Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 69
Stóra jólablaðið22. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ JÓI KASSI OG RAMMÍSLENSKT JÓLADAGATAL: „Þetta er mín Toy Story“ Í upphafi er söguhetjan lítið fræ uppi á hóli í miðjum skógi. Yfir fræinu vakir gamalt og virðulegt eikartré sem heitir Eiríkur. Fræið verður smám saman að trénu Jói. Eins og vera ber í góðri barnasögu persónugerast bæði tré og dýr, í máli og myndum. Vinnuvélar herja á skóginn, saga niður tré og breyta í viðarplötur. Jói lifir áfram og verður að viðarkassa, sem er til sölu í húsgagnaverslun. Hann fer þaðan inn á skrifstofu bankastjóra og lendir í höndum ræningja sem ílát undir stolin verðmæti. Viðburðarík saga Jóa Kassa er hér rétt að byrja,“ segir Konráð Sigurðsson og lýsir þar með byrjuninni á bókaflokknum um Jóa Kassa, sem er sex bóka röð með skemmtilegum ævintýrasögum og litskrúðugum myndum eftir Þóri Karl Celin. „Veistu hvað þú ert með í höndunum, maður?“ „Þetta byrjaði allt með því að ég fór að segja eins árs syni mínum sögu. Hann átti erfitt með að sofna og móðirin bað mig um að svæfa hann því ég væri með svo róandi rödd. Þá birtist í huga mínum tré uppi á hól. Tréð var bara tré til að byrja með, ekki karakter. Drengurinn róaðist þó og sofnaði. Svo gerðist það stuttu síðar í sunnudagsbíltúr að drengurinn benti hrifinn út um bílrúðuna á vinnuvél að ég fékk hugljómum: Vél – tré! Svo hjó vinnuvélin tréð niður. Ég sá fyrir mér atburðarás, fór í vinnuna og skrifaði niður beinagrind að sögu. Þetta var 6. júní 2001. Ég setti blaðið niður í skúffu og ekkert gerðist í langan tíma. Árin liðu, drengurinn hætti að þurfa að láta svæfa sig og sagan gleymdist. Haustið 2004 dreymdi mig merkilegan draum, hálfgerða vitrun sem sagði mér að ég ætti til hugmynd sem myndi koma mér til metorða. Hvað var ég með? Hvað átti ég til? Þá dúkkaði blaðið í skúffunni upp aftur. Ég sýndi samstarfsmanni mínum beinagrindina. Hann sagði: „Veistu hvað þú ert með í höndunum, maður?“ og tíminn var runninn upp til að gera hugmyndina að veruleika.“ Ein löng saga verður að sex bókum „Þessi áramót strengdi ég þess heit að klára söguna og gerði það á einu ári. Ég leitaði ráðgjafar frá Karli Helgasyni hjá bókaútgáfu Æskunnar. Hann ráðlagði mér að skipta verkinu niður því það væri of mikið að gerast í handritinu. Þannig varð Jói Kassi að sex bóka seríu þar sem myndir leika stórt hlutverk. Árið 2007 komst ég í samband við teiknarann Þóri Karl Celin sem þá starfaði hjá Latabæ og sagði honum að þetta væri mín Toy Story. Ég var með grófar hugmyndir en hafði aldrei fengið teikningarnar mínar til að ganga upp en Þórir Karl gerði þetta listavel.“ Innblástur í sögurnar sækir Konráð til mótunarára sinna í Svíþjóð. „Ég bjó þar frá sex ára aldri fram til tvítugs. Ýmislegt úr umhverfinu hefur ratað í bækurnar, til dæmis skógarnir og endurvinnslan.“ Bækurnar hafa notið vinsælda síðan þær komu fyrst út jólin 2010 og seljast jafnt og þétt í bókaverslunum, sérstaklega fyrir jólin. Á hverju ári eignast Jói fjölmarga nýja lesendur í aldurshópunum 3–8 ára, en bækurnar eru víðlesnar í leikskólum. Einnig eru bækurnar tilvaldar fyrir jólasveina að lauma í skóinn hjá krökkunum. Fjölmörg verk í smíðum Konráð hefur einnig gefið út þrjár jólabækur um Jóa Kassa sem eru litabækur með sögu. Að auki er hann með fjölmörg ritverk í smíðum. „Ég er með um tíu handrit, ýmist langt komin eða fullkláruð og bíða útgáfu. Konráð hefur þá hafið ritun nýs bókaflokks um Lepp, karakter úr Jóa Kassa-seríunni sem er kominn með eigin upprunasögu. Það verða sex framhaldsbækur og þriðja bókin í seríunni, Leppur og höfðingjarnir, kemur út á næsta ári. Einnig er væntanleg Vinalega fuglahræðan, ný barnasaga. Það er ástríðublik í augum Konráðs þegar hann ræðir um ritverk sín og framtíðardrauma. „Ég er að vinna í skáldsögu sem er eins konar fullorðinsútgáfa af Palli var einn í heiminum. Sú saga er ljót og skuggaleg.“ Samhliða ritstörfunum rekur Konráð fyrirtækið Xprent-hönnun og merkingar ehf., í Sundaborg 3 í Reykjavík. Xprent er skiltagerð sem sinnir prentþjónustu og alhliða merkingum. Dagatalið Jói Kassi Jólin 2017, eftir að hafa gengið með hugmyndina í um 5 ár setti Konráð á markað jóladagatal með Jóa Kassa. „Mér fannst bráðvanta íslenskt dagatal og fannst því tilvalið að nota Jóa Kassa, enda þekkja hann mörg börn. Ég hafði samband við Freyju sælgætisgerð, en allir mínir uppáhaldsmolar eru í hátíðarpakkanum frá þeim. Freyja tók vel í þetta og ég kaupi nammið beint af þeim. Svo fann ég aðila sem voru tilbúnir að framleiða kassann og plastbakkann fyrir dagatalið á skikkanlegu verði. Þarna er kominn íslenskur karakter á jóladagatal í jólastuði. Það er líka snjókarl utan á og svo framvegis,“ segir Konráð, en eins og sést á myndunum er dagatalið bæði líflegt og fallegt. Pökkunin fer fram á Íslandi og aftan á eru úrklippufígúrur fyrir börnin til að klippa út á aðfangadag, þegar þau eru búin að opna síðasta gluggann. Einnig er jólaleikur aftan á dagatalinu sem börnin geta skemmt sér við þar sem þau bíða þess spennt að opna síðustu gluggana. „Í leiknum er hægt að komast í pott og vinna til ýmissa verðlauna.“ Bækurnar eru til sölu í völdum Eymundsson-búðum og Jói Kassi dagatalið er til sölu í flestum Hagkaupsverslunum og í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er hægt að kynna sér þetta betur á Facebooksíðu Jóa Kassa og heimasíðu Jóa Kassa á: www.joikassi.is. Myndir: Eyþór Árnason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.