Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Síða 12

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Síða 12
12 www.virk.is VI RK ráðgjafa þ.e. í stöðugildum og hversu stórt hlutfall þeirra útskrifast með vinnugetu – þ.e. fara annað hvort í launaða vinnu, í atvinnuleit eða í lánshæft nám. Þessir einstaklingar höfðu ekki vinnugetu við komu til ráðgjafa VIRK. Tölur eru skráðar sem stöðugildi þannig að ráðgjafar skrá framfærsluhlutfall og hvaðan framfærslan kemur hjá viðkomandi einstaklingum og breytingar á því. 89% stöðugilda þeirra einstaklinga sem eru enn á launum í veikindum frá atvinnurekanda þegar þeir koma til VIRK útskrifast frá VIRK með fulla vinnugetu (þ.e. eru annað hvort í launaðri vinnu, atvinnuleit eða í lánshæfu námi við útskrift). Þetta á síðan við um 72% þeirra sem fengu dagpeninga hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga við komu til VIRK, 46% einstaklinga á endurhæfingarlífeyri og 37% örorkulífeyrisþega. Þ.e. hlutfall þeirra sem útskrifast með vinnugetu lækkar eftir því sem framfærslan á sér stað fjær vinnumarkaðnum við komu til VIRK. Þetta er í samræmi við rannsóknir og reynslu annarra aðila í starfsendurhæfingu bæði hér á landi og erlendis. Fylgst er með framfærslustöðu þátt- takenda eftir að þeir útskrifast frá VIRK. Hringt er í alla sem hafa útskrifast 3-4 sinnum eftir útskrift. Fyrst eftir 6-9 mánuði, síðan eftir 1 ár, 2 ár og 3 ár. Starfsendurhæfingarþjónusta nær ekki alltaf að skila árangri til framtíðar fyrir alla einstaklinga og það er eðlilegt þar sem ýmislegt getur komið upp á hjá einstaklingum eftir að þeir hafa lokið þjónustunni. Sjúkdómar geta versnað og tekið sig upp aftur og aðstæður geta breyst því oft er um að ræða einstaklinga sem búa t.d. við erfiðar félagslegar aðstæður. Það er hins vegar mikilvægt að reyna að fylgjast með afdrifum einstaklinga eins og unnt er til að geta metið langtíma árangur af starfs- endurhæfingu og hvort unnt sé að gera enn betur í starfsendurhæfingarferlinu. Um 600 manns sem hafa útskrifast frá VIRK hafa gefið upplýsingar um framfærslustöðu sína í fyrsta stöðumati sem á sér stað eftir 6-9 mánuði frá útskrift. Tafla 4 hér á eftir inniheldur upplýsingar um hlutfall fullrar vinnugetu við útskrift og fyrsta stöðumat hjá um 540 þessara einstaklinga. Í töflunni er reiknað upp hlutfall stöðugilda þessara einstaklinga þar sem framfærslan er annað hvort launuð vinna, atvinnuleit eða lánshæft nám við útskrift og 6-9 mánuðum eftir útskrift hjá þessum sömu einstaklingum miðað við mismunandi framfærslustöðu þeirra við komu til ráðgjafa í upphafi. Allir þessir einstaklingar voru án vinnugetu við komu til ráðgjafa en með mismunandi framfærslustöðu eins og kemur fram í fyrsta dálki töflunnar. Eins og sjá má þá lækkar aðeins hlutfall þeirra einstaklinga sem eru með fulla vinnugetu eftir 6-9 mánuði frá útskrift. Hins vegar þá er munurinn ekki mikill sem gefur til kynna að þjónustan hefur í flestum tilfellum skilað árangri til lengri tíma. Áfram verður fylgst með þessum einstaklingum og aftur haft samband við þá þegar 1 og 2 ár eru liðin frá útskrift. Mynd 13 Framfærslustaða einstaklinga í lok þjónustu hjá VIRK Hjá um 1900 einstaklingum sem hafa lokið þjónustu Laun á vinnumarkaði Endurhæfingarlífeyrir Atvinnuleysisbætur Annað Námslán Örorkulífeyrir 52% 14% 3% 3% 22% 6% Hvað hefði verið hægt að gera til að auðvelda endurkomu til vinnu? Byggt á svörum um 700 einstaklinga sem töldu að hægt hefði verið að auðvelda þeim betur endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys 25% 20% 15% 10% 5% 0% 3% 8% 10% 12% 13% 15% 18% 21% Mynd 12 En du rm en ntu n Að sto ð f rá sa ms tar fsf ólk i Bre yta vi nn utí ma Bre yta vi nn uu mh ver fi Sím tal frá vi nn uv eit an da Sty tta vi nn utí ma Til fæ rsl a í st arf i Bre yta vi nn us kyl du m
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.