Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 2
2 22. nóvember 2019FRÉTTIR
hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobs
Forsætisráð-
herra vor stígur
nú ölduna í
ólgusjó Sam-
herjamálsins,
en hér eru
fimm skemmti-
legar stað-
reyndir sem þið
vissuð kannski
um Katrínu
Jakobsdóttur.
Æskuástin
Katrín elskaði leikarann
Kevin Bacon í upp-
vextinum en bar nafn
hans ávallt fram Kevin
Ba-coon. Síðar tók
leikarinn Keanu Reeves
við sem átrúnaðargoð.
„Hann er líka fallegasti
maður í heimi og er góður
bardagamaður og stór-
leikari. Svo er hann líka
alltaf svo flott klæddur,“
sagði Katrín í viðtali við
Fréttablaðið.
Dúxaði ekki í
leikfimi
Katrín útskrifaðist úr
MS árið 1996 með 9,7 í
aðaleinkunn og dúxaði
það árið. Lægsta einkunn
hennar var í leikfimi, 8.
„Ég skil nú bara ekkert
í þessu, því mér fannst
mjög gaman í leikfiminni,
mætti alltaf, kennarinn
var frábær og ég fékk 9 í
kennaraeinkunn,“ sagði
hún við útskrift.
Gafst upp á Davíð
Katrín og Davíð Þór Jóns-
son voru í sambandi í um
sjö ár ár og bjuggu saman
um tíma. Ástin kviknaði í
sjónvarpsþættinum Gettu
betur en þar var Davíð
Þór spyrill en Katrín stiga-
vörður. Davíð Þór hefur
sjálfur látið hafa eftir sér
að Katrín hafi gefist upp
á honum vegna þeirrar
staðreyndar að hann var
fársjúkur alkóhólisti á
þessum árum.
Umdeild ráðning
Katrín var ráðin ritstjóri
Stúdentablaðsins árið
2000 og þótti ráðn-
ingin umdeild vegna
pólitískrar tengingar
hennar við Röskvu. Meðal
undirmanna hennar á
Stúdentablaðinu voru
sjónvarpsstjarnan og
framleiðandinn Inga Lind
Karlsdóttir og Þorbjörg
Gunnlaugsdóttir, lög-
fræðingur og flokkskona
Viðreisnar.
Fjölbreytt fram-
tíðarplön
Katrín var kosin varafor-
maður Vinstri grænna árið
2003 og var í kjölfarið tek-
in í viðtal í Morgunblaðinu.
Í viðtalinu kom í ljós að
hún ætlaði alls ekkert að
verða stjórnmálamaður
þegar hún var yngri.
„Ég ætlaði að verða popp-
stjarna eða skurðlæknir.
En svo langaði mig líka
dálítið að verða geimfari.“
Á þessum degi,
22. nóvember
1617 – Akmeð 1. Tyrkjasoldán lést
1907 – Í Reykjavík fengu giftar konur
kosningarétt og kjörgengi til sveitar-
stjórnar.
1968 – Hvíta albúmið eða The
Beatles kom út í Bretlandi.
1994 – Leikjatölvan Sega Saturn kom
út í Japan.
2005 – Angela Merkel var kjörin
kanslari Þýskalands af þýska sam-
bandsþinginu og varð fyrsta konan til
að gegna því embætti.
Fleyg orð
„Ég er fæddur til að gera
mistök, ekki til að eltast við
fullkomnun.“
– Drake
VARÐ ÓVÆNT
STJARNA VIKUNNAR
n Gunnhildur vakti athygli í borgaraþætti um loftslagsmál
n Æltar ekki að láta aktífismann heltaka sig
É
g hef alltaf verið haldin
framkvæmdagleði. Ég tók
þátt í Morfís og lærði þar
kappræður. Ég fékk ráð frá
þjálfurum mínum um hvernig
ég gæti komið sem best út í sjón-
varpinu og hvernig ætti að herja
á. Ég vil gefa Morfís mest kredit
fyrir ræðumennskuna og að ég
hafi staðið í lappirnar þarna,“ seg-
ir Gunnhildur Fríða Hallgríms-
dóttir, sautján ára nemi og að-
gerðarsinni.
Sterk réttlætiskennd
Gunnhildur vakti mikla athygli
á borgarafundi um loftslags-
mál sem sýndur var á RÚV í vik-
unni. Var það mál manna að hún
hafi staðið uppi í hárinu á ráða-
mönnum og verið rökföst í sín-
um málflutningi. Gunnhildur er
fyrrverandi formaður Sambands
íslenskra framhaldsskólanema
og einn af stofnendum hópsins
Loftslagsverkföll, sem hefur stað-
ið fyrir loftslagsverkföllum síðan
í febrúar á þessu ári. Gunnhildur
útskrifast úr Tækniskólanum í
desember og hefur lagt stund
á tækni-, vísinda- og frum-
kvöðlafræði. Hún er býr í Hvera-
gerði og tekur strætó á hverjum
degi í skólann. Það voru tengslin
við náttúruna sem urðu til þess að
hún byrjaði að berjast fyrir um-
hverfinu.
