Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 101

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 101
FÓKUS 10122. nóvember 2019 Anna prinsessa er dóttir El- ísabetar Bretadrottningar og Philips prins. Hún gekk að eiga Mark Philips árið 1973 en þau skildu árið 1992. Þegar þau voru enn gift hélt Mark framhjá með nýsjálenska kennaranum Heather Tonkin. Hún varð ólétt og sagan sagði að Mark hefði beðið hana um að fara í fóstureyðingu, sem hún gerði ekki. Fáir muna kannski eftir því að Karl Bretaprins deitaði eldri systur Díönu, lafði Söruh McCorquodale, áður en hann og Díana felldu hugi saman. Samband Karls og Söruh ku hafa endað því hún vildi ekki giftast honum. Það varð uppi fótur og fit í Buckingham-höll þegar The Sun skrifaði upp úr símtali á milli Díönu prinsessu og meints elskhuga hennar, James Gilbey, árið 1992. Þá var Díana enn þá gift Karli en James kallaði Díönu gælunafninu „squidgy“ 53 sinnum í samtalinu og sagðist elska hana. Málið fékk viðurnefnið „Squidygate“ út af gælu- nafninu. Stuttu síðar skrifaði ástralskt tímarit upp úr samtali Karls Bretaprins og núverandi eiginkonu hans, Camillu Parker Bowles. Það símtal var ansi gróft og var kallað „Camillagate“. Í símtalinu klæmdust þau hvort við annað og sagðist Karl meðal annars vilja breyta sér í túrtappa svo hann gæti búið í nærbuxum Camillu. Það voru ýmis hneyksli sem komu upp í sambandi Karls og Díönu heitinnar. Eitt af þeim var þegar því var haldið fram að Karl væri ekki faðir Harrys Bretaprins. Díana játaði í viðtali að hafa haldið framhjá Karli, til dæmis með hermanninum James Hewitt, en þeir Harry eru sláandi líkir. Andrew prins hefur vakið usla áður innan konungsfjöl- skyldunnar, til dæmis þegar hann kynnti Elísabetu drottn- ingu fyrir kærustu sinni, Kathleen „Koo“ Stark árið 1982. Drottningin vissi ekki að Kathleen var klámstjarna en bresku slúðurblöðin skemmtu sér við að birta myndir af nýju kærustunni fáklæddri. Það fór um Breta þegar kom í ljós að George V og Mary drottning höfðu eignast sjötta barnið, John prins. Hann fæddist árið 1905 en dó aðeins þrettán ára gamall árið 1919. Hann var með flogaveiki og var haldið í einangrun og til- vist hans leynt fyrir heimin- um þar til eftir dauða hans. Konungsfjölskyldan leit á flogaveikisköstin sem veik- leikamerki og því fékk al- menningur ekkert að vita. Aftur að Andrew prins, eða fyrrverandi eiginkonu hans, Söruh Ferguson. Hún var grip- in af News of the World árið 2010 og sökuð um að falast eftir mútugreiðslum frá blaða- manni til að koma á sambandi á milli blaðamannsins og Andrews prins. Svo eru það bræðurnir Harry og Vilhjálmur. Harry hefur verið duglegur að hneyksla í gegnum tíðina. Hann fækkaði til dæmis fötum í teiti í Las Vegar árið 2012 og myndunum var lekið til The Sun. Þegar hann var sautján ára var hann sendur í eins dags með- ferð eftir að hafa játað fyrir föður sínum að hafa prófað marijúana nokkrum sinnum, sem og áfengi. Svo þurfti Harry einnig að þola miklar ákúrur þegar hann mætti sem nasisti í búningapartí og myndum af því var lekið í fjölmiðla. Hann baðst afsökunar á því og sagði valið á búningnum óheppilegt. Þá var Vilhjálmur einu sinni staðinn að því að dansa ögrandi dans við áströlsku fyrirsæt- una Sophie Taylor, eftir að hann byrjaði með Kate Middleton. Kate Middleton fór síðan í mál við tímaritið Closer eftir að það birti myndir af henni berri að ofan í sólbaði árið 2012. Kate vann málið og þurfti Closer að borga 118 þúsund dollara í skaðabætur. Eftir að Harry festi ráð sitt og byrjaði með leikkonunni Meghan Markle skók annað hneyksli prinsinn, nú vegna tengdaföður hans. Meghan þurfti að ganga sjálf upp að altarinu þegar hún gekk að eiga Harry því faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki. Þau feðginin eru ekki í góðu sambandi eftir að Thomas rasaði út í fjölmörgum blaða- viðtölum um dóttur sína í að- draganda brúðkaupsins. LAUMUBARNIÐ FAÐIR BRÚÐARINNAR TÝNDI SONURINN DEITAÐI SYSTUR DÍÖNU VILDI BÚA Í NÆRBUXUM CAMILLU HARRY OG FAÐIRINN KONUNGLEG KLÁMSTJARNA MÚTUÞÆGNI NEKT OG NASISTAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.