Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 102

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Page 102
102 22. nóvember 2019STJÖRNUSPÁ S amherjamálið hefur verið á allra vörum undanfarið og hafa einhverjir efast um hæfi Kristjáns Þórs Júlíus- sonar í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna ríkr- ar tengingar við fyrirtækið Sam- herja og forstjóra þess, Þorstein Má Baldvinsson. DV ákvað að leggja tarotspil fyrir Kristján Þór, en lesendur DV geta dregið sín eigin tarotspil á vef DV. Ekki lofa upp í ermina Fyrsta spilið sem kemur upp hjá ráðherranum er 10 stafir. Það spil túlkar ástandið eins og það er núna. Það er mikill erill í lífi ráðherrans og standa á honum öll spjót, spjót sem hann hefur að einhverju leyti brýnt oddinn á sjálfur. Honum er ekki sætt í sínu embætti í núverandi mynd, það er ekki flóknara en svo. Sam- starfsmenn hans benda honum á þetta og verður hann tilneydd- ur til að fela þeim sum af verk- efnunum sem hann getur ekki haft á sínu borði. Svo er gott fyr- ir Kristján Þór að hafa í huga í framtíðinni að lofa ekki upp í ermina á sér og taka að sér verk- efni sem hann veit að geta komið honum í klandur. Fetar nýja braut Næsta spil er Heimurinn. Það táknar þann tíma sem kemur þegar að Samherjamálinu er lok- ið. Kristján Þór skilur sáttur við sitt embætti og nær að ljúka sinni embættistíð með sóma. Við það að horfast í augu við sannleikann og sjálfan sig finnur hann fyrir áður óþekktu jafnvægi innra með sér. Þetta jafnvægi eykur gleði og ánægju í hans lífi. Vegna mikillar reynslu og hagstæðs flokks verð- ur Kristján Þór ekki lengi að finna sér nýjan vettvang og hrynja tæki- færin nánast yfir hann. Nýr kafli hefst þar sem ráðherrann lærir mikilvæga lexíu af reynslu í sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytinu. Flutningar Síðasta spilið er Breytingar. Það er áframhald að fyrra spili og tákn- ar þann umbrotatíma sem verð- ur þegar Samherjamálinu lýkur. Það er ekki aðeins að Kristján Þór leiti á nýjan starfsvettvang heldur verða miklar og stórar breytingar í hans einkalífi. Kæmi spákonu DV ekki á óvart ef hann flytti á annan stað, jafnvel úr landi, þegar ráðu- neytisdagarnir eru taldir. Þessar breytingar munu gera honum gott og reyna á aðlögunarhæfni hans, sem er afar mikil. Kristján Þór gerir upp fortíðina og fagnar framtíðinni. stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 24.–30. nóvember Þú ert kannski ekki viðbúin/n því en ástalífið tekur þvílíkum kipp í vikunni! Lofaðir hrútar eiga von á að makinn komi þeim þvílíkt á óvart á meðan einhleypum hrútum er boðið á stefnumót í gríð og erg. Í stuttu máli eru allir bara vitlausir í þig og þú mátt alveg halla þér aðeins aftur og bara njóta þess. Lofuð naut hafa upplifað sig frekar stöðnuð í núverandi sambandi og hafa jafnvel velt fyrir sér hvort þau ættu að gefa ástina upp á bátinn. Í vikunni snýst þér hugur því þú ákveður að gera allt sem í þínu valdi stendur til að tendra neistann á nýjan leik. Og viti menn – það verður talsvert auðveldara en þú hélst! Loksins er allt á uppleið hjá tvíburanum. Eftir marga mánuði af alls kyns hugar- angri og áhyggjum snýrðu við blaðinu og tekur rækilega til. Hugsanlega tekur þú loksins stóra skrefið og hættir í vinnunni sem hefur ekki veitt þér neina gleði og finnur annan starfsvettvang sem þú blómstrar á. Gangi þér vel! Krabbinn iðar ávallt af lífi og er alltaf til í að taka þátt í gleði af ýmsu tagi – nema akkúrat núna. Það er einhver smá deyfð yfir þér og hugsanlega tengist það myrkrinu og jólunum sem nálgast. Þú ert nefnilega mikið jólabarn en oft kveikir jólaundirbúningur á leiðum tilfinningum hjá þér. Þá er gott að halla sér að sínum nánustu og tala út um það. Þú ert náttúrlega ekki eðlilega þrjóskur einstaklingur og gefst aldrei upp. Nú er hins vegar kannski kominn tími á að þú hreinlega gefist upp á annaðhvort verkefni, vinnu eða maka. Þú ert komin/n á endastöð og þér finnst þú svikin/n. Þú getur ekki lagað alla og stundum þarftu bara að hugsa um þig. Einhleypar meyjur öðlast nýtt líf í vikunni og daðra eins og enginn sé morgun- dagurinn eftir frekar mikla deyfð í stefnumótalífinu. Lofaðar meyjur eru líka óvenju villtar og hafa frumkvæði að