Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 64
AUÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR sviðsstjóri mannauðsmála hjá VIRK Á síðasta ári innleiddum við verk- ferla í mannauðsmálum bæði fyrir starfsfólk og ráðgjafa. Þessir ferlar tryggja samræmt verklag við stjórnun mannauðs, uppfylla mannauðsstefnu VIRK sem og lagalegar skyldur. Ferlin spanna allt frá þörfinni á nýjum starfsmanni, ná til ráðninga, mót- töku og þjálfunar nýs fólks, fræðslu og símenntunar og starfsloka. Markviss fræðsla og þjálfun gerir starfs- fólk enn hæfara til að takast á við ögrandi verkefni ásamt því að viðhalda og bæta fagþekkingu. Við greiningu á fræðsluþörfum höfum við til hliðsjónar stefnu VIRK, gildi og áherslur, lög og reglugerðir, árleg frammistöðusamtöl, verkferla, upplýsingar frá stjórnendum sem og óskir starfsmanna. Frá ársbyrjun 2017 höfum við framkvæmt mánaðarlegar mannauðsmælingar, enda mjög mikilvægt að mæla mannauðinn, rétt eins og aðrar lykiltölur í rekstri. Markmiðið er að greina enn frekar og með markvissum hætti líðan starfsfólks og hvernig þeir upplifa vinnuumhverfi og menningu hjá VIRK. Stjórnendur geta þannig greint og brugðist við ef umbóta er þörf svo starfsfólkið geti á sem bestan hátt blómstrað enn frekar og notið sín í starfi hjá VIRK. Starfsfólk VIRK Helstu áherslur í fræðslumálum síðasta árs voru á verkefnastjórnun og hvernig hún getur nýst VIRK sem best. Hluti starfs- fólks fékk dýpri kennslu um hlutverk verkefnastjórans, hvernig meta á árang- ur, gerð tíma- og kostnaðaráætlana, eftirfylgni, skil og lúkningu verkefna. Móttökuritarar VIRK sátu námskeið í þjónustusímsvörun. Starfsfólk og stjórn- endur efldu sig í undirbúningi fyrir árleg frammistöðusamtöl og hvernig slík samtöl geta sem best verið þægileg, uppbyggileg og árangursrík fyrir báða aðila. Á dagskrá vorannar þessa árs er svo m.a. í boði fræðsla um hugmyndafræði „Lean“ eða straumlínustjórnunar og farið verður í hlutverk þeirra sem stýra slíkum verkefnum og hvernig má ná sem bestum árangri við innleiðingar. Einnig eru fleiri námskeið á dagskrá vorannar s.s. skyndihjálp og kynntar leiðir til að efla þrautseigju og vellíðan starfsfólks. Frá ársbyrjun 2017 höfum við verið að framkvæma mánaðarlegar mannauðsmælingar, enda mjög mikilvægt að mæla mannauðinn, rétt eins og aðrar lykiltölur í rekstri.“ MANNAUÐUR VIRK ÁRANGUR ER Í FÓLKINU FALINN HJÁ VIRK STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐI STARFA NÚ 33 STARFSMENN Í 28,5 STÖÐUGILDUM, 29 KONUR OG 4 KARLAR. RÁÐGJAFAR VIRK SEM STARFA HJÁ STÉTTARFÉLÖGUM OG LÍFEYRISSJÓÐUM UM ALLT LAND ERU 50 TALSINS Í 47,7 STÖÐUGILDUM, 44 KONUR OG 6 KARLAR. 64 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.