið var- hluta af því. „Eg missti kærustuna á meðan ég sat inni í annað sinn, og hrundi algjörlega. Reyndi meira að segja að fyrirfara mér. Það mistókst, sem betur fer, því auðvit- að langar mig til að lifa. En þetta hafði þau áhrif á mig að ég kólnaði alveg að innan. Gat ekki hugsað mér að bindast tilfinningalega annarri manneskju. Það var svo skrítið, að ég átti margar vinkon- ur, sem sumar hverjar voru tilbúnar að heimsækja mig, og vera með mér, en einhvern veginn hafði ég engan áhuga. Ég bara dó.“ Þessi síðasta athugasemd leiðir hug- ann að einum fylgifiski fangavistar, sem er kynsveltið. í fangelsum erlendis birt- ast afleiðingar þess víða á ógnvekjandi hátt. Alls kyns ofbeldi og óeðli nær að brjótast út, og kynhverfa verður áber- andi. Hann telur því öðruvísi farið hér á landi. „Fangarnir fá heimsóknir á sunnu- dögum, og mega vera einir með sínum nánustu án viðveru fangavarðar. Það er alveg nauðsynlegt. En auðvitað eru margir þarna sem engar heimsóknir fá, og vissulega hlýtur þeim að líða illa, því þetta eru ungir menn. En það er aðeins einn maður á Hrauninu sem er þekktur fyrir afbrigðilega kynhegðun. Hann vill borga mönnum fyrir að snerta sig og hafa við sig mök. En hann er illa liðinn.“ En skyldi einhver munur vera á fanga- vistun eftir því hvaða fangelsi menn gista? „Tilfinningalega er erfiðast að vera á Níunni (Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg)," segir hann. Maður heyrir umferðarniðinn, og hlátrasköllin á nótt- unni þegar fólk er að skemmta sér og fara heim eftir böll. Það er erfitt að vera sér alltaf meðvitaður um umhverfið, svo mér finnst að því leytinu til betra að vera á Litla-Hrauni. Þar er maður gleymdur og geymdur. Kvíabryggja er hins vegar mjög góður staður, þar eru engar girð- ingar, maður getur ranglað úti í náttúr- unni, enda ekkert hægt að flýja, og regl- ur allar eru mjög frjálslegar. Það er sennilega eini staðurinn sem ekki skemmir fólk, en þangað komast bara sárafáir." En hvaða áhrif hefur það á einstakl- inginn til frambúðar að gista fangelsi á borð við Litla-Hraun? „A Litla-Hrauni er verið að ala upp glæpamenn," segir viðmælandi okkar. „Um þrjátíu til fjörtíu prósent þeirra sem þaðan fara, eru fullnuma í þeim fræðum. Og í raun er ekkert gert til að ná mönn- um út úr þeim hugarheimi sem þarna ræður ríkjum. Menn verða að hafa eitt- hvað fyrir stafni, það er mjög mikið at- riði, sem þó er vanmetið. Það tók mig til dæmis hálft ár að verða mér úti um töng og silfurþráð, svo ég gæti föndrað við að búa til smáhluti, mér til afþreyingar. Það væri til mikilla bóta ef menn væru látnir axla einhverja ábyrgð, til dæmis með því að fela þeim einhver verkefni í fangels- inu sjálfu. Láta þá nota kunnáttu sína og menntun til dæmis. En viðkvæðið er bara þetta: „Það þýðir ekkert, við höfum reynt það áður.“ Hann hugsar sig um stundar- korn, en heldur svo áfram: „Það er ekkert til sem heitir betrunarvist á íslandi. Fanga- vistin er ekkert annað en hegning. Um- gengnin við fangana er þannig, að þeir upplifa sig sem glæpamenn, og öllum er sama. Ég held því að dómarar ættu að hugsa sig mjög vel um, áður en þeir dæma menn til slíkrar refsivistar, því það er hægt að eyðileggja manneskjur með þessu móti. Þess eru dæmi að menn hafi komið tiltölulega reynslulausir inn í fangelsi en farið forhertir þaðan út. Mér er kunnugt um einn sem aldrei hafði snert fíkniefni þegar hann kom á Hraun- ið, en fór forfallinn eiturlyfjaneytandi þaðan út. Og það er það átakanlegasta við fangavistina, að horfa upp á það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, hvernig menn verða." En hvernig sér hann þá sína eigin framtíð. Er hann kominn á rétta braut? „Ég vona það, en maður getur aldrei fullyrt svona,“ segir hann. „Það er eins og ferillinn elti mann hvert fótmál eftir að út úr fangelsinu er komið. Ég get til dæmis ekki gengið óáreittur á götum úti. Get alltaf átt von á því að fíkniefnalög- reglan taki mig á stöðina og láti mig af- klæðast, leiti í endaþarminum og þar fram eftir götunum. Alveg án tillits til þess hvort ég er með öðru fólki, eða að verða of seinn til tannlæknis til dæmis. Nú, gamlir félagar úr bransanum eru alltaf að skjóta upp kollinum. Ég hafði getið mér orð sem fíkniefnasali, og þess vegna fer maður hvergi án þess að vera tekinn á eintal, spurður um efni og þess háttar. Þetta gerir það að verkum að maður getur ekkert farið. Ég get ekki boðið út kvenmanni án þess að eiga á hættu að vera ónáðaður, og er steinhætt- ur að fara á böll.“ Hann sér einungis eina leið út úr þessum aðstæðum. Að fara af landi brott, þangað sem hann getur óáreittur umgengist fólk, og gengið á götum úti. Hvernig honum farnast í iðandi mannlífi stórborgar, hvort hann hafnar sólarmeg- in £ griðlandinu, eða hverfur inn í öng- stræti skuggahverfanna, veit enginn, síst hann sjálfur. Hann sér einungis eina undankomu; enginn veit hvert sú leið liggur. En þar sem hann gengur heim á leið, að loknu viðtali, er hann eins og hver annar ungur maður að bíða eftir strætis- vagni. Grannvaxinn, á steinþvegnum gallabuxum í gallajakka, með vel snyrt hár, og sígarettu. Hann fleygir sígarett- unni, stígur upp í vagninn, og við horf- um á eftir honum stutta stund, uns vagn- inn hverfur upp Hverfisgötu. □ HEIMSMYND 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.