alls kyns skemmtilegheitum undir sænginni, ofan á henni, inni í baðherbergi eða úti á svölum. Gaman að því! Nú stendur þú á krossgötum og þarft að setjast niður og hreinlega skrifa niður hvað sé þér mikilvægast. Búa til eins kon- ar forgangsröð og vinna eftir henni statt og stöðugt. Þú ert á höttunum eftir nýju verkefni og nærð að koma því ofarlega í forgangsröðina. Það þýðir bara eitt – skemmtilegir tímar framundan! Það er mikið um að vera í vinnunni hjá þér og fram til jóla og yfir áramótin. Nú færðu loksins tækifæri til að láta ljós þitt skína og það gerir þú svo sannarlega. Þú tekur ábyrgð og fer vel með hana, kemur vel saman við fólk og drífur hluti áfram. Það ætti ekki að koma þér á óvart að stöðuhækkun er handan jólatrésins. Þú þarft að finna hvenær á að slaka á og hvenær á að gefa í. Síðustu vikur hefur þú bara verið stanslaust í fimmta gír. Það er hins vegar mjög mikilvægt fyrir þig að hvílast til að geta verið endurnærð/ur þegar að á reynir – bæði í persónulegum samböndum sem og vinnunni. Nú þarftu að hafa varann á kæra steingeit. Það er einhver að reyna að fella þig, jafnvel niðurlægja þig í persónulega lífinu. Alls ekki treysta þeim sem koma óvænt inn í líf þitt eftir langa fjarveru og biðja þig um eitthvað sérstakt. Passaðu þig rosalega vel á fólki sem lofar öllu fögru en stendur ekki við það. Þú hefur staðið þig rosalega vel að undanförnu í að hugsa um þig sjálfa/n. Það er að bera ávöxt núna því þú gjör- samlega geislar af sjálfstrausti og gleði. Þú ert kynnt/ur fyrir nýrri manneskju sem þú kolfellur fyrir og manneskjan laðast að þér. Þú skalt passa þig á þessum einstaklingi – hann er ekki allur þar sem hann er séður. Ef þér líður eins og þú hafir enga stjórn í núverandi sambandi þá er það líklegast rétt hjá þér. Þú hefur lúffað of mikið, látið ýmislegt yfir þig ganga og ekki staðið í lappirnar og á þínu. Nú er komið að skuldadögum og þetta er eitthvað sem þú getur ekki breytt til baka. Þá er mikilvægt að skilja í sátt og takast á við nýjar áskoranir. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar n 24. nóvember Gunnar Helgason, leikari og leikstjóri, 54 ára n 25. nóvember Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðakona, 37 ára n 26. nóvember Einar Eyjólfsson prestur, 61 ársx n 27. nóvember Klara Ósk Elíasdóttir söngkona, 34 ára n 28. nóvember Þórir Ólafsson handknattleikskappi, 40 ára n 29. nóvember Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, 54 ára n 30. nóvember Áslaug Arnar Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, 29 ára Lesið í tarot Kristjáns Þórs Þórey og Magnús ástfangin – Svona eiga þau saman Þórey Fædd 18. ágúst 1972 Ljón n skapandi n ástríðufull n gjafmild n hlý n þrjósk n hrokafull Magnús Orri Fæddur: 23. apríl 1972 Naut n áreiðanlegur n þolinmóður n hagsýnn n ábyrgur n þrjóskur n eigingjarn Þ órey Vilhjálmsdóttir, ráð- gjafi hjá Capacent, og Magnús Orri Schram, fyrr- verandi alþingismaður, eru nýtt par, en þau hafa bæði verið mjög áberandi í þjóðlífinu undan- farin ár. Ástin er ný af nálinni en DV lék forvitni á að vita hvern- ig skötuhjúin eiga saman þegar kemur að stjörnumerkjunum. Magnús Orri er naut en Þórey er ljón. Tveir afskaplega þrjóskir einstaklingar koma hér saman í ástarsambandi, sem getur orðið ansi hreint farsælt. Af hverju? Jú, því þessir tveir sterku einstak- lingar vita upp á hár hvernig á að fóðra egó hins aðilans. Í raun eru þarfir nauts og ljóns mjög svipaðar; bæði merki vilja vera elskuð og að það sé hugsað um þau. Ljónið elskar hrós og að vera dáð og dýrkað og nautið þarf einnig mikið af athygli. Sem elskhugar eru þau trygglynd og svíkja ekki fólkið sem stendur þeim næst. Bæði merki elska þægindi og lúxus og eru einnig afar kapp- söm. Þau elska að vera í stjórn- unarstöðum og þessi þörf fyrir að stjórna og hafa rétt fyrir sér hjá þeim báðum getur orðið til þess að babb komi í bátinn í sam- bandinu. Þau þurfa því að leggja sig fram við að skilja þarfir hvort annars og kunna að miðla mál- um. Rifrildi um hver á að stjórna geta skemmt allt og því þurfa þau að tala vel saman og átta sig á hlutverkum sínum innan sam- bandsins frá fyrsta degi. Ekki sætt í embætti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.