Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Side 108

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Side 108
108 FÓKUS 22. nóvember 2019 Þau eru systkin - Gengur list og pólitík í genum? n Þetta eru systkinin sem þú vissir ef til vill ekki af n Söngelsk systkin og saman á Alþingi Í sland er lítið land og því kem- ur lítið á óvart að ýmsir þekktir landsmenn tengist blóðbönd- um. Það sem kemur aftur á móti örlítið á óvart er skoðunin á því hverju viðkomandi einstak- lingar deila frekar en sameigin- legum fjölskylduboðum. Þetta eru þeir Íslendingar sem þú vissir kannski ekki að væru systkin. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Nanna Kristín Magnúsdóttir, leik- og kvikmyndagerðarkona, er systkinamörg en einn af bræðrum hennar er Jónas Breki Magnússon, skartgripahönnuð- urinn á bak við merkið BREKI. Jónas uppgötvaði ást sína á skartgripagerð þegar hann spil- aði íshokkí sem atvinnumaður í Finnlandi og lærði iðnina síð- ar í Kaupmannahöfn. Nanna Kristín er Íslendingum vel kunn og hefur heillað þjóðina í leik- listinni síðustu áratugi, til að mynda í kvikmyndunum París norðursins og sjónvarpsþáttun- um Pabbahelgum. Leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson og leikkonan Helga Braga Jónsdóttir eiga sama föður. Helga Braga hefur verið Íslendingum vel kunn í áraraðir, frá og með upp- risu Fóstbræðra, en Hjörtur hefur mikla reynslu af leik- hússenunni og hefur kom- ið víða fram í sjónvarpi og kvikmyndum. Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður hjá eftirlitsstofnun EFTA og bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og hæstaréttarlögmaðurinn Gestur Jónsson eru systkin. Gestur hefur getið sér gott orð við að verja þekkta menn úr viðskiptalífinu eins og Sigurð Einarsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Emmsjé Gauti, einn fremsti rappari landsins, er fjarri því að vera sá eini í ættinni sem spreytir sig á sviði listarinnar. Systir hans, tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, sem gengur einnig undir listamanns- nafninu Young Karin, er ekki síður hæfileikarík. Þau vita hvað þau syngja. Eflaust má segja að leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir og systir henn- ar, Lísa Kristjánsdóttir, eigi líflegar umræður um pólitík í jóla- boðum og á fjölskyldusamkomum. Ilmur var varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Bjarta framtíð hér um árið en Lísa var um skeið að- stoðarkona Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en það var á þeim tíma þegar Katrín var formaður Vinstrihreyfingarinnar. Hver segir svo að megi ekki ræða um pólitík við matarborðið? Hjalti Rúnar Jónsson leikari og Eyvindur Karls- son tónlistarmaður eru hálfbræður. Þeir eru synir Maríu Sigurðardóttur, sem var einu sinni leik- hússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Það vantar svo sannarlega ekki listsköpunina á þeim bæ. Leikkonan og skartgripa- hönnuðurinn Slegist um titlana Pólitík í boðinu Hæfileikarík hálfsystkin Systkin sem syngja Tilfinningar og tónlist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.