Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Side 30

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Side 30
30 www.virk.is VI RK Í verslun N1 að Innnesvegi 1 á Akranesi er Ingþór Bergmann Þórhallsson verslunarstjóri. Í samráði við fulltrúa á mann- auðssviði fyrirtækisins samdi Ingþór um starfsendurhæfingu á vinnustað við Sigurbaldur Kristinsson, sem þá hafði um tíma tekið þátt í starfsendur- hæfingu hjá VIRK. Góð reynsla af vinnusamningi Ingþór Bergmann verslunarstjóri Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta og reynslan er mjög góð. Við vinnum þrjú hérna og svo er Sigurbaldur í þessu hlutastarfi. Við vildum fá hann áfram vegna þess að hann fellur vel inn í starfsmannahópinn og hefur auk þess þekkingu sem nýtist vel í starfi.“ Hvernig bar það til að þið tókuð að ykkur að gera þennan samning? „Það kom hérna ráðgjafi frá VIRK í febrúarmánuði árið 2012, fyrir nærri ári, og spurði hvort við hefðum áhuga og tök á að taka mann hér í vinnuprufu,“ segir Ingþór. „Við tókum vel í þessa beiðni og í samráði við mannauðssvið var ákveðið að taka þátt í verkefninu. Í framhaldi af því var Sigurbaldur kynntur fyrir okkur og saga hans. Hann hóf störf í byrjun mars í fyrra og var gerður 8 vikna samningur um verkefnið. Markmiðið var að meta vinnugetu Sigurbaldurs og auka möguleika hans á atvinnuþátttöku.“ Þekktir þú Sigurbaldur áður? „Já, ég vissi hver hann var og þekkti til hans, þótt það hafi ekki haft bein áhrif í þessu sambandi, en líklega hefur það haft áhrif á framhaldið. Akranes er lítið samfélag og við könnumst hvert við annað hér. Fólk á svæðinu þekkti því eða kannaðist við Sigurbaldur og honum var mjög vel tekið af viðskiptavinum.“ Hvaða störf voru honum ætluð? „Honum var ætlað að kynnast starfsemi verslunarinnar. Þetta er varahlutaverslun og aðfangavöruverslun fyrir iðnað. Starfið fól í sér m.a. móttöku á vörulager, áfylling- ar, verðmerkingar og þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina.“ Hafði Sigurbaldur þekkingu á þessu sviði þegar hann kom til ykkar? „Hann er mikill bílaáhugamaður og til okkar var einmitt leitað vegna þess áhugamáls hans. Honum er margt til lista lagt og er nákvæmur og ósérhlífinn þegar kemur að vinnu. Hann féll vel inn í starfið og leysti öll verkefni sem honum voru falin hratt og örugglega.“ Gott samstarf við ráðgjafa VIRK Hafðir þú mótað þér einhverja stefnu um hvernig þú ætlaðir að leysa þetta verkefni? „Nei, ekki beint. Við vissum ekki hvernig hann myndi falla hér inn þannig að við þróuðum þessa þjálfun hans eftir hendinni, má segja. Verkefninu var m.a. ætlað að meta hvort þessi starfsvettvangur hentaði Sigurbaldri og meta starfsgetu hans og starfsþrek við þær aðstæður sem hér eru.“ Hvernig kom hann út úr því mati? „Hann kom ágætlega út úr því. Hann á erindi á almennan vinnumarkað, en á þó við ákveðna erfiðleika að stríða sem varða starfsþrek. Þessu var í upphafi stillt þannig upp að hann ynni í fyrstu tvo tíma á dag og til stóð að sjá hvort hægt yrði að auka það hlutfall er á liði, en svo reyndist ekki. Niðurstaðan varð sú að starfið hentar honum mjög vel en starfsþrek hans jókst þó ekki til muna.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.