Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 4
4 22. nóvember 2019FRÉTTIR
Græni tryllingurinn
S
varthöfði er það sem
kalla má „afneitunarpési“
þegar kemur að loftslags-
málum. Hann trúir ekki
öllu sem hann heyrir, enda engin
ástæða til þess. Fólk er nú einu
sinni mjög gjarnt á að ljúga. Upp
í opið geðið á manni.
En umræðan um loftslagsmál
á Íslandi er svo skrýtin. Það eiga
allir að marsera í einum takti,
ekki efast, ekki dirfast að viðra
aðra skoðanir en þær „réttu“.
Þessi svokölluðu „vísindi“ eiga
víst að búa yfir öllum svörunum.
Og Svarthöfði á bara að fylgja vís-
indunum í blindni eins og ekk-
ert sé sjálfsagðara. Svarthöfði á
að óttast um tilveru sína ef hann
flokkar ekki, minnkar neyslu,
minnkar sóun, flýgur minna,
leggur bensínháknum og verður
í stuttu máli betri manneskja.
Þvílík endemis vitleysa.
Hvernig getur einn maður eins
og Svarthöfði, þótt afar kröftugur
og vel gerður maður sé, haft ein-
hver áhrif? Ef Svarthöfði flokk-
ar plastið frá bananahýðinu,
bjargar hann þá barni í Afríku?
Ef Svarthöfði hitar upp afgang-
ana frá því í gær og pínir gamlan
mat ofan í sig, þýðir það þá að
ástandið lagist í regnskógunum?
Svarthöfða finnst einfaldlega of
miklar kröfur á sig gerðar. Má
hann ekki bara lifa sínu lífi eins
og hann vill?
Þessi svokölluðu vísindi eru
á villigötum. Vinna bara fyrir
einhverja hagsmunaseggi sem
græða á tá og fingri á öllum um-
hverfisvænu lausnunum, öllum
maíspokunum sem brotna nið-
ur í náttúrunni, öllu sjálfbæra
draslinu sem enginn veit hvað er.
Vísindin segja að þau tali fyrir
framtíð heimsins. Hvað hafa vís-
indin gert fyrir Svarthöfða? Ekk-
ert. Hvað hefur Svarthöfði gert
fyrir vísindin? Allt. n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Ninjastjörnur eru ólöglegar á Íslandi.
Heimilt er þó að víkja frá banni ef
stjarnan hefur söfnunargildi eða sér-
stakar ástæður mæla með kaupunum.
Kakkalakkar geta lifað í níu daga án
höfuðs.
Winston Churchill fæddist á
dansleik, á kvennaklósettinu.
Blóð okkar manna ferðast tæplega
20.000 kílómetra um líkamann
okkar á hverjum degi.
Flestir korktappar eru framleiddir
á Spáni.
Hver er
hann
n Hann er fæddur
í Reykjavík þann 15.
desember árið 1953.
n Hann varð fyrst
þekktur á Íslandi þegar
honum bauðst staða aðal-
söngvara í hljómsveit snemma á
áttunda áratugnum.
n Hann kom fyrst fram með
skólahljómsveitinni Raflost í
Laugalækjarskóla.
n Hann byrjaði sólóferill sinn árið
1985.
n Árið 2018 vann hann að plötu
með föður sínum.
SVAR: HERBERT GUÐMUNDSSON
n Grikkur gegn fyrrverandi kærustunni endaði með ósköpum
n Valdi nafn sem þýðir „Vopn goðanna“
M
aður að nafni Asgeir Ulfr var
dæmdur í fyrrasumar fyrir
hrottalegt morð á fyrrver-
andi herbergisfélaga sínum,
Christinu Scarr, í Flórídafylki. Sam-
kvæmt skýrslu lögreglunnar var Ulfr
í gríðarlegu uppnámi vegna þess að
Scarr neitaði honum um stefnumót og
átti kærasta fyrir.
Upprunalegt nafn árásarmannsins er
Michael Paul Lobianco en hann breytti
því í Asgeir Ulfr, sem er einfaldlega bor-
ið fram „Ásgeir Úlfur,“ en hann er ætt-
aður frá Bandaríkjunum. Kemur fram í
skýrslu lögreglu að hann hafi skipt um
nafn til að losa sig við tengsl við föður
sinn, sem hann var sagður hata, og
vegna áhuga hans á norrænni goða-
fræði. Fornafnið merkir einfaldlega
„Vopn goðanna.“
Ulfr játaði að lokum sök í mál-
inu og sagði að dauði konunnar hefði
verið slys og hefði hann aðeins ætl-
að að hræða hana. Áform hans byggð-
ust á því að sviðsetja innbrot á heimili
Scarr í dulargervi og hann myndi sjálf-
ur hringja á neyðarlínuna þegar að því
kæmi. Því faldi hann sig í skáp og beið
þess að hún kæmi heim. Það gerði hún
og með henni í för var nýr kærasti henn-
ar og greip Ulfr til þess ráðs að fela sig í
skápnum alla nóttina. Næsta dag, þegar
kærasti Scarr yfirgaf heimilið, stökk Ulfr
úr skápnum og réðst á Scarr.
Í tilkynningu kemur fram að Ulfr hafi
barið Scarr ítrekað, kyrkt hana til dauða
og bundið hana upp. Þegar upp komst
um sviðsetningu innrásarinnar fór rík-
issaksóknari fram á dauðarefsingu. Til
að mynda náðist Ulfr á upptöku í Wal-
-Mart verslun þar sem hann keypti lím-
band og ýmsa fjötra sem fundust síðar
á vettvangi.
Fyrirtaka í máli Ásgeirs fer fram nú í
desember.
Farið fram
á dauða-
refsingu
„Ásgeirs“