Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 24

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 24
LEIÐ EINS OG MÖLBROTNUM VASA HELGA BJÖRK JÓNSDÓTTIR djákni SKÓLABÓKADÆMI UM KULNUN“, HEITIR VIÐTAL SEM HELGA BJÖRK JÓNSDÓTTIR DJÁKNI LAS Á VEFSÍÐU VIRK UM REYNSLU KONU SEM HAFÐI VERIÐ Í SAMSTARFI VIÐ VIRK. „Ég vistaði slóðina og þetta viðtal breytti öllu hjá mér. Ég las það aftur og aftur. Alltaf þegar ég var að því komin að gefast upp þá fletti ég upp á viðtalinu og las það enn á ný og fékk aftur kjark til að halda áfram,“ segir Helga Björk sem lokið hefur samstarfi við VIRK, er komin í draumastarfið og hefur náð miklum bata. „Ég beinlínis hengdi mig í þetta viðtal, ef svo má segja. Þessi kona fór of snemma að vinna og það hefur verið leiðarljósið í mínu bataferli – að fara varlega af stað. Svona mikilvægt getur það verið að segja öðrum reynslu sína,“ segir Helga Björk þar sem við sitjum saman í björtu eldhúsi í fallegu húsi hennar á Álftanesi. „Ég lærði af reynslu þessarar konu, leit upp til hennar þótt hún væri mér bláókunnug. Ég tengdi við að þetta var vel menntuð kona og klár og hafði allt sem ég hefði haldið að myndi koma í veg fyrir kulnun í starfi – en gerði það ekki. Fyrir fjórum árum var ég sjálf ótrúlega orkulaus, sofnaði beinlínis þar sem ég stóð. Ég vann sem umsjónarkennari og náði varla heilum tíma í kennslu án þess að „detta út“. Ég dofnaði upp, missti máttinn í líkamanum og fann fyrir óskaplegri þreytu. Ég vissi þá ekki að ég væri með kulnun. Ég hélt að eitthvað miklu hættulegra væri að hrjá mig, kannski æxli við heilann. Ég var hætt að sjá almennilega og þjáðist af minnisleysi. Ég var með dr. Google „á kantinum“ og var í framhaldi af lestri þar búin að fara til margra lækna og í allskonar rannsóknir, meðal annars var skoðað hvort ég væri með MS-sjúkdóm. 24 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.