Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 88
88 22. nóvember 2019
N
ýjasta töfratækið á tóm-
stundamarkaðnum heitir
Karaoke og á gera hverjum
sem er kleift að láta rödd
sína hljóma engu miður en rödd
hvaða stórsöngvara sem vera skal.“
Svona hófst lýsing á þeim stórvið-
burði í lok október árið 1990 að
japanska sönglistin „karaoke“ var
komin til landsins, nánar til tekið
á öldurhúsið Ölver, þar sem karókí
lifir enn góðu lífi.
Óvænt heimsundur
Karókí átti aldrei að verða al-
heimsundur því það var í fyrstu
hugsað sem tæki fyrir japanska
jakkafatakarla sem hittust eftir
vinnu og slökuðu á með drykkj-
um og söng. „Karaoke“ þýðir á
íslensku tóm hljómsveit og var
söng jakkafatakarlanna á vinsæl-
um popplögum ætlað að gera
þeim kleift að slaka á eftir langan
vinnudag. Það skapaðist meira
að segja hefð fyrir því þegar fyrir-
tæki fóru á karókístaði að undir-
menn tækju hver sitt lagið til að
ganga í augun á yfirmanninum.
Þá skipti litlu hvort mennirnir
gátu sungið eður ei því það var
talin mikil manndómsvígsla að
geta staðið með sjálfum sér og
sínu lagleysi uppi á sviði og hag-
að sér eins og heimsins stærsta
poppstjarna. Karókí mismunaði
því fólki ekki eftir söngrödd og
gerði fólki mögulegt að sigra
heiminn án þess að halda einum
einasta tóni. Þetta aðgengi í bland
við góða skemmtun og stuð varð
til þess að karókí varð vinsælt um
heim allan. Sem og þann draum
að menn og konur gætu verið
uppgötvuð sem stórstjörnur eftir
söng í karókí.
Allt upppantað
Það er vægt til orða tekið að
segja að í framhaldinu hafi mikið
karókíæði gripið landsmenn. Ekki
leið á löngu þar til karókí varð vin-
sælasta þjóðar íþrótt Íslendinga
og Ölver fylltist um hverja helgi
af söngelskum landsmönnum.
Auðvitað fundum við landsmenn
meira að segja íslenskt orð yfir
þessa töfragræju sem var einfald-
lega „Meðhjálparinn“. Því miður
náði það ekki jafnmikilli fótfestu
og karókígræjan sjálf.
„Íslendingar hafa svo gaman af
að taka lagið, að einum til tveim-
ur tímum fyrir lokun eru öll lög-
in upppöntuð hjá okkur. Í Evrópu
þurfa skemmtanastjórar að draga
fólk upp á svið,“ sagði Magnús
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Ölvers, í viðtali við DV í nóvem-
ber árið 1991. Hann sagði að
vinsælustu lögin væru diskólög
og smellir Franks Sinatra og að
nýir söngvarar rækju inn nefið í
hverri einustu viku. Þegar þarna
var komið sögu var karókí einnig
orðin gríðarlega vinsæl afþreying
í steggja- og gæsapartíum. Voru
starfsmenn Ölvers oft beðnir
um að taka karókíflutning verð-
andi brúðar eða brúðguma upp
á „segulbandsspólu sem síðan
er leikið af í brúðkaupsveislunni
nærstöddum til skemmtunar.“
Elvis lifir
Á þessum tíma, þegar karókí var
aðeins ársgamalt á Íslandi, hafði
það þá þegar náð sterkri fótfestu
hér á landi. Karókíæðið breiddist
hratt út fyrir höfuðborgarsvæðið
og út á landsbyggðina, þar sem
voru haldnar karókíkeppnir um
hvippinn og hvappinn. Fyrsta Ís-
landsmeistaramótið í karókí var
síðan haldið í Sjallanum árið
1991. Fyrir það var karókívélin
vígð með pomp og prakt þar
sem ýmsum fyrirtækjum á Akur-
eyri var boðið í Sjallann til að
spreyta sig. Þá var einnig blásið
til fjölmiðlakeppni í karókí. Rit-
stjóri Dags, Bragi V. Bergmann,
bar sigur úr býtum með miklum
yfirburðum og lýsti blaðið hans,
Dagur, sigrinum sem slíkum:
„Hann bræddi salinn með
Elvisslagaranum It’s now or
never. Hörðustu aðdáendur
hrópuðu „Elvis lifir“ enda náði
Bragi bæði viðeigandi trega og
krafti í túlkun sinni og sviðs-
framkoman var lífleg. Hann tók
síðan I can’t help falling in love
with you sem uppklappslag og
Elvis-aðdáendur sungu með.
Fyrir þessa frammistöðu fékk
hann farandbikar og góðgæti frá
Kolbeini Gíslasyni, fulltrúa Sjall-
ans.“
Fyrsti Íslandsmeistarinn
En aftur að fyrsta Íslandsmeist-
aramótinu í karókí. Það var engin
önnur en Inga Sæland sem fór
þar með sigur af hólmi, en eins
og flestir vita situr hún nú á Al-
þingi fyrir Flokk fólksins. Skákaði
Inga sextíu öðrum keppendum á
mótinu.
„Maðurinn minn fyrrverandi
Gamla
auglýsingin
21. desember 1979Tímavélin
Reykjavik Raincoats
LAUGAVEGUR 62, 101 RVK
www.reykjavikraincoats.com
info@reykjavikraincoats.com
Sími: 5711177
„Ég fór bara, söng og varð fyrsti
Íslandsmeistarinn í karókí“
n Íslendingar uppgötvuðu karókí í byrjun tíunda áratugarins og þá var ekki
aftur snúið n Inga Sæland fyrsti Íslandsmeistarinn
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Æði, æði, æði Karókí varð
fljótt mjög vinsælt sport.
Óvæntur sigurvegari Inga Sæland,
fyrsti Íslandsmeistari í karaoke.