Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Side 13

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Side 13
13www.virk.is VIRK Vinnuferlar og starfsgetumat Vinnuferlar hjá VIRK eru í stöðugri þróun og er það nauðsynlegt til að mæta breyttum aðstæðum og nýta aukna þekkingu og reynslu innan VIRK. Ráðgjafar VIRK og sérfræðingar í þverfaglegum matsteymum taka virkan þátt í þessari þróun. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarið að stytta ferilinn í grunnmati og nýta betur ýmis starfsendurhæfingarúrræði sem eru í boði um allt land. Einnig hefur verið lögð áhersla á meiri ögun og skýrari verkferla bæði hjá ráðgjöfum og í þverfaglegum matsteymum. Mikil uppbygging átti sér stað í þverfag- legu mati hjá VIRK á árinu 2012. Sérfræðingum í þverfaglegum matsteym- um fjölgaði mikið og ríkari áhersla var lögð á að koma með þverfaglega sýn fyrr í starfsendurhæfingarferlið og að það eigi sér stað í byrjun ferlis þegar einstaklingar búa við flóknar og erfiðar aðstæður. Mikilvægt er að hver og einn einstaklingur fái ítarlegt faglegt mat á stöðu sinni þannig að starfsendurhæfingaráætlun sé raunhæf, markviss og árangursrík. Aukið samstarf hefur einnig átt sér stað við erlenda aðila varðandi þróun á starfsgetumati. Formlegt samstarf er við endurhæfingarstöðina Rauland í Noregi og verið er að útvíkka það samstarf þannig að það nái til um 6 NAV skrifstofa í Noregi. NAV er stofnun sem sér um allar bóta- greiðslur og mat á vinnugetu einstaklinga í Noregi. Það er einnig í undirbúningi að byggja upp aukið samstarf við bæði Dani og Svía um gagnkvæma þekkingarmiðlun ásamt frekari þróun og nýtingu á matinu. Á síðasta ári hófst innleiðing hjá VIRK á gæðahandbók. Þar er lögð áhersla á að ráð- gjafar, sérfræðingar og starfsmenn, vinni eftir samræmdum og skilgreindum gæða- og öryggiskröfum í starfsendurhæfingu á landsvísu. Einnig er verið að auka eftirlit með innri verkferlum og þeim úrræðum sem VIRK notar til að styðja einstaklinga við að komast út á vinnumarkaðinn 17% 9% 17% Mynd 14 Hlutfall einstaklinga á vinnumarkaði eða í námi við lok þjónustu hjá VIRK Í launaðri vinnu Annað Í atvinnuleit Í námi57% Um 540 einstaklingar sem hafa útskrifast og farið í gegnum fyrsta stöðumat eftir útskrift: Laun á vinnumarkaði 91% 83% Atvinnuleysisbætur 92% 73% Sjúkrasjóður stéttarfélaga 76% 69% Endurhæfingarlífeyrir 48% 44% Örorkulífeyrir 35% 33% Laun í veikindum 79% 8% 2% 89% Atvinnuleysisbætur 49% 35% 3% 87% Sjúkrasjóður stéttarfélaga 50% 18% 4% 72% Engar tekjur 51% 17% 4% 72% Endurhæfingarlífeyrir 32% 11% 3% 46% Fjárhagsaðstoð 24% 14% 0% 38% Örorkulífeyrir 34% 2% 1% 37% Staða við komu til ráðgjafa Tafla 3 Tafla4 Hlutfall með vinnugetu: Við útskrift 6-9 mánuðum eftir útskrift Framfærslustaða við komu til ráðgjafa Hlutfall stöðugilda við lok ráðgjafar: Í launaðri vinnu Í atvinnuleit Á námslánum Samt. með vinnugetu

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.