Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 34

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 34
krefjandi fyrir viðkomandi. Einstaklingar sem koma í þjónustu hjá VIRK hafa sumir hverjir gengið í gegnum töluverða erfiðleika en það á auðvitað ekki við um alla. Fólk býst kannski ekki við að þurfa hugsanlega að „tína upp úr töskunni“ allt það sem erfiðast hefur verið á lífsleið þess. En það er stundum nauðsynlegt - til dæmis í sálfræðimeðferð. Sumir verða þreyttir og einstaka liggur við uppgjöf, þá er ráðgjafinn búinn að mynda traust sem auðveldar einstaklingnum að ræða stöðuna. Starfsendurhæfingarferlið tekur mislangan tíma og það hangir meðal annars saman við hvort viðkomandi er með ráðningarsamband við upphaf ferlisins eða ekki. Einhverjir eru án atvinnu og þá þarf að skoða fjárhagslegar aðstæður og leiðbeina einstaklingum við að koma framfærslumálum í réttan farveg. Skoða þarf hvort viðkomandi eigi rétt í sjúkrasjóði stéttarfélags eða greiðslum endurhæfingarlífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins.“ Leitast við að finna lausnir Hvernig gengur fólki að komast aftur út á vinnumarkaðinn? „Það gengur yfirleitt vel. Hér höfum við verið í góðu sambandi við atvinnurekendur ef einstaklingur er með ráðningarsamning í upphafi þjónustu og óskað eftir samvinnu þegar kemur að því að einstaklingur snúi aftur til vinnu. Í því eins og öðru eru stundum hindranir en við leitumst þá við að finna lausnir með atvinnurekendum. Jafnframt höfum við verið að nota vinnuprófanir sem hluta af endurhæfingunni, fyrir þá sem ekki eru með nein vinnutengsl. Þær fela í sér að viðkomandi fer inn á vinnustað og við gerum áætlanir um vinnuprófun. Þannig fær einstaklingur tækifæri til að prófa að vinna hjá fyrirtæki án þess að vera með ábyrgð eða skuldbindingar. Það reynist mörgum oft erfiður hjalli að ráða sig í starf, óviss um eigin getu. Með vinnuprófun fær einstaklingur tækifæri til að bæta sjálfsmynd sína í starfi ef vel gengur. Slíkt gerir það að verkum að einstaklingur fær aukið sjálfstraust og eflist við að sjá að getan er oftar en ekki meiri en hann heldur. Við fylgjum einstaklingum eftir þegar kemur að því að snúa aftur í vinnu í framhaldi af endurhæfingu og ræðum hver verði næstu skref og erum að vissu leyti „bakland“ fyrir viðkomandi þegar hann fetar sig áfram á vinnumarkaði á nýjan leik. Það er þó þannig að við lok endurhæfingar útskrifast ekki allir með fulla starfsgetu. Því miður getur reynst erfitt fyrir fólk með skerta starfsgetu að fá hlutastarf sem hentar og ég held að það þurfi að leggja áherslu á það í samvinnu við vinnumarkaðinn að auka framboð slíkra starfa. Þrátt fyrir skerta starfsgetu býr einstaklingurinn áfram yfir þekkingu, reynslu og færni og að fá starf við hæfi skiptir máli því það að hafa hlutverk, vera virkur þátttakandi í samfélaginu og leggja sitt af mörkum eykur lífsgæði og stuðlar að bættri heilsu og líðan. Heilsubrestur spyr ekki um menntun eða stöðu Þurfa einstaklingar í ákveðnum atvinnu- greinum fremur á þjónustu VIRK að halda en aðrir? „Nei, þjónustuþegarnir koma úr ýmsum atvinnugreinum og hér hafa allir íbúar Akraness aðgang að þjónustu VIRK í gegnum okkur ráðgjafana, en við erum tvær sem störfum hér. Við sinnum sem sagt fólki úr hinum ýmsu stéttarfélögum.“ Er ráðgjafastarfið sjálft erfitt? „Þetta er krefjandi starf, mikilvægt og gefandi. Maður þarf að gefa af sér eins og jafnan er þegar unnið er með fólki. Að mynda traust við einstaklinga gerist ekki af sjálfu sér, einstaklingur þarf að finna að hlustað sé á hann og skilningur og samhyggð sé til staðar. Mér finnst mikilvægt að vera alltaf að fullu til staðar í viðtölum og því má segja að eitt af verkfærunum er maður sjálfur. Þess vegna er nauðsynlegt að hlúa vel að sjálfum sér til að geta sinnt starfinu sínu vel.“ Hefur þetta starf að einhverju leyti breytt sýn þinni? „Ég er félagsráðgjafi að mennt og hef starf- að í félagsþjónustu og við barnavernd og þekki því vel að stuðningur getur skipt sköpum. Ég hugsa að þetta starf hafi ekki breytt sýn minni heldur miklu frekar dýpkað hana. Það er margt sem bæði einstaklingar og atvinnurekendur geta gert til að hlúa að starfsfólki á vinnustöðum í formi fræðslu og forvarna. Þannig er hægt að stuðla að bættri líðan starfsfólks og koma í veg fyrir að það hverfi af vinnumarkaði – þrátt fyrir heilsubrest. Heilsan er dýrmæt og það er ekki sjálfsagt að fara í gegnum lífið án þess að glíma á einhverjum tímapunkti við heilsubrest. Heilsubrestur spyr ekki um menntun, stöðu eða starfsheiti.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir 34 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.