Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 5

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 5
 VIRK HANNES G. SIGURÐSSON formaður stjórnar VIRK Pétursnefnd, Þorsteinsnefnd) unnið að endurskoðun laga um almannatryggingar í þessa veru en niðurstaðan er ávallt sú sama, óbreytt ástand, m.a. vegna varð- stöðu Öryrkjabandalags Íslands um hið frumstæða og úrelta örorkumat og forystu- og áhugaleysis stjórnvalda. Upptaka starfsgetumats í stað örorku- mats býður upp á allt aðra nálgun og hugmyndafræði en gildandi örorkumats- staðall sem einblínir á vangetu fólks og færniskerðingu. Geta og möguleikar ein- staklinga koma ekki nema að litlu leyti fram í hefðbundinni læknisskoðun og viðtali eins gert er nú við mat á örorku. Andvaraleysi stjórnmálamanna Mikil fjölgun örorkulífeyrisþega og með- fylgjandi byrði sem hvílir á lífeyrissjóðum, ríkissjóði og vinnumarkaðnum hefur valdið heildarsamtökum á vinnumarkaði miklum áhyggjum og hvatt þá áfram til baráttu fyrir nauðsynlegum kerfisbreytingum. Það sama verður því miður ekki sagt um stjórnmálamenn landsins sem veigra sér við að taka á þessu erfiða máli sem ekki er líklegt til að afla þeim fylgis hjá kjósendum. Þegar allt kemur til alls hafa þeir vikið þjóðhagslegum hagsmunum, hagsmunum ríkisfjármála og vinnumarkaðar til hliðar og valið léttu leiðina, að bregðast ekki við vandanum og gera ekki neitt. Hættum að tala um örorku Eðlileg nálgun er að beina sjónum að starfsgetu einstaklingsins og efla styrkleika hans. Mikilvægt er að meta starfsgetu einstaklings yfir ákveðið tímabil ekki aðeins á einum tímapunkti. Samhliða þessu þarf að tryggja einstaklingnum starfsendurhæfingu sem tekur á líkamlegum, andlegum, félags- legum og umhverfislegum þáttum með þverfaglegri aðkomu ýmissa sérfræðinga eftir aðstæðum og þörfum hvers og eins líkt og gert er hjá VIRK. Ferlið getur tekur talsverðan tíma, staðan er greind og metin jafnt og þétt og einstaklingurinn aðstoðaður við að takast á við hindranir sínar ásamt því að vinna með og efla styrkleika. Slíkur ferill er forsenda þess að unnt sé að meta getu einstaklinga til starfa á vinnumarkaði. Mat á getu til starfa, en ekki vangetu, krefst breytinga á matskerfi og matsferlum en einnig breyttra viðhorfa og hugsunar í samfélaginu. Liður í því væri t.d. að taka upp nýtt bótahugtak í stað örorku, líkt og frændur okkar Svíar hafa gert. Langtímaveikindi, tímabundin óvinnufærni eða skert starfsgeta eru dæmi um hugtök sem gætu mögulega leyst örorkuhugtakið af hólmi. Skýrari áform ríkisstjórnar um umbætur en áður Heildarsamtök vinnumarkaðarins og ríkis- valdið tóku höndum saman um að tryggja öllum starfsendurhæfingu og stuðla að aukinni virkni vinnumarkaðarins með undirritun samkomulags á vormánuðum 2015. Aðilar samkomulagsins, fjármála- ráðherra, félagsmálaráðherra og VIRK, lýstu af því tilefni yfir nauðsyn þess að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats innan almannatryggingakerfisins. Það leiddi þó ekki til þess að þáverandi ríkisstjórnarflokkar leiddu málið til lykta. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar um upp- töku starfsgetumats og aðrar breytingar á örorkulífeyriskerfinu vekur því hóflega bjart- sýni í ljósi sögunnar. Það styrkir þó þau áform sem fram koma í yfirlýsingunni að ráðherra málaflokksins er gjörkunnugur starfsemi VIRK og þeim vanda sem við er að etja. Ekki þarf fleiri skýrslur heldur ákvarðanir VIRK nær miklum árangri í starfsendur- hæfingarþjónustu samkvæmt öllum til- tækum mælikvörðum. En fyrir liggur að árangursrík starfsendurhæfing ein og sér dugar ekki til. Það þarf ekki fleiri nefndir til að greina vandann og gera tillögur. Greiningin og tillögurnar liggja fyrir og komið að töku ákvarðana. Þær ákvarðanir felast í að gera breytingar á 18. kafla almannatryggingalaga um örorkulífeyri og fella brott hið óskilgreinda hugtak 75% örorku og tilvísun til örorkustaðals og reglugerðar um hann. Í staðinn komi umfjöllun um skerta starfsgetu og tekjuöflunarhæfi og reglugerð um starfsgetumat. Breytingar í þessa veru eru forsenda þess árangurs sem aðstandendur VIRK vænta og er öllum til hagsbóta. Ljúka þarf endurskoðun laga um almannatryggingar Árið 2007 lagði stjórnskipuð nefnd (Bollanefnd), skipuð fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðar, lífeyrissjóða og Öryrkjabandalagsins, til að lögum um VIRK nær miklum árangri í starfs- endurhæfingarþjónustu samkvæmt öllum tiltækum mælikvörðum. En fyrir liggur að árangursrík starfsendurhæfing ein og sér dugar ekki til. Það þarf ekki fleiri nefndir til að greina vandann og gera tillögur.“ almannatryggingar yrði breytt og örorku- matið lagt af. Nefndin var skipuð af því tilefni að örorkubyrði lífeyrissjóða hafði aukist mikið sem óhjákvæmilega dregur úr getu þeirra til að greiða ellilífeyri. Að mati nefndarinnar hindraði gildandi örorkumatskerfi endurhæfingu og taldi hún að úrskurðaraðilar væru undir miklum þrýstingi að úrskurða svokallaða 75% örorku vegna mikilla fjárhagslegra hagsmuna þeirra sem sækja um örorkulífeyri. Lagði nefndin til að bótakerfið yrði endurskoðað þannig að byggt yrði á getu einstaklinga til að afla sér tekna og að bætur yrðu að jafnaði háðar skilyrðum um atvinnuleit og endurhæfingu. Þróun undanfarins áratugar hefur enn frekar undirstrikað nauðsyn þess taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. Árum saman hafa stjórnskipaðar nefndir (Árnanefnd, 5virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.