Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Side 55

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Side 55
55www.virk.is STARFSENDURHÆFING Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI kom inn í málið hafi líkur minnkað á að hægt væri að innleiða þétt samstarf við vinnustað hins veikindaskrifaða. Niðurstöður benda þó til að hátt hlutfall einstaklinga án vinnu skýri ekki að fullu ástæður þess að samstarf við vinnustaði varð minna en áætlað var. Meðal annarra skýringa var nefnt að sumir veikindaskrifaðir vildu ekki að TTA-vinnumiðstöðin setti sig í samband við vinnustaðinn og TTA- ráðgjafarnir mátu í einhverjum tilfellum að ekki væri þörf fyrir aðkomu þar sem til staðar voru góð tengsl milli vinnustaðar og einstaklings. Þar fyrir utan voru nokkrar vinnumiðstöðvar sem settu samskipti við vinnustað ekki í sérstakan forgang. Mat veikindaskrifaðra Niðurstöður spurningalista sem lagðir voru fyrir þátttakendur benda til að TTA-inngripið hafi bætt upplifun fólks á málsmeðferð í vinnumiðstöðvunum. Mat á inngripinu samanborið við almenna málsmeðferð var jákvæðara hvað varðar samstarf við aðra faghópa, samstarf við vinnustaði og samfellu í málsmeðferð. Út frá viðtölum við veikindaskrifaða kom í ljós að jákvætt og styðjandi viðmót TTA-aðilanna var forsenda þess að einstaklingurinn upplifði sig öruggan og tilbúinn að taka þátt í þverfaglegu og samhæfðu ferli í þeim tilgangi að fara aftur út á vinnumarkaðinn. Ánægja var með greiðan aðgang að fagaðilum og það að greining á heilsufarsstöðu og áætlun um endurkomu til vinnu byggði á sameiginlegu mati TTA-aðilanna. Meirihluti veikindaskrifaðra var jákvæður varðandi þátttöku í þeim hópúrræðum sem í boði voru og einstaklingar með geðrænan heilsuvanda virtust hafa haft sérstaklega mikið gagn af fræðslu um streitu, kvíða og þunglyndi. Það kom einnig fram sem jákvæður þáttur að í fyrsta viðtali hjá TTA-ráðgjafa var gefinn góður tími, þannig að ráðgjafinn gat sett sig vel inn í mál einstaklingsins og þær hindranir sem höfðu áhrif á atvinnuþátttöku hans. Sumum fannst þeir þó þurfa að afsaka veikindi sín og var það metið svo að TTA-ráðgjafa hefði ekki tekist að mynda örugga umgjörð um ráðgjöfina. Í TTA-verkefninu var ekki lagt upp með að TTA-fagaðilar veittu einstaklingum beina meðferð, fyrir utan tilboð um sértæk hópúrræði. Gert var ráð fyrir að einstaklingar fengju viðeigandi þjónustu innan heilbrigðiskerfisins, s.s. sjúkraþjálfun, læknismeðferð og sálfræðiþjónustu, ef þess var þörf. Í nokkrum tilfellum komu upp vandamál þar sem þátttakendur áttuðu sig ekki á tilgangi með viðtölum við mismunandi TTA-fagaðila og áttu erfitt með að skilja að viðtölin snérust um mat, ráðgjöf og eftirfylgd en ekki meðferð. Niðurstöðurnar benda til þess að fyrir suma veikindaskrifaða hafi verið erfitt að sætta sig við og höndla að ekki hafi verið boðið upp á meðferð í TTA-inngripinu. Áhrif á lengd veikindafjarveru – mat á árangri Markmið með mati á árangri var að kanna hvort veikindaskrifaðir í TTA-inngripinu yrðu fyrr vinnufærir og væru minna veikindaskrifaðir á ný í samanburði við þá sem fengu hefðbundna málsmeðferð. Niðurstöður byggja á 9.123 einstaklingum alls frá þeim sveitarfélögum sem tóku þátt, þar af 3.105 frá þrem sveitarfélögum þar sem hægt var að gera RCT-rannsókn (randomized controlled trial) og 2.242 frá sjö sveitarfélögum þar sem hægt var að gera „fyrir/eftir“-rannsókn. Þegar skýrslan sem þessi samantekt byggir á var unnin lágu ekki fyrir upplýsingar til að meta langtímaárangur TTA-inngripsins og því er ekki hægt að leggja mat á áhrif á endurtekna veikindafjarveru. Mat á ferlinu sýndi þó að meirihluti TTA-aðilanna taldi að TTA-inngripið drægi úr líkum á endurtekinni veikindafjarveru. NFA mun fylgja þessum þætti eftir síðar og birta niðurstöður um hann árið 2014. 4. Helstu niðurstöður á mati á árangri TTA-inngripsins Trúverðugustu útreikningarnir byggja á RCT-rannsókn sem gerð var í þremur sveitarfélögum. Niðurstöðurnar frá þessum sveitarfélögum eru þær áreiðanlegustu í allri úttektinni þar sem þær byggja á tæpum 2000 einstaklingum úr TTA-inngripinu og rúmlega 1.100 einstaklingum sem fengu hefðbundna málsmeðferð. Þessi hluti verkefnisins einn og sér er mjög stór, bæði í dönsku og alþjóðlegu samhengi. Áhrif á lengd veikindafjarveru Niðurstöður byggja á þeim heildarvikufjölda sem einstaklingar fá sjúkradagpeninga til framfærslu. Niðurstöður frá sveitar- félögunum þremur sýna mikinn breytileika á áhrifum inngripsins milli sveitarfélaga. Í einu sveitarfélaganna kemur fram marktæk stytting á veikindafjarveru um 5,4 vikur borið saman við hefðbundna nálgun. Vegið meðaltal í sveitarfélögunum þremur er hinsvegar 2,2 vikur, þar sem hin tvö sveitarfélögin eru með annars vegar styttingu um 1,4 vikur og hins vegar lengingu á veikindafjarveru um 2,7 vikur. Auk sveitarfélaganna þriggja var hægt að meta áhrif í sjö öðrum sveitarfélögum. Þau héldu áfram hefðbundinni máls- meðferð fyrsta árið sem verkefnið var í gangi (2010–2011) og innleiddu TTA- inngripið seinna árið (2011–2012). Hér kemur einnig fram mikill breytileiki eftir sveitarfélögum. Niðurstöður þessara tíu sveitarfélaga sýna að sex náðu jákvæðum áhrifum á veikindafjarveru á meðan áhrifin voru neikvæð hjá fjórum þeirra. Meðaltal áhrifanna í þessum tíu sveitarfélögum sýnir þó jákvæð áhrif, en ekki er hægt að nota þá niðurstöðu til að spá fyrir um þau áhrif sem önnur sveitarfélög geta vænst af því að innleiða TTA-inngripið. Áætluð almenn áhrif á lengd veikinda- fjarveru í öðrum sveitarfélögum Sé miðað við niðurstöður RCT-rann- sóknarinnar bendir greining hennar til þess að sveitarfélög sem ekki voru með í verkefninu megi vænta styttingar á veikindafjarveru um 1,6 vikur. Viðbótargreining sem nær yfir sveitarfélögin 22 sem tóku þátt gefur vísbendingu um mjög veik jákvæð áhrif.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.