Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 38
Hlutfall öryrkja af mannfjölda á aldrinum 15-64 ára 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Mynd 3 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Danmörk Holland Finnland Svíþjóð Bretland Ísland Noregur Ef skoðaður er fjöldi örorkulífeyrisþega í nokkrum ríkjum á árunum 2006 til 2013 má sjá að sumum þeirra hefur tekist að stemma stigu við fjölgun þeirra. Mynd 3 sýnir fjölda öryrkja sem hlutfall af mannfjölda í aldurshópnum 15-64 ára. Virkni ungs fólks Í skýrslu OECD frá árinu 2016, er ungt fólk og virkni þess sérstaklega tekið fyrir. NEET (Not in Employment, Education or Training) er nokkuð athyglisverður vísir, sem unninn er um fólk á aldrinum 15-29 ára. Hann sýnir hve stór hluti hópsins er atvinnulaus eða óvirkur af öðrum ástæðum, þ.e. hvorki í vinnu né námi/þjálfun. Samkvæmt þessum vísi er Ísland með mesta virkni ungs fólks af öllum löndum OECD og er mjög jákvætt að aðeins 6,2% í aldurshópnum eru óvirk. Í Hollandi, sem kemur næst okkur, eru 7,8% óvirk. Meginástæða óvirkni hjá ungu fólki í flestum löndum er atvinnuleysi. Á Íslandi var það hlutfall 2,2% árið 2015 en var hæst í Grikklandi 17,8%. Óvirkni af öðrum sökum en atvinnuleysi er einnig lægst á Íslandi, eða 3,9%. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall frá 4,8% (Svíþjóð) til 7,7% (Finnland) en þar er hlutfall öryrkja af aldurshópnum samt mun lægra en á Íslandi eða um 2% af aldurshópnum í hinum löndunum miðað við hátt í 4% á Íslandi (Heimild NOSOSKO). Það er athyglisvert að skoða þróunina yfir nokkur ár. Hlutfall óvirkra, af öllum í aldurshópnum 15-29 ára, fór lækkandi fram að fjármálakreppunni 2008-2009 en jókst þá mikið, aðallega vegna aukins atvinnuleysis hjá ungu fólki. Í þeim sjö löndum sem sjást á mynd 4 hefur aftur dregið úr óvirkni í þeim flestum nema í Finnlandi þar sem bæði atvinnuleysi og óvirkni af öðrum sökum hefur verið að aukast. Á Íslandi varð kúfur á óvirkninni árin 2009 og 2010 þegar atvinnuleysi jókst í kjölfar fjármálahrunsins. Á myndinni sést að batinn hefur verið nokkuð stöðugur þótt ekki hafi náðst sama virkni og fyrir hrun. Á árinu 2007 var atvinnuleysi ungmenna aðeins 1,6% og óvirkni af öðrum sökum 3,4%. (Mynd 4) Frá 2007 til 2015 hefur óvirknin aukist í flestum löndum eins og sjá má í mynd 5. Víðast vegna þess að atvinnuleysi ungs fólks hefur aukist en þó nokkur aukning á óvirkni af öðrum orsökum hefur orðið, t.d. í Danmörku, Finnlandi, á Írlandi og Ítalíu. Fyrir OECD í heild var óvirknin alls árið 2015 14,6% en það svarar til þess að um 40 milljónir ungmenna í aðildarlöndum OECD hafi verið óvirk, þ.e. hvorki í vinnu, námi eða þjálfun. Þar af 5,9% vegna atvinnuleysis og 8,7% af öðrum ástæðum. Óvirknin hafði aukist um 1,1% frá 2007, aðallega vegna aukins atvinnuleysis ungs fólks. Í niðurstöðum skýrslu OECD kemur m.a. fram að milli áranna 2007 og 2015 hafi 10% starfa ungs fólks horfið og á Spáni og í Grikklandi fækkaði ungum í starfi um helming. Mest var fækkunin hjá þeim sem höfðu litla menntun og eru þeir sem aðeins hafa lokið grunnskóla þrisvar sinnum líklegri til að vera óvirkir en þeir sem hafa háskólamenntun. Ungar konur eru 1,4 sinnum líklegri til að verða óvirkar en menn og er það rakið til þess að þær annist börn og aðra fjölskyldumeðlimi á heimilinu sem aftri þeim frá því að sækja vinnu eða menntun. Sérstaklega er bent á bága stöðu einstæðra mæðra og nauðsyn þess að byggja gott kerfi leikskóla svo þeim verði gert kleift að vinna eða stunda nám. Fjármálakreppan árin 2008-2009 í flestum löndum OECD bitnaði hart á ungu fólki. Efnahagsbatinn sem orðið hefur síðan þá Hlutfall óvirkra 15-29 ára í nokkrum löndum 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% Mynd 4 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Danmörk Holland Finnland Svíþjóð Bretland Ísland Noregur Frá 2007 til 2015 hefur óvirknin aukist í flestum löndum. Víðast vegna þess að atvinnuleysi ungs fólks hefur aukist en þó nokkur aukning á óvirkni af öðrum orsökum hefur orðið, t.d. í Danmörku, Finnlandi, á Írlandi og Ítalíu.“ 38 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.