Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Page 21

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Page 21
21www.virk.is VIÐTAL þá – og auðvitað látum við rödd okkar heyrast. Sérfræðingarnir hafa alls konar menntun; í þeirra röðum er að finna m.a. félagsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkraþjálfara. Ef um stoðkerfisvanda einstaklings er að ræða getum við ráðfært okkur t.d. við sjúkraþjálfara, ef vandinn er sálfræðilegs eðlis er það sálfræðingurinn sem maður snýr sér til og þannig mætti lengi telja. Ég hef verið sérlega heppin með sérfræðinga.“ Horft til margra þátta „Endurhæfingaráætlun vinnum við ýmist sjálfar og/eða leitum til sérfræðinga VIRK eða annarra úrræðaaðila. Þegar maður hefur unnið í þverfaglegu teymi er samráð eðlilegt ferli og að finna út úr því sameiginlega hver sé besta leiðin í hverju tilviki. Sem iðjuþjálfi er ég vön að horfa til margra þátta –vera sú sem heldur utan um áætlun og samhæfingu hlutanna.“ Hvernig eru þátttakendur hjá VIRK valdir? „Við vinnum meðal annars í samstarfi við styrktarsjóði stéttarfélaganna. Þar fær fólk upplýsingar um VIRK og leiðbeiningar um hvert það geti snúið sér. Í framhaldi af því er viðkomandi boðið að koma í viðtal hjá ráðgjafa. Grundvallarforsenda þess að fólk fái aðstoð hjá VIRK er að um heilsubrest sé að ræða, viðkomandi geti því ekki stundað vinnu en hafi vilja til þess. Þó eru ekki allir í vinnu sem koma til okkar. Sumir koma beint af götunni. Öllum sem leita til VIRK er boðið viðtal þar sem farið er yfir hvers eðlis heilsuvandinn sé og hvað hamli vinnuþátttöku. Eigi viðkomandi við heilsubrest að stríða, andlegan eða líkamlegan, á hann aðgang að þessu kerfi. Sé um einstakling að ræða sem á við áfengis- eða fíkniefnavanda að etja er skilyrði að viðkomandi geti sýnt fram á að hafa stundað edrúmennsku í að minnsta kosti þrjá mánuði áður en hann getur fengið þjónustu frá VIRK. Sama gegnir um fólk sem þarf á bráðaþjónustu að halda, það getur ekki fengið þjónustu hjá VIRK fyrr en það hefur jafnað sig í ákveðinn tíma eftir t.d. aðgerð eða lyfjagjöf. Fólk á öllum aldri leitar til okkar. Stundum neyðumst við til að forgangsraða, því aðsóknin er mikil. Hingað koma m.a. ýmsir sem komnir eru yfir sextugt og geta ekki lengur stundað erfiðisvinnu, t.d. þeir sem hafa unnið hjá Rafiðnaðarsambandinu eða á vettvangi vélstjóra og málmtækni. Viðkomandi einstaklingar hafa kannski fulla starfsgetu — en ekki í þau störf sem þeir hafa verið að sinna. Oft er mjög gaman að vinna með slíku fólki. Það útskrifast frá okkur til léttari starfa og er þá búið að setja sér markmið um hvert það ætli að snúa sér í atvinnuleit. Þetta á raunar líka við um yngra fólk sem missir færni. Mín skoðun er sú að allir geti fengið vinnu sem raunverulega vilja vinna. Kannski er ég óhóflega bjartsýn, en bjartsýni er hins vegar eiginleiki sem ráðgjafi þarf að búa yfir. Það verður að horfa fram á veginn til þess að vinnan sé möguleg.“ Er hætta á því að ráðgjafar fari að „lifa lífi“ þeirra sem eru í ráðgjöf hjá þeim? „Örugglega, en til að koma í veg fyrir slíkt höfum við stuðning og handleiðslu. Þangað getum við leitað ef út af bregður. Í öllu ráðgjafarstarfi er nauðsynlegt að hafa slíkt á bak við sig. Komi eitthvað upp á milli ráðgjafa og einstaklings í ráðgjöf hefur mér reynst best að ræða vandann. Það þarf að koma heiðarlega fram og af hreinskilni. Gangi samvinnan báglega er best að segja t.d.: „Nú upplifi ég að samvinna okkar gangi ekki sem skyldi; hver er þín sýn á málið?“ Slík nálgun leysir oft vandann. Vitaskuld eru sumir þyngri í taumi en aðrir, en til endurgjalds er oft mjög gaman að vinna með slíkum aðilum og sjá hvaða árangri þeir ná á endanum.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.