Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 47

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 47
47www.virk.is STARFSENDURHÆFING Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI eins fljótt og unnt er, ásamt því að stuðla að meiri sveigjanleika á vinnustaðnum og hvatningu til að ráða inn nýja starfsmenn með skerta vinnugetu. 4.2 Krafa um aukna þátttöku Örorkulífeyriskerfi hjá vestrænum vel- ferðarsamfélögum hafa oft haft það einangraða hlutverk að greiða bætur án þess að veita stuðning eða gera kröfur um virkni og þátttöku í samræmi við getu viðkomandi einstaklinga. Slík kerfi geta dregið úr þátttökuvilja og möguleikum einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði. Flest lönd innan OECD hafa því á undanförnum 10-20 árum unnið markvisst að því að breyta bæði viðhorfum og kerfisuppbyggingu til að auka þátttöku einstaklinga. Meginþættir í þessu breytingarferli eru eftirfarandi (OECD, 2010): Geta í stað vangetu Lögð er áhersla á að leggja mat á getu einstaklinga til starfa fremur en vangetu. Það er jákvæðari nálgun á þjónustu við einstaklinga og getur til lengdar aukið möguleika fólks með skerta starfsgetu til þátttöku á vinnumarkaði. Þessi nálgun krefst hins vegar þess að einstaklingurinn eigi kost á starfsendurhæfingu tiltölulega snemma í ferlinu og helst áður en hann hefur misst vinnusamband vegna heilsubrests. Nánar er fjallað um mat á starfsgetu einstaklinga í kaflanum „Að meta getu til starfa en ekki vangetu“ hér á eftir. Virkni og þátttaka Örorkulífeyriskerfi margra landa hafa verið byggð þannig upp að ekki hefur verið gerð sérstök krafa um virkni og atvinnuleit líkt og er í öðrum bótakerfum, svo sem vegna atvinnuleysis eða félagslegrar aðstoðar. Vangaveltur hafa komið fram um að örorkulífeyrir sé stundum úrskurðaður til of langs tíma og hvort endurskoðun ætti að fara fram oftar. Stundum hafa menn ályktað sem svo að þeir einstaklingar sem eru á örorkulífeyri séu það illa haldnir að ekki sé raunhæft að gera slíka kröfu. Það er hins vegar ljóst að talsverður hluti örorkulífeyrisþega hefur einhverja vinnugetu eða gæti tekið meiri þátt í atvinnulífinu, að fenginni nægilegri aðstoð og hvatningu í þeim efnum (Guðrún Hannesdóttir, 2010). OECD hefur því bent á mikilvægi þess að gera sömu kröfur til virkni og þátttöku vegna örorkulífeyris og gerðar eru í öðrum bótaflokkum — þó að því tilskildu að kröfurnar séu raunhæfar. Aukin áhersla á starfsendurhæfingu Ef auka á þátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði þarf að tryggja öllum, sem þess þurfa, aðgengi að þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Þessi þjónusta þarf að vera í samræmi við metnar þarfir einstaklingsins og byggjast m.a. á persónulegri ráðgjöf og markvissum áætlunum. Einnig hefur verið bent á að koma þurfi á betri tengingu milli bótagreiðslna og starfsendurhæfingarþjónustu til að tryggja að unnið sé með þá þætti sem skipta máli þegar starfsgeta einstaklings er metin í lok ferlisins. Einnig er mikilvægt að auka verulega rannsóknir á árangri mismunandi þjónustuleiða í starfsendurhæfingu og þróa betri og markvissari mælikvarða á árangur og gæði. Mörg lönd innan OECD (t.d. Noregur, Austurríki, Holland og Sviss) hafa farið þá leið að taka aldrei endanlega afstöðu til vinnugetu einstaklinga fyrr en starfsendurhæfing og önnur endurhæfing sé fullreynd og ljóst að frekari þjónusta á þessu sviði muni ekki skila árangri. Það ferli getur tekið frá nokkrum vikum upp í nokkur ár og mikilvægt er að framfærslukerfi og þjónustuframboð styðji við það. Tímabundnar greiðslur Bent hefur verið á mikilvægi þess að örorkulífeyrir sé ekki ótímabundinn heldur aðeins greiddur í tiltekinn tíma að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og staðan síðan metin reglulega. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar um ungt fólk er að ræða, þar sem oft er hægt að bæta aðstæður og möguleika þess á vinnumarkaði með tímanum og koma þannig í veg fyrir að það lendi í einangrun og fátæktargildru fjarri vinnumarkaðnum. Þetta á hins vegar ekki við þegar um er að ræða mjög alvarlega sjúkdóma eða slys þar sem ljóst er að viðkomandi einstaklingur á ekki afturkvæmt á vinnumarkað á ný. Til staðar sé hvatning hjá bæði greiðendum örorkulífeyris og veitendum þjónustu Mál einstaklinga sem sækja um örorkulífeyri eru oft mjög flókin og það getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði og flækjustigi, að greiða úr málum og efla vinnugetu viðkomandi einstaklings. Auðveldasta leiðin er því oft að úrskurða viðkomandi á örorku. Slíkur úrskurður getur þó haft í för með sér kostnað sem er margfaldur á við þann kostnað sem hlýst af aukinni þjónustu. Auk þess getur aukin virkni og þátttaka einstaklinga á vinnumarkaði aukið lífsgæði þeirra, dregið úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu og eflt hagvöxt í samfélaginu. Því er mikilvægt að til staðar séu hvatning og skýrar reglur um að fara aðrar leiðir en þær „auðveldustu“ innan velferðarkerfisins þegar kemur að ákvörðunum og þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu. Sérstakar ráðstafanir sem hvetja til meiri þátttöku Í nokkrum löndum hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir sem miða að því að hvetja einstaklinga með skerta starfsgetu til meiri þátttöku á vinnumarkaði. Um er að ræða fjárhagslega hvatningu til einstaklinga og fyrirtækja. Í Bretlandi hafa einstaklingar getað fengið sérstakan skattaafslátt vegna þessa og einnig hafa þeir haft möguleika á að fá sérstakar greiðslur frá hinu opinbera („return to work credit“) ef þeir eru í lágt launuðum störfum, til að tryggja að þátttaka á vinnu- markaði borgi sig fyrir þá. Hollendingar hafa farið þá leið að greiða einstaklingum með skerta starfsgetu hærri bætur en ella ef þeir taka þátt á vinnumarkaði í samræmi við starfsgetu sína. Sum lönd hafa einnig dregið verulega úr tekjutengingu bóta (a.m.k. á ákveðnu bili) til að hvetja til aukinnar atvinnuþátttöku. Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð hafa breytt kerfinu á þann hátt að vilji einstaklingar á örorkulífeyri prófa sig áfram á vinnumarkaði þá sé þeim tryggð endurkoma inn í bótakerfið án þess að þurfa að fara aftur í gegnum matsferli og endurákvörðun á bótarétti og án þess að tekjur valdi skerðingum ef viðkomandi þarf að fara inn í bótakerfið aftur. Þetta veldur því að einstaklingar þora frekar að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.