Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Qupperneq 78

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Qupperneq 78
78 www.virk.is UPPLÝSINGAR A Ð SE N D G RE IN Áður fyrr beindist áhugi á tengslum vinnu og heilsu aðallega að efnislegum þáttum eins og slysahættu, mengun og líkamlegu álagi en minna að andlegum og félagslegum þáttum í vinnuumhverfi. Í kjölfar mikilla breytinga á vinnumarkaði á síðustu áratugum og breyttra aðstæðna á vinnustöðum hefur skilningur á mikilvægi andlegra og félagslegra álagsþátta aukist. Rannsóknir hafa í vaxandi mæli beinst að sambandi vinnutengdrar streitu og heilsu og niðurstöður sýna að streita getur haft áhrif á þróun t.d. hjarta- og æðasjúkdóma, geðsjúkdóma og stoðkerfistengdra sjúkdóma. Tölulegar upplýsingar benda til að streita sé með einhverjum hætti tengd 50-60% allra veikindafjarvista frá vinnu í Evrópu (Brun og Milczarek, 2007). Evrópska vinnuverndarstofnunin hefur bent á að ýmsar breytingar á vinnumark- aði á undanförnum áratugum hafa leitt til þess að nýir áhættuþættir eru komnir í vinnuumhverfi sem þurfi að huga að. Efnahagsþrengingar, þensla á vinnumarkaði, aukin samkeppni og kröfur um framleiðni hafi leitt til þess að vinnuaðstæður æ stærri hóps starfsfólks séu ótryggar. Þetta komi ekki síst fram Fátt hefur meiri áhrif á líðan og heilsu fólks en vinnan sem það stundar. Almennt sýna rannsóknir jákvæð tengsl vinnu og heilsufars. Þannig eru atvinnumissir og atvinnuleysi áhættuþættir fyrir verri líðan og heilsu, sem síðan getur batnað á ný þegar í nýtt starf er komið. Nýleg rannsókn sýnir að einstaklingum með skerta starfsgetu vegna sjúkdóma í stoðkerfi farnaðist betur ef þeir héldu áfram á vinnumarkaði í stað þess að taka fullt sjúkra- leyfi. Þó skiptir máli að geta aðlagað t.d. álag eða vinnutíma að getu sinni (Viikari-Juntura, 2012). Aðstæður í vinnu hafa því mikilvægu hlutverki að gegna í að viðhalda starfsgetu einstaklinga. Vinnutengd líðan og heilsa á tímum efnahagsþrenginga Ásta Snorradóttir sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu í andlegu og félagslegu vinnuumhverfi og geti aukið líkur á vinnutengdri streitu (Brun og Milczarek, 2007). Hér verður fjallað um hvernig efnahagsþrengingar geta verið áhættuþættir heilsu og líðunar í andlegu og félagslegu vinnuumhverfi og verður meðal annars fjallað um íslenskar rannsóknir á þessum áhættuþáttum í vinnuumhverfi. Andlegir og félagslegir álags- þættir á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshruns Þær aðstæður sem sköpuðust á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins hafa haft umtalsverð áhrif á vinnumarkaðinn. Augljósustu áhrifin frá hruni, og jafnframt þau sem mesta athygli fá, eru aukning á skráðu atvinnuleysi. Það sem er síður sjáanlegt eða áþreifanlegt er aukið álag á vinnustöðunum sjálfum. Full ástæða er þó til að ætla að á mörgum vinnustöðum hafi aðstæður breyst í kjölfar hrunsins. Aukið atvinnuleysi er bein afleiðing þess að mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að beita niðurskurði og fækka starfsfólki til að mæta þrengri efnahag. Tölulegar upplýsingar um hópuppsagnir hjá Vinnumálastofnun segja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.