Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Page 11

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Page 11
11www.virk.is VIRK Hvert fara einstaklingarnir? Þann 1. febrúar síðastliðinn höfðu 1902 einstaklingar sem leitað hafa til ráðgjafa VIRK lokið þjónustu. Framfærslustöðu þessara einstaklinga við útskrift má sjá á mynd 13. Eins og sjá má þá hefur meirihluti einstaklinga sem lýkur þjónustu hjá VIRK framfærslu sem bendir til fullrar vinnugetu við útskrift (er í launuðu starfi, atvinnuleit eða í lánshæfu námi) eða rétt tæplega 70%. Um er að ræða talningu á stöðugildum þannig að ef t.d. einstaklingur hefur einungis vinnugetu að hluta og er í hlutastarfi þá er einungis sá hluti skráður í laun á vinnumarkaði. Fullyrða má að árangur af starfsendurhæfingarferli ein- staklinga hjá VIRK sé í raun betri en fram kemur á þessari mynd þar sem talsvert er um það að einstaklingar ljúki þjónustu hjá VIRK með vinnugetu að hluta t.d. í 50% starf en þessir einstaklingar hafa ekki möguleika á að fá 50% örorkulífeyri hjá TR og sækja því um fullar örorkubætur við útskrift og eru þá skráðir að fullu sem örorkulífeyrisþegar við útskrift jafnvel þó starfsgeta sé til staðar að mati þeirra sjálfra og sérfræðinga í þverfaglegum matsteymum. Mikilvægt er að taka á þessum alvarlega veikleika í bótakerfinu og um það er fjallað betur í greininni „Starfsgeta, þátttaka og velferð“ á bls. 44 í þessu ársriti. Mynd 13 byggir á talningu stöðugilda tiltekinnar framfærslu við útskrift, önnur leið við að meta árangur er síðan að líta á þann fjölda einstaklinga sem er í launuðu starfi, í atvinnuleit eða í námi við útskrift og sjá þannig það hlutfall einstaklinga sem er í virkni sem bendir til vinnugetu að fullu eða að hluta til. Þessar upplýsingar má sjá á mynd 14. Eins og sjá má þá eru um 83% einstaklinga í vinnu, atvinnuleit eða í námi við lok þjónustu hjá VIRK. Þegar árangur af starfsendurhæfingar- þjónustu er skoðaður þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því hver staða einstaklinganna var þegar þeir komu í þjónustuna. Bestur árangur næst þegar einstaklingar koma snemma og eru enn með vinnusamband við komu til ráðgjafa. Þetta má sjá í töflu 3. Þar eru teknar saman upplýsingar um þá sem hafa lokið þjónustu hjá ráðgjöfum VIRK – hver framfærsla þeirra var við komu til Mynd 11 Menntun Einstaklingar sem hafa leitað til VIRK - hlutfallsleg skipting eftir menntunarstigi Framhaldsskóli - stúdentspróf Réttindanámskeið (t.d. meirapróf) Háskóli Iðnskóli eða annar skóli til réttindanáms Skyldunám eða minna 16% 17% 20%11% 36% „Umfang starfsemi VIRK hefur vaxið mikið undanfarin fjögur ár og framundan er áframhald- andi vöxtur með mörgum stórum og mikilvægum verkefnum. Á sama tíma er unnið hörðum höndum að því að bæta vinnuferla og þróa árangursríkt vinnulag til framtíðar.“ Mynd 10 Starfsgreinar Einstaklingar sem hafa leitað til VIRK - hlutfallsleg skipting eftir starfsgreinum Ósérhæft starfsfólk Tæknar og sérmenntað starfsfólk Véla- og vélgæslufólk Þjónustu-, umönnunar og sölustörf Iðnaðarmenn Stjórnandi eða embættismaður Sérfræðistörf Bændur og fiskimenn Skrifstofustörf 2% 32% 22% 7% 9% 9% 3% 4% 12%

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.