Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 52

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 52
HJÁLPAR MEST AÐ TAKA SLAGINN Eyrún Huld Árnadóttir markaðsfræðingur á að baki fimmtán ára þrautagöngu vegna kvíðaröskunar og reyndi sjálf á ýmsan hátt að bæta líðan sína. Það var ekki fyrr en hún fór í samstarf við VIRK sem tekið var heilstætt á heilsufarsvandamálum hennar með þeim árangri að henni hefur tekist að komast til mun betri heilsu. „Hið erfiða tímabil ævi minnar byrjaði má segja þegar ég var í fyrsta jólaprófinu í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Vafalaust hef ég verið með undirliggjandi kvíða miklu fyrr og hugsanlega er þetta ættgengt. En þegar ég settist þarna í prófið gerðist eitthvað innra með mér sem olli því að ég fékk ofsakvíðakast í fyrsta skipti,“ segir Eyrún Huld Árnadóttir. „Ég gat þó lokið við prófið og náði því. Þeir sem eru kvíðnir fá yfirleitt mjög fínar einkunnir, gjarnan er þetta fólk með fullkomnunaráráttu. Ég lauk BS- námi í ferðamálafræði.“ Eyrún Huld, sem er fædd 1978, er frá Höfn í Hornafirði, þar ólst hún upp þar til hún var sextán ára. „Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautar- skólanum við Ármúla og þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands. Þá var ég orðin tveggja barna móðir, kynntist manninum mínum STUNDUM HEFUR FÓLK LIÐIÐ MIKIÐ ÁÐUR EN ÞAÐ LEITAR TIL VIRK OG REYNT LENGI OG Á MARGVÍSLEGAN HÁTT AÐ FINNA LAUSN Á VANDA SÍNUM. EYRÚN HULD ÁRNADÓTTIR markaðsfræðingur meðan við enn vorum í menntaskóla. Tvítug átti ég fyrstu dóttur mína og þá næstu þegar ég var tuttugu og tveggja ára. Hikaði lengi við að leita til læknis Var þér kvíðaröskunin til vandræða öll námsárin? „Já, en ég fékk lengri próftíma en aðrir og ég fór yfirleitt ekki í neinar ferðir sem tengdust náminu nema þá á eigin bíl. Ég hafði þetta svona af því að eftir fyrsta ofsakvíðakastið varð ég mjög lasin líkamlega. Þau veikindi hófust á milli jóla og nýárs árið 2003 og lýstu sér meðal annars í niðurgangi sem stóð samfleytt í þrjá mánuði svo ég gat varla út úr húsi fyrr en leið að vori. Ég gat mætt í tíma í skólanum með því móti að borða ekkert áður en ég fór af stað. Síðan fór ég heim og hélt mig þar. Ég hikaði lengi vel við að fara til læknis, fannst það hálf vandræðalegt. Loks gerði ég það þó og fór þá til margra lækna. Það leið töluverður tími þar til ég fékk loks útskýrt að ég hefði Fight and Flight viðbragð, sem er eitt afbrigði kvíðaröskunar. Óttinn orsakar þá að líkaminn losar sig sem fyrst við úrgangsefni. Salernisferðir mínar urðu því æði margar. Þetta hafði þau áhrif á líf mitt að ég fór helst ekki neitt nema vera viss um að ég kæmist auðveldlega á salerni. Sem betur fór sýndi maðurinn minn mikinn skilning þessum erfiðleikum mínum og ótrúlega þolinmæði. 52 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.