Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 60

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 60
rannsóknahluti starfsins ætti til að mæta afgangi hvað tíma varðar. Greina mátti togstreitu hjá viðmælendum milli þess að sinna rannsóknaþætti starfsins annars vegar og að standa sig vel í kennslu hins vegar. Það sé einnig sérstakur streituvaldur að árangur í starfi háskólakennara er fyrst og fