Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 74
Stóra jólablaðið 22. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ ISR MATRIX: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf Jón Viðar stofnaði upphaflega íþróttafélagið Mjölni en rekur nú ISR Matrix. „ISR stendur fyrir Inngrip (Intercept), Stöðva (Stabilize) og Ráða úr (Resolve). ISR er alhliða sjálfsvörn sem byggir á einföldum grunni úr bardagaíþróttum sem auðvelt er að ná tökum á. ISR má leggja stund á og æfa eins og íþróttirnar sem ISR byggir á, en áherslan er lögð á að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum,“ segir Jón. Í ISR er lögð áhersla á að verjast, koma sér undan og verjast átökum. Við göngum aldrei lengra en nauðsynlegt er til að vinna bug á óréttlætinu sem við, og/ eða þriðji aðili, verðum fyrir. Hjá ISR kennum við ekki ofbeldi, við kennum vörn gegn því. Gjafabréf að öryggi Hjá ISR Matrix fást gjafabréf með upphæð að eigin vali. „Fyrir andvirði gjafabréfsins getur handhafi valið sér námskeið að eigin vali sem hentar hverjum og einum. Við bjóðum upp á tvö grunnnámskeið, í öryggistökum og sjálfsvörn (ISR 101), sjálfsvörn f. Konur (CAT 101). Bæði námskeiðin auk framhaldstíma er hægt að sækja hjá ISR Matrix í Sporthúsinu. Þetta eru frábærar gjafir, sýna hugulsemi gefandans og veita þeim sem hljóta þær styrk og hugrekki til þess að verjast gegn ofbeldi og öðlast aukið öryggi.“ Upplýsingar um hvenær næstu námskeið byrja má finna á vefsíðu ISR Matrix, isrmatrix.is. Konur verja sig: „Flestir karlmenn yrðu smeykir við að mæta þeim í átökum“ Jón hefur haldið sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur af og til allt frá árinu 2011 við frábærar undirtektir. Hildur María Sævarsdóttir, 32 ára, einhleyp, tveggja barna móðir, hefur frábæra hluti að segja um ISR CAT sjálfsvarnarnámskeiðið. „Mig langaði alltaf að læra sjálfsvörn en fann bara helgarnámskeið sem er ekki nóg. Maður þarf meiri þjálfun. Ég var að takast á við einstakling sem sendi mér óhugnanleg skilaboð sem mér leið illa með. Þetta var mikið og óþægilegt áreiti. Á þessum tíma sá ég auglýsingu frá Jóni Viðari á Facebook. Á námskeiði hjá ISR Matrix lærði ég að spyrna við fótum og gera þessum einstaklingi ljóst að ég vildi þetta ekki. Sem betur fer hætti hann þessu, en hvað ef ég hefði ekki verið svo heppin eins og margar konur sem verða fyrir áreiti en svo gengur einstaklingurinn lengra?“ „Ég þekki enga konu sem ekki hefur haft ástæðu til að óttast um öryggi sitt. Okkur er kennt að vera stilltar og prúðar sem börn og svo þegar við eru orðnar fullorðnar heyrum við að það sé hættulegt að fara niður í miðbæ. En við heyrum aldrei um mikilvægi þess að konur læri að verja sig. Úti á götu er enginn að fara að spila eftir einhverjum reglum. Veruleikinn getur verið grimmur og villtur og við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Hildur. Hildur segir að sumar konurnar á námskeiðunum séu komnar með yfir 80 þjálfunartíma og séu orðnar ótrúlega færar. „Ég held flestir karlmenn yrðu smeykir við að mæta þeim í átökum,“ segir hún. ISR Matrix býður upp á grunnnámskeið sem allar konurnar þurfa að fara í gegnum fyrst, en það tekur 8 klukkutíma. Síðan tekur við framhaldsþjálfun fyrir konur sem er mjög vinsæl. Flutt í glæsilegt húsnæði Sporthússins ISR Matrix flutti þann 1. september í Sporthúsið, Dalsmára 9–11, 200 Kópavogi, þar sem er sérstakur æfingarsalur fyrir starfsemina. Því fylgir frábær aðstaða og þjónusta við iðkendur og fyrirtæki í þjálfun hjá stöðinni. Fullur aðgangur að lyftinga- og tækjasal fylgir nú áskrift að ISR og að sjálfsögðu afnot af búninga- og sturtuaðstöðu, heitapott og gufu. Skoðaðu möguleikana á isrmatrix.is Sími: 862-0808 Netpóstur: isrmatrix@isrmatrix.is Facebook: ISR Matrix Iceland Ljósmynd: Sigurjón Magnússon. Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.