„Ég bý nánast úti í sveit og er
mjög annt um náttúruna. Við
það að horfa á heimildamynd-
ir og tala við mömmu, sem er
heimspekikennari, um lofts-
lagsmál áttaði ég mig á því-
líkt ranglæti þetta er. Þessi vá
mun bitna fyrst á fólki sem býr
í þróunarlöndum, ekki Vestur-
landabúum sem halda áfram að
neyta og sóa. Það er sterk rétt-
lætiskennd í mér og ég varð svo
pirruð að ég ákvað að gera eitt-
hvað í þessu,“ segir hún.
Tók þetta alla leið
Eins og áður segir vakti Gunn-
hildur athygli á borgarafundin-
um í vikunni, en upphaflega átti
hún aðeins að bera upp spurn-
ingu úr sal.
„Ég spurði hvort ég gæti ekki
tekið þátt í kappræðunum, því ég
vissi að unga fólkið myndi kvarta
ef það hefði engan málsvara. Það
var samþykkt,“ segir Gunnhild-
ur. „Ég elska kappræður en ég
var rosalega stressuð fyrst, sér-
staklega þegar var verið að kynna
alla inn. Mér fannst verið að gera
mjög spennuþrungið sjónvarps-
efni úr þessu. Þegar ég byrjaði að
tala þá róaðist ég og ég hafði alltaf
í huga að ég myndi sjá meira eft-
ir því að segja ekki eitthvað rót-
tækt heldur en að segja eitthvað
sem væri aðeins of mikið. Þannig
að ég tók þetta alla leið,“ segir
Gunnhildur og bætir við að hún
hefði viljað tala meira um lausn-
ir í þættinum. „Það er alveg póli-
tískt. Það á ekki að vera pólitískt
að loftslagsváin er til. Það eru
vísindi. Það er hins vegar póli-
tískt hvernig við bregðumst við
henni.“
Gagnrýnd fyrir að ferðast
Gunnhildur segist hafa fengið
mikið lof fyrir frammistöðu sína
í þættinum. Hins vegar hafi bor-
ið á gagnrýnisröddum líka og
einhverjir hafa fett fingur út í að
Gunnhildur hafi ferðast í sumar
og flogið til útlanda. Gunnhildur
reynir að taka ekki mark á slíkri
gagnrýni.
„Ég er alls ekki fullkomin. Við
þurfum ekki öll að vera fullkom-
in. Ef við minnkum neyslu um
20% erum við strax á góðum
stað. Ef við segjum öllum að þeir
verða að vera fullkomnir þá veld-
ur það loftslagskvíða. Það er ekki
heilbrigt,“ segir hún. „Ef maður
er að reyna að vera aktífisti þá
fer fólk fljótt að skjóta á mann
sjálfan. Ég held að það sé leið
til að vera ósammála málstaðn-
um að byrja að skjóta á flytjand-
ann. Ég tek þessu ekki persónu-
lega. Ég hugsa að ég hafi staðið
mig ágætlega ef fólk er það sárt
að það talar um það á samfélags-
miðlum að ég hafi verið að ferð-
ast.“
Gunnhildur, í félagi við aðra í
loftslagsverkfallshópnum, hefur
sett þrýsting á stjórnvöld og
reynt að sannfæra þau um ýmsar
lausnir. „Það er ekki mikið hlust-
að,“ segir Gunnhildur. Hún trúir
því að Ísland gæti verið leiðandi
ríki í róttækum aðgerðum í lofts-
lagsmálum, ríki sem aðrar þjóðir
geta litið upp til. Hún segir aktífis-
mann samt sem áður ekki heltaka
allt hennar líf.
„Ég spila á píanó, mér finnst
gaman að fara út með hundinn
minn og ég rek fyrirtæki með
vinum mínum sem heitir Robox.
Ég vil ekki að umhverfismál
heltaki líf mitt. Ég vil frekar virkja
fleiri í baráttunni. Ég vil ekki að
fólk haldi að ég ætli að taka bar-
áttuna fyrir það. Við erum öll í
þessari baráttu. Þetta á ekki bara
að vera ég.“ n
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
„Við erum öll í þessari baráttu.
Þetta á ekki bara að vera ég.