Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 49

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 49
AÐSEND GREIN Tvö módel í starfsendurhæfingu Geðlæknisfræðin hafa breyst gríðarlega mikið frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Stóru sjúkrahúsin hafa lokað og áherslur hafa færst yfir í það að tryggja að sjúklingar fái meðhöndlun í samfélaginu og þeim hjálpað að verða fullgildir meðlimir í því. Þessi tilfærsla inn í samfélagið var samhliða uppbyggingu á vandaðri endur- hæfingarstarfsemi sem hafði þann tilgang að hjálpa sjúklingum að aðlagast. Þessi nálgun var skipulögð, stigvaxandi og byggði á nákvæmu mati á sérstökum skerðingum og hindrunum hvers sjúklings fyrir sig. Þó nálgunin væri aðdáunarverð á margan hátt þá mistókst henni ítrekað að ná þeim árangri að koma fólki í starf á almennum vinnumarkaði. Í kring um 1970 var önnur róttæk aðferð „atvinna með stuðningi“ reynd sem varð til út frá þjónustu við einstaklinga með námsörðugleika. Í stað þess að reyna að draga úr áhrifum greindra skerðinga þá voru þær einfaldlega viðurkenndar sem viðvarandi og leitað var eftir starfi sem einstaklingurinn gæti fengið og ráðið við, þrátt fyrir skerðingarnar. Individual Placement and Support (IPS), eða einstaklingsmiðaður stuðningur til starfs, hefur þróast sem ein tegund af atvinnu með stuðningi sem er sérstaklega hönnuð fyrir einstaklinga með geðræn vandamál. Það sem einkenndi IPS þjónustuna voru atvinnuráðgjafar sem voru með fastan fjölda eða 25 einstaklinga í sinni þjónustu sem þeir reyndu að finna störf fyrir án þess að á undan færi yfirgripsmikil greiningar- vinna eða þjálfun – það sem kallað var „skjót atvinnuleit“. Þeir tengdust klínískum geðteymum en báru ekki beina ábyrgð á geðrænni meðferð einstaklingsins – það var hlutverk geðteymisins. Þeirra hlutverk var að finna starf fyrir einstaklinginn. Þeir skuldbundu sig til að taka að sér alla þá sem lýstu áhuga á að fara að vinnu, án þess að reiða sig alfarið á mat klíníska geðteymisins um hæfni þeirra til þess. Þegar einstaklingarnir voru komnir í vinnu þá studdu þeir þá og oft einnig vinnuveitandann. Margir atvinnuráðgjafanna leituðu eftir áhuga- sömum vinnuveitendum til samstarfs og ræktuðu tengsl við þá. Í tímanns rás þróaðist IPS í staðlaða aðferðafræði með 8 leiðandi meginreglur sem sjá má í textaboxinu og sérstakan tryggðarskala (fidelity scales) sem var þróaður til að meta starfsemi teymanna. IPS rannsóknir Niðurstöður frá IPS rannsóknum eru eftirtektarverðar og stöðugar. Núna eru til yfir 15 hágæða slembdar samanburðar- rannsóknir (RTC) og fjölmargar aðrar rannsóknir sem greina frá áhrifum aðferðarinnar (Bond, Drake og Becker 2012; Modini, Tan, Brinchmann, Wang, Killackey, Glozier o.fl. 2016). Allar sýna þær að hún er betri en skipulögð endurhæfing þegar horft er til þess sérstaka markmiðs að finna starf á almennum vinnumarkaði. Flestar af fyrstu rannsóknunum voru gerðar í Bandaríkjunum þar sem vinnulöggjöfin og velferðarkerfið er mjög frábrugðið því sem gerist í Evrópu þannig að það kallaði á nauðsyn þess að gera slembna samanburðarrannsókn (RTC) í Evrópu. Þátttakendur í þeirri rannsókn, EQOLISE, voru 300 sjúklingar með geðklofa frá sex mismunandi Evrópu löndum með mjög ólík hagkerfi og velferðarkerfi (Þýskaland, Ítalía, Holland, England, Búlgaría, Sviss) (Burns, Catty, Becker, Drake, Fioritti, Knapp o.fl. 2007). Niðurstöður hennar staðfestu niðurstöðurnar frá Bandaríkjunum að IPS væri nær tvisvar sinnum áhrifaríkari en aðrar aðferðir í starfsendurhæfingu. Það hefur verið hefð í slembdnum IPS samanburðarrannsóknum að fylgja þeim eftir í 18 mánuði með mati við upphaf rannsóknar, eftir 9 mánuði og 18 mánuði. EQOLISE rannsóknin var ekkert frábrugðin því og notaði sömu matsaðferðir. Þegar við skoðum gögnin frá EQOLISE nánar kemur í ljós áhugavert atriði. Af þeim 85 sjúklingum sem fengu vinnu þá höfðu nánast allir þeirra fengið atvinnu þegar 9 mánaða matið var framkvæmt. Það virtist vera að ef þú varst ekki búin að fá vinnu þá, þá var það ólíklegt að áframhaldandi stuðningur myndi breyta því. Þetta voru mikilvægar upplýsingar. IPS er mjög aðlaðandi möguleiki fyrir stefnumótendur vegna þess hve einföld hún er (ekki mikill upphafskostnaður) og hefur verið sú aðferð sem mælt er með í mörgum löndum og landsvæðum. Það að hver ráðgjafi sé ein- ungis með 25 einstaklinga í þjónustu hverju sinni og að ekki sé hægt að útskrifa þá gerir þessa aðferð hins vegar dýra í framkvæmd. Myndi það draga úr árangri IPS að takmarka þann tíma sem einstaklingum er fylgt eftir – að yfirgefa stefnuna um engar útskriftir? Við ákváðum að skoða þetta og framkvæma rannsókn á tímatakmörkuðu IPS (IPS-LITE). DR. TOM BURNS heiðursprófessor í samfélagsgeðlækningum við University of Oxford TVÖ MÓDEL Í STARFSENDURHÆFINGU a) störf á almennum vinnumarkaði b) engin útilokunarskilyrði c) skjót atvinnuleit d) samhæfð þjónusta með geðheilbrigðisteymum e) athygli beint að óskum einstaklingsins um störf f) ótímabundinn stuðningur g) ráðgjöf um bætur h) markviss leita að störfum IPS-LITE tekur á báðum þessum vandamálum með beinum hætti. Hún viðheldur fjölda nýrra tilvísana og lækkar þar með kostnað á einingu. Hún tryggir ennfremur þá stöðugu áskorun og ávinning sem allir sem vinna með fólki þurfa á að halda til að viðhalda hvatningu í starfi.“ 49virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.