Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Side 53

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Side 53
53www.virk.is STARFSENDURHÆFING Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI Margrét Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá VIRK þverfaglegt og samhæft inngrip á grunni fyrirliggjandi þekkingar og innan gildandi lagaramma án lagabreytinga. Það var gert með því að breyta að hluta til hlutverki ráðgjafa og þjónustu hjá vinnumiðstöð þannig að hægt væri að innleiða TTA- verkefnið inn í kerfi sem var til staðar, til dæmis varðandi ráðgjöf og eftirfylgd veikindaskrifaðra einstaklinga vegna framfærslu. Verkefnið átti að ná til breiðs hóps veikindaskrifaðra og ekki skipti máli hvort um líkamleg eða geðræn/sálræn vandamál væri að ræða. Það átti jafnframt að ná til sveitarfélaga af mismunandi stærð víðs vegar um landið. Meta skyldi að hve miklu leyti innleiðing á TTA-verkefninu innan ofangreinds ramma væri möguleg, hvort þátttaka í verkefninu leiddi til hraðari og varanlegri endurkomu til vinnu fyrir þann veikindaskrifaða og áhrif þess á endurteknar veikindafjarvistir. Einnig átti að meta efnahagsleg áhrif verkefnisins. Verkefnið var hannað með hliðsjón af alþjóðlegri þekkingu á þeim þáttum sem hvetja fólk til eða letja það frá endurkomu á vinnumarkað eftir veikindafjarveru. Voru „Hvítbók um veikindafjarveru og ETV vegna stoðkerfisvanda“ (Mortensen m.fl., 2008) og „Hvítbók um veikindafjarveru og ETV vegna geðræns vanda“ (Borg m.fl., 2010) sérstaklega hafðar til hliðsjónar. Kallað var eftir þátttöku sveitarfélaga um allt land og voru alls 22 sveitarfélög valin til þátttöku. Hluti sveitarfélaganna innleiddi verkefnið vorið 2010 og afgangurinn vorið 2011. Danski forvarnasjóðurinn lagði sveitarfélögum sem tóku þátt í verkefninu til fé. Atvinnumálaráðuneytið fjármagnaði aðkomu Danska rannsóknasetursins á vinnuumhverfi (Det Nationale Forsknings- center for Arbejdsmiljø = NFA), en NFA sá um skipulagningu, samhæfingu, þjálfun, ráðgjöf og mat á verkefninu. 2. Uppbygging — framkvæmd Markhópur verkefnisins voru veikinda- skrifaðir einstaklingar sem falla undir við- miðunarflokk tvö sbr. hér að ofan. Þetta voru að öllu jöfnu einstaklingar með flókin heilsufarsvandamál. Uppbygging verkefnisins fól í sér eftirfarandi skref Uppbygging á þverfaglegum TTA-teymum Verkefni sveitarfélagsins fólst í að byggja upp TTA-teymi sem samanstóðu af: TTA- faghóp sálfræðings og sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa, TTA-læknum (geðlæknar og sérfræðilæknar á sviði félags-, atvinnu- og heimilislækninga) og TTA-ráðgjafa sem vinna áttu saman að starfsendurhæfingu einstaklinga eftir ákveðinni aðferðafræði. TTA-ráðgjafarnir voru staðsettir í vinnu- miðstöðvunum en breytilegt var hvernig annað fagfólk var ráðið og hvar það var staðsett. Heimilislæknar þátttakenda voru upplýstir um að viðkomandi væri kominn inn í þjónustu TTA-teymis eftir fyrsta viðtal hjá ráðgjafa. Gert var ráð fyrir að læknar teymisins yrðu í samskiptum við heimilislækna eftir þörfum. Einnig var gert ráð fyrir að ráðgjafar og fagaðilar hefðu samband við utanaðkomandi meðferðaraðila eftir þörfum til að samhæfa áætlun. Áætlað var að hver ráðgjafi skyldi sinna 85 einstaklingum á ári og fyrir hverja 170 einstaklinga væri gert ráð fyrir einni stöðu sálfræðings, einni stöðu sjúkra- eða iðjuþjálfa og u.þ.b. ½ stöðu læknis, þar af væri aðkoma geðlæknis a.m.k. 25%. TTA-vinnulag og verkfæri Þverfaglegu teymin áttu að nota ákveðið verklag og styðjast við tiltekin verkfæri. Það fól meðal annars í sér ákveðna aðferð í upphafssamtölum við veikindaskrifaða einstaklinga þar sem stuðst var við ákveðinn samtalsvísi, þétt samstarf við vinnustaði og snemmbæra greiningu á styrkleikum og hindrunum með tilliti til endurkomu til vinnu. Lögð var áhersla á þverfaglega samhæfingu á vikulegum teymisfundum, kerfisbundna og þverfaglega vinnu við gerð einstaklingsbundinna ETV-áætlana og skipulagningu á viðeigandi úrræðum. Ekki var gert ráð fyrir að fagaðilar TTA- teymis veittu beina meðferð, hún var veitt áfram innan heilbrigðiskerfisins. TTA-þjálfun og annar stuðningur við innleiðingu Stóra TTA-verkefnið fól í sér að þau sveitarfélög sem þátt tóku tókust á við viðamikið innleiðingarverkefni á takmörkuðum tíma. Til að styðja við ferlið var skipulögð þriggja vikna þjálfun/ fræðsla áður en verkefnið hófst. TTA- ráðgjafar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar tóku þátt í allri fræðslunni og læknar í hluta hennar. Stjórnendur í vinnumiðstöðvunum og vinnuráðgjafar gátu einnig tekið þátt í hluta fræðslunnar. Auk upphaflegu þjálfunarinnar var á innleiðingartímanum viðbótarfræðsla til að deila reynslu milli sveitarfélaga og til að ræða faglega þætti tengda TTA-inngripinu. Tveir ferlasérfræðingar frá NFA heimsóttu sveitarfélögin reglulega á meðan verkefnið stóð yfir til að stuðla að því að innleiðing verkefnisins væri eins góð og mögulegt var. 3. Mat á TTA-verkefninu Verkefnið var metið út frá þremur þáttum: a) Ferli – hvernig innleiðing verkefnisins gekk fyrir sig. b) Árangri – áhrifum á lengd veikindafjarveru. c) Efnahagslegum ávinningi fyrir sveitarfélög, ríki og samfélag. Við mat á innleiðingu og ferli voru rannsakaðir þrír þættir: 1) Hvort og hvernig verkefnið var innleitt. 2) Hvort innleiðingin hafði tilætluð áhrif á sjúkradagpeningakerfið. 3) Hvaða þættir verkefnisins virkuðu vel og hverjir ekki. Þetta flókna ferli var því metið út frá stofn- analegu, stjórnunarlegu og þverfaglegu starfi TTA-teymisins með einstaklinginn í forgrunni, til að kanna hvort einstök sveitarfélög hefðu náð árangursríkri innleiðingu. Helstu niðurstöður Innleiðing á grunnþáttum verkefnisins Öll sveitarfélög náðu að setja saman TTA- teymi og að mestu að tryggja að TTA- teymismeðlimir tækju þátt í TTA-þjálfuninni áður en verkefnið hófst. Einnig nýttu þau sértæk verkfæri verkefnisins. Sett voru af stað hópúrræði með áherslu á að styrkja andlega og líkamlega færni og getu til að snúa aftur til vinnu, og haldnir voru vikulegir þverfaglegir teymisfundir.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.