Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 92

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 92
92 FÓKUS 22. nóvember 2019 n Kvikmyndin Bergmál hangir ekki alveg saman n Glæsileg hugmynd en erfið fæðing K vikmyndin Bergmál markar einstaka tilraun á íslenskum fleti og sam- anstendur af tæplega sex- tíu senum, eða tæplega sextíu tökum réttara sagt. Atriðin eru alveg sjálfstæð og ótengd og enginn hefðbund- inn „bíóþráður,“ ef svo mætti að orði komast. Öllu heldur skal líta á þetta eins og sketsamynd eða listræna samsuðu af Vine-mynd- brotum, nema hér er þemað hvað Ísland getur verið melankólískt eða grátbroslegt í kringum jóla- tímann. Og hvað náttúra og fólk getur verið annaðhvort unaðs- lega fallegt eða hin mestu fífl. Með sinni þriðju kvikmynd í fullri lengd málar Rúnar Rúnars- son upp forvitnilegt og einlægt portrett af íslensku þjóðfélagi með stuttum innlitum, sumum bersýnilega leiknum en öðrum eins og teknum úr heimildaefni. Myndavélin er ávallt kyrrstæð, læst og aldrei er klippt í miðj- um senum. Þarna sækir Rúnar grimmt í þá list að gera áhorfand- ann að flugu á vegg og þykir ekki ólíklegt að Rúnar hafi verið und- ir miklum áhrifum frá sænska stílistanum Roy Andersson. Törn og tíðarandi Líkt og maður nokkur segir í myndinni sjálfri: „Það kostar ekk- ert að láta sig dreyma“. Þessi hugs- un yfirgnæfir allan þann tilrauna- kennda gjörning sem myndin er. Vandinn við heildarverkið er sá að þráðurinn er alltof þunnur og heildarhugmyndin fullbreið til að ná einhverri dýpt úr umfjöllunar- efninu og þemum þess. Titillinn Bergmál hefur engan tilkomu- mikinn tilgang nema kannski að sýna hversu hátt glymur í tunnunni, þótt hún og allir sem komu að gerð hennar eigi skilið væna jólagjöf í formi klapps. Hugmyndin er í grunninn gargandi snilld, en hvað er gert við hana er önnur umræða. Heildarbragur lokaniðurstöð- unnar er vissulega athyglisverð- ur en ábótavant og hefur lítið að segja almennt. Þetta kemur allt minna út eins og upplifun eða að hver stök eining sé nauðsynleg- ur fylgihlutur stærri myndarinn- ar og meira eins og samansafn uppfyllingarefnis, með stórfín- um gullmolum inni á milli. Senan með barnsfæðingunni (í beinni útsendingu, takk fyrir) hittir til að mynda alveg í mark ásamt atriði þar sem við gægjumst inn á vakt Neyðarlínunnar. Stundum eru þó bútarnir ein- faldlega ekkert mikilfenglegri en snöggt innlit í fitnesskeppni eða gæludýr að bregðast við flug- eldum. Þetta er fínt myndefni út af fyrir sig, en það er hvorki lífs- nauðsynlegt fyrir DNA myndar- innar né fróðleg og gefandi inn- sýn í íslenskan raunveruleika á hátíðartíma. Hvar er jólastressið? Búðaráfið, matarboðin og tilheyr- andi skepnuskapur sem fylgir törninni og tíðarandanum? Íslensk kvikmyndagerð í lúppu Rúnar reiðir sig fullmikið á að áhorfandinn hangi á tenging- um senanna við eigið líf og bæti þar af leiðandi allri merkingu við þegar lítill grunnur er þegar til staðar. „Já, djöfull tengi ég þarna,“ eða „Við þekkjum öll einn svona“ virðist vera nærri þeirri nálgun sem sóst er eftir frekar en að gera túlkun og uppfyllingu áhorfand- ans að bónus. Sjaldan, en þó ör- sjaldan, koma fyrir kaflar sem lykta af harðri samfélagsádeilu, sem meira hefði mátt vera af – eða kannski tilfinningum sem ristu dýpra og sögðu meira með minna. Rúnar er alltof mikið á melankólíska grámyglusvæðinu til að fanga betri nærmynd af feg- urð og ljótleika lífsins. Í staðinn er bara léttdramatískur hvers- dagsleikinn uppmálaður. Hann er það afar faglega að sjálfsögðu og sum innlitin eru virkilega gríp- andi og gætu staðið sjálfsætt sem flottar míkrómyndir. En þú fengir í rauninni jafnmikið út úr því eða að flakka á milli sjónvarpsstöðva í 70 mínútur, sérstaklega ef eina efnið sem er í boði er íslenskar kvikmyndir og þættir. Eins flott og tilraunin er þá sýnir hún einfaldlega hvernig grámygla íslensks bíós er fast í lúppu, og á færibandi. Stundum laumast inn glettinn húmor og tilþrifarík áhersla á mannlega þáttinn. Oftar blasir þó við risa- stór skammtur af engu með sykri. Þó kemur fyrir að í góðu lagi sé að dást að glassúr. En að öllu þessu sögðu, þá þyrfti Ísland virkilega að prófa að gefa út sketsamynd í bíó. n Í stuttu máli: Hinn bærilegasti sam- tíningur sundurslitinna atriða, sem eru flest vel gerð og leikin, en sterkari heildarsvipur á þemum og meiri kraftur hefði gert afraksturinn að sér- íslenskri jólaperlu. Sjáðu þessa ef þú kannt að meta: Forvitnilegt fjarstýringarflakk, veigalítill gjörningur Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Babies V ill ilj ós Rokk í Reykjavík N ew Y or k, I Lo ve Y ou Fíaskó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.