Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 58
Stóra jólablaðið 22. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ SJÁVARGRILLIÐ: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum Sjávargrillið hefur heldur betur fest sig í sessi í íslenskri matarmenningu með ljúffengum mat og skemmtilegum jólamatseðlum. „Í ár höfum við ákveðið að fara aðeins breytta leið í jólamatseðlunum okkar og bjóðum upp á nokkuð léttari mat, með jólaívafi og undir íslenskum áhrifum. Í fyrra var áherslan lögð á hefðbundinn íslenskan jólamat, en í ár verður meira af fiski, léttreykt lambakjöt og fleira sem minnir á jólin, án þess að vera jólamaturinn sem við borðum svo aftur yfir hátíðarnar. Við byrjuðum að bjóða upp á jólaseðlana þann 14. nóvember og fólk hefur verið virkilega ánægt með breytingarnar,“ segir Bjarni Viðar Þorsteinsson, matreiðslumaður hjá Sjávargrillinu. Jólamatseðillinn slær í gegn Jólaseðillinn fæst í hádeginu og á kvöldin fram að Þorláksmessu, en þá verður hið sívinsæla hádegisskötuhlaðborð. „Jólaseðillinn er aðeins ólíkur í hádeginu og á kvöldin. Hádegisseðillinn er þriggja rétta. Þá er val á milli jólasúpu með gæs, sveppum og heslihnetum í forrétt eða grafins lax. Graflaxinn er í hefðbundnara lagi en við leikum okkur með meðlætið, sem mun koma gestum skemmtilega á óvart. Í aðalrétt er val á milli léttreykts lambs með rauðrófu, kartöflum, ostrusveppum og greni eða rauðsprettu með öllu tilheyrandi. Eftirrétturinn í hádeginu og á kvöldin er svo að sjálfsögðu risalamande. Á kvöldseðlinum eru tveir forréttir, annars vegar graflaxinn og svo rammíslenskur þorskur með humri, jarðskokkum, perlulauk og sólselju. Með jólakvöldseðlinum er hægt að velja dýrindis vínpörun, en vínsérfræðingurinn okkar hefur nostursamlega sérvalið vín sem passa skemmtilega með hverjum rétti fyrir sig.“ Meðfram jólaseðlinum á kvöldin og í hádeginu verður einnig hægt að panta af hefðbundnum maðseðli. Þá verður afar hátíðleg steikt andarbringa með hægelduðu andarlæri og andarlifur, steiktu rósakáli og appelsínusoðgljáa á matseðlinum fram til jóla. Jólatvist í jólagrillpartí „Á kvöldin fram að jólum erum við einnig með stórskemmtilegt jólagrillpartí, sem borið er á borð fyrir hópinn til að deila. Það eru átta réttir, hverj öðrum ljúffengari. Margir hverjir eru nokkrir af okkar vinsælustu réttum en langflestir eru þó með einhverju skemmtilegu jólatvisti. Þetta er svona brot af því besta með dass af jólabragði. Þá verður einnig hægt að fá vínpörun með jólagrillpartíinu.“ Sívinsælt skötuhlaðborð Þann 23. desember verður hið frábæra skötuhlaðborð í hádeginu. „Fólk er að panta í hlaðborðið með allt að árs fyrirvara. Þetta er einn skemmtilegasti tími ársins enda eru þá jólin á morgun, allir í feiknagóðu skapi og eftirvæntingin mikil. Við höfum líka fengið fáeina ferðamenn hingað í skötu en þeir elska að upplifa eitthvað svona séríslenskt, og flestum finnst skatan okkar meira að segja bara furðugóð.“ Fullkomin gjöf í jólapakkann „Gjafabréf út að borða er hin fullkomna jólagjöf fyrir þann sem á allt og gjafabréfin okkar eru á 20% afslætti fram að jólum. Það er líka virkilega skemmtilegt að gefa matarupplifun og gera handhafa þannig færi á að njóta lífsins.“ Skoðaðu jólamatseðlana á sjavargrillid.is Sjávargrillið er staðsett að Skólavörðustíg 14, 101 Reykjavík Borðapantanir í síma: 571-1100 Myndir: Eyþór Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.