Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Síða 52

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Síða 52
52 www.virk.is UPPLÝSINGAR ST A RF SE N D U RH Æ FI N G Í A LÞ JÓ Ð LE G U S A M H EN G I Margrét Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Stóra TTA-verkefnið í Danmörku: „Aftur í vinnu“ 1. Inngangur Árið 2008 gerði danska ríkisstjórnin samkomulag við aðila danska vinnu- markaðarins um verkefni sem höfðu þann tilgang að draga úr veikindafjarveru á vinnumarkaði. Alls fóru 39 verkefni af stað í tengslum við ofangreint samkomulag. Hér er eitt þeirra kynnt; „Det store TTA (Tilbage Til Arbejdsmarkedet)-projekt“ eða „Stóra endurkomu til vinnu (ETV)- verkefnið“. Verkefnið er það stærsta sem vitað er um af þessum toga á heimsvísu og því mjög áhugavert að fylgjast með framgangi þess. Undirbúningur TTA- verkefnisins hófst árið 2009 og innleiðing og framkvæmd fóru fram frá apríl 2010 til september 2012. Í desember 2012 kom út skýrsla með helstu niðurstöðum þar sem horft er til framkvæmdar, árangurs og efnahagslegs ávinnings og er þessi samantekt byggð á henni. Niðurstöðurnar byggja bæði á megindlegum og eigind- legum rannsóknum. Framfærsla í veikindum á dönskum vinnumarkaði er frábrugðin íslensku fyrirkomulagi. Almennt greiðir atvinnu- rekandi veikindalaun fyrstu 30 daga í veikindum en síðan tekur sveitarfélagið við greiðslum. Ráðgjafar á vegum sveitarfélaganna, sem staðsettir eru í sérstökum vinnumiðstöðvum, sjá um utanumhald og eftirfylgd með réttindum einstaklinga, hitta þá og fylgja þeim eftir. Samkvæmt dönskum lögum um sjúkra- dagpeninga þarf einstaklingur að mæta í viðtal hjá ráðgjafa í vinnumiðstöð í síðasta lagi á áttundu viku veikinda. Þá fyllir hann út upplýsingablað og ræðir við ráðgjafa. Út frá upplýsingum er einstaklingur flokkaður í einn þriggja viðmiðunarflokka. Í fyrsta flokk fara þeir sem gera ráð fyrir að fara aftur í vinnu innan 3ja mánaða. Í annan flokk fara þeir sem ekki gera ráð fyrir að fara aftur í vinnu innan 3ja mánaða, en ættu að geta farið aftur til vinnu með tímanum og geta verið virkir í úrræðum. Í þriðja flokk fara þeir sem ekki gera ráð fyrir að fara til vinnu innan 3ja mánaða og hafa ekki heilsu til að fara aftur í vinnu í áföngum eða taka þátt í úrræðum, t.d. vegna alvarlegs sjúkdóms, innlagnar á sjúkrahús eða þess háttar. Við hefðbundna málsmeðferð í danska kerfinu er gert ráð fyrir að ráðgjafi fylgi þeim sem eru í flokki tvö sérstaklega vel eftir. Tilgangur TTA-verkefnisins Tilgangurinn var að rannsaka hvort mögu- legt væri að byggja upp snemmbært, Samantekt á verkefninu og helstu niðurstöðum er byggð á lokaskýrslu þar sem margt bendir til að snemmbær þverfagleg og samhæfð íhlutun í starfs- endurhæfingu geti stytt veikindafjarveru og haft jákvæð áhrif á efnahag samfélagsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.