Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 98

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Síða 98
98 MATUR 22. nóvember 2019 Dustið ávexti og ber með smá hveiti áður en þið bætið þeim út í kökudeig svo ávextirnir sökkvi ekki niður á botn. Það sama á við um súkkulaðibita. Leyfið kökum að kólna í formunum í um það bil korter. Ef þið takið kökurnar úr formunum strax geta þær liðast í sundur og orðið að ein- hverju stórslysi. Ef þú ert óviss um hvort lyftiduftið sé í lagi er þjóðráð að setja eina teskeið af lyftidufti í vatnsglas. Ef blandan freyðir ekki er lyftiduftið ónýtt og á best heima í ruslatunnunni. Það getur tekið dágóða stund að sigta þurrefn- in en það borgar sig. Þá losnar maður við alla kekki og kökurnar verða léttari í sér. Hljómar það ekki vel? Ef þú nennir ekki að baka frá grunni og vilt frekar grípa kökumix þá dæmi ég þig ekki! En ég vil bara segja þér að þú getur gert kökuna þúsund sinnum betri með því að nota smjör í staðinn fyrir olíu og mjólk í staðinn fyrir vatn. Þú getur jafnvel prófað að bæta við einu eggi umfram það sem stendur á leiðbeiningunum. Alveg satt! Vissir þú að þú getur notað Jello hlaup duft til að lita krem og glassúr? Það er ágætis tilbreyting frá matarlitnum og gefur ansi hressandi bragð í þokkabót. Það er svo lítið mál að það er hlægilegt! Taktu þér smjörpappír í hönd og klipptu út ferhyrninga sem eru 13 cm. x 13 cm. – eða í hvaða stærð sem er. Notaðu glas til að móta ferhyrningana og þá er það komið! Ef þú vilt skrifa á köku, til dæmis með súkkulaði eða kremi, en ert pínulítið efins um að það takist, þá er um að gera að taka sér smjörpappírsörk í hönd. Klipptu út bút sem er jafnstór og eins í laginu og kakan og skelltu honum á plötu eða disk sem er flatur. Skreyttu smjörpappírinn og þurrk- aðu hreinlega mistökin af honum ef þú gerir einhver. Þegar þú ert fullkomlega ánægð/ur með skreytinguna skellirðu smjörpappírn- um í frysti í að minnsta kosti hálftíma. Síðan tekurðu skreytinguna varlega af pappírnum og setur á kökuna. Einfalt! Ef þú vilt ganga í augun á gestunum þínum ættirðu að hita hnífinn sem þú skerð kökur með, til dæmis með því að láta heitt vatn renna á hann í smá stund. Sneiðarnar verða fal- legri og það verður auðveldara að skera kökuna. Þetta er svo einfalt en svo ofboðslega mikilvægt atriði. Eitthvað sem ég hef lært af biturri reynslu, skal ég segja ykkur. Þegar maður er nefnilega að leika sér í eldhús- inu þá verður maður oft svo spenntur (þegar ég segi maður þá er ég að tala um sjálfa mig) að maður man ekkert hvað maður gerði og getur því ekki fyrir sitt litla líf endurtekið það. Þannig að kauptu þér litla minnis- bók, punktaðu niður hvað þú gerðir, hvað var gott, hvað virkaði ekki og svo framvegis. Þú átt eftir að þakka fyrir þessa olíubornu minnispunkta seinna meir. Segðu öllum sem þér þykir vænt um frá geggjaðri uppskrift sem þú varst að prófa. Sendu þeim upp- skriftina og leyfðu þeim að njóta hennar líka. Það er nefnilega of- boðslega gaman að miðla baksturs- þekkingu sinni til annarra! Ávextir í kökum Þolinmæði, muniði Lyftiduftstrixið Gamla, góða sigtið Poppaðu kökumixið uppJello til bjargar Búðu til þín eigin múffuform Kauptu þér minnisbók Fullkomin kökusneið í hvert sinn Miðlaðu þekkingunni Auðveldari skreytingaraðferð Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.