Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 84

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 84
84 MATUR 22. nóvember 2019 Ketó - með eða á móti? Vinsældir ketó-lífsstílsins hafa vart farið framhjá fólki en sitt sýnist hverjum um ágæti fæðunnar. Við fengum tvo álitsgjafa til að varpa ljósi á ólík viðhorf sín þegar kemur að þessu eldheita málefni. Íris Hauksdóttir iris@dv.is Tónlistarmaðurinn og veitingahúseig­ andinn Daniel Oliver hóf sinn ketó­ lífsstíl fyrir rúmum fjórtán mánuðum. Hann segir fyrstu dagana hafa tekið að­ eins á en síðan hafi kílóin farið hrynja af og líðanin öll breyst til betri vegar. „Það var svoldið erfitt fyrstu dagana þegar líkaminn var að klára kolvetna­ birgðirnar og hreinsa sig af öllum sykri, en þegar maður kemst í „ketósu“ þá skiptir líkaminn út glúkósa, það er að segja kolvetnum, sem orkugjafa fyrir fitu sem þá verður aðalorkugjafi líkam­ ans. Ég hef aldrei fundið neitt mataræði sem hentar mér svona vel fyrr en núna. Mataræði mitt samanstendur að mestu leyti af grænmeti, fisk, stundum kjöti, hollri fitu eins og ólífuolíu, avókadó, smjöri og rjóma og svo osti! endalaus ostur – slef! Ég elska lasanja og heimagerðar kjöt­ bollur í sósu. Ég er líka rosalegur pítsu­ kall. Til dæmis þegar ég geri lasanja nota ég oft góðan og harðan ost í stað­ inn fyrir plöturnar. Eða ég nota kúrbít eða bý til mitt eigið pasta úr möndlu­ mjöli eða öðru mjöli. Það er auðvelt að finna leiðir til að gera hvaða mat sem er,“ segir matgæðingurinn. „Ég er mjög duglegur að elda skemmtilegan mat á ketó. Ég nota möndlumjöl, sesammjöl, kókosmjöl og alls konar. Ég get alveg viðurkennt að þetta hentar ekki öllum, en margir vina minna og fjölskyldumeðlima hafa próf­ að og margir eru ennþá á þessu og líður vel, en margir hættu. Ég hef tekið pásur af og til og það hefur gengið ágætlega að byrja aftur. Ég verð sjaldan svangur á ketó og sykurþörfin er löngu dauð svo það er ekki erfitt að lifa á þessu matar­ æði. Fyrstu máltíð dagsins borða ég í kringum klukkan þrjú og svo þá næstu um átta. Eftir það fasta ég og finnst það ekkert mál. Líkaminn gerir ekki greinar­ mun á fitunni sem þú ert að borða og fitunni á líkamanum og er ekki að biðja um neitt fyrr en þig vantar eitthvað í kroppinn. Ég finn ekki til hungurs og skipulegg hvenær og hvernig ég borða. Það leiðinlegasta er nú líklega að skipuleggja máltíðirnar og að reyna að halda mér við mataræðið þegar ég er að ferðast, en ég er nú bara farinn að taka mér pásur þegar ég er í fríi erlend­ is. En fyrir þá sem hafa áhuga þá mæli ég með að kíkt sé inn á dietdoctor.com en þar má finna allar upplýsingar um ketó og svo auðvitað ketó­grúppuna á Íslandi. Þar eru allir að hjálpast að, gefa ráð, deila sögunum sínum og frábærum uppskriftum.“ n Elísabet Reynisdóttir næringarfræðing­ ur segist síður en svo vera fanatískur mótmælandi ketó­mataræðis þótt henni þyki umræðan oft og tíðum ýkt. „Mér finnst það gott að einstaklingar stígi skrefin og geri eitthvað sem þeir telja jákvætt fyrir aukið heilbrigði. Það sem ég óttast með ketó er múgæsing­ ur og að fylgja einhverjum ráðum sem jafnvel eru ekki góð fyrir suma eða bara henta ekki. Við erum mismunandi og því er það þannig að eitt ríkisráð er klár­ lega ekki lausnin. Það hentar ekki öll­ um að fara eftir ráðleggingum Land­ læknis en það er samt alhliða ráð sem er gefið og tekur á flestum fæðuflokk­ um sem eru til staðar, síðan þurfum við að finna hvaða hlutföll fæðunnar henta okkur. Það hentar ekki sumum að borða of mikið af korntegundum eða ávöxt­ um og þá er gott að finna jafnvægi þar. Það er ekki til ein leið sem er „one size fits all“ því miður og ég veit samt að við viljum aukna orku og bætt líkamlegt ástand, svona flest okkar, en við þurfum að finna okkar jafnvægi til að ná því.“ Þurfa einhverjir að forðast ketó? „Ég mundi ráðleggja öllum konum á barneignaraldri að gæta að fæðuvalinu. Með einhæfari fæðu getur aukist hætt­ an á næringarskorti eins og fólinsýru (B9) sem er til dæmis í ávöxtum, græn­ meti, brauði og korntegundum og belg­ ávöxtum. Ef kona á barneignaraldri er ekki með nægjanlegt magn af fólinsýru í byrjun meðgöngu og fær ekki fæðu sem inniheldur fólinsýru eru auknar líkur á fósturskaða s.s. klofnum hrygg. Fólin­ sýran þarf að vera til staðar í byrjun meðgöngu og konur þurfa aukna fólin­ sýru á meðgöngu. Sjálf vinn ég með að setja einstak­ linga á alls konar mataræði sem hentar hverju sinni og fer eftir því með hvað við erum að vinna. Það að fara út í matar­ æði sem er farið að hljóma eins og trúar­ brögð gerir mig hálfhrædda. Það eru bara ákveðinn hluti sem heldur þetta út og hinir detta út og fara „oft“ í verra form og ástand en áður en ketó­kúrinn var prófaður. Persónulega mæli ég með því að taka mataræðið föstum tökum og hugsa um hvað við setjum ofan í okkur. Ég held að við séum að borða, oft og tíðum, vitlaust og of mikið af kolvetn­ um en það er ekki þar með sagt að við þurfum að sleppa þeim alveg. Ég vinn mikið með einstaklinga með blóðsykur­ sviðkvæmni sem er forstigseinkenni á sykursýki af tegund 2 og þá er oft gott að grípa inn í og keyra kolvetnin nið­ ur í smá tíma og finna svo hvaða magn hentar og á hvaða tíma dags. Að sneiða alveg fram hjá þeim held ég að sé ekki rétt. Staðreyndin er nefnilega sú að ketó er í tísku þangað til það kemur afleysing sem verður ný tískubylgja. Verum skyn­ söm og finnum hvað hentar hverjum og einum. Það er samt hjákátlegt að fylgj­ ast með ketó­æðinu því það eru svona sjálfskipaðir lestarstjórar sem stjórna samfélagsmiðlum og veita upplýs­ ingar og ráð sem oft er bara alls ekki fyndið. Fólk er tilbúið að láta segja sér og látið prófa alls konar aðferðir, þrátt fyrir að líkamleg einkenni séu að öskra á einstaklinginn að þetta form af fæðu­ vali henti ekki líkama hans. Hrein fæða er góð og auknar líkur á að með bættri fæðu minnki bólgur og að fólki líði bet­ ur. Það að ketó sé svarið við öllu er ekki rétt, en ég hvet alla til að borða hreint og fá sér góða ávexti og auka grænmeti í millimál. Ef það hentar ekki, að finna þá leið og taka ábyrgð á sjálfum sér og ef sú ábyrgð inniheldur að vera á ketó­ ­mataræði þá finnið þið það best sjálf og treystið eigin dómgreind. Ekki láta mata ykkur á áróðri og öfgum það er bara engum hollt.“ n n 1½ bolli rif inn mozzar ella-ostur n ¾ bolli möndluhveiti n 2 msk. rjóma ost ur n 1 tsk. edik n 1 egg n ½ tsk. salt Hitið ofn inn í 200 gráður. Hitið mozzar­ ella og rjóma ost inn í potti eða ör­ bylgju ofni.Hrærið sam an uns þeir hafa bland ast sam an. Bætið þá við hin­ um hrá efn unum og blandið vel sam­ an. Settu vel af ólífu olíu á hend urn­ ar og flettu deigið út á smjörpapp ír. Úr þessu ætti að verða pítsa sem er um 20 sentimetrar í þver mál. Einnig er hægt að nota köku kefli til að fletja deigið út en þá er betra að setja líka smjörpapp­ ír ofan á deigið meðan það er flatt út. Stingið í botn inn með gaffli og bakið í ofn in um í 10–12 mín út ur. Þegar botn­ inn er til bú inn skal taka hann út, setja álegg og sósu ofan á hann og baka síð­ an aft ur í 10–12 mín út ur eða þar til ost­ ur inn er bráðnaður. n 1 bolli af kínóa n 1 ½ bolli vatn n ½ tsk. sjávarsalt n kínóa soðið upp úr blöndunni og látið kólna n avókadó skorið í litla bita n 1 msk. sítrónusafi n ferskur lax látinn liggja í sítrónusafa í minnst fjórar mínútur eða lengur ásamt avókadó. n 1 bolli cherry-tómatar, skornir í tvennt n ½ rauðlaukur n ½ tsk. rauður þurrkaður chili n 1 msk. þurrkað kóríander DRESSING n safi úr einni sítrónu n 1 hvítlauksgeiri n ½ tsk. malað cumin n ¼ tsk. sjávarsalt n 1/3 bolli extra virgin olífuolía Eftir að kínóa hefur verið soðið og kælt er það steikt upp úr olíu á pönnu ásamt kryddi og lauk. Tómat­ og laxa­ blöndunni svo bætt saman við ásamt dressingunni. Sjaldan svangur og sykurþörfin horfin Áróður og öfgar gera engum gott KLIKKAÐUR KETÓ-PÍTSUBOTN KÍNÓASALAT MEÐ SÍTRÓNUDRESSINGU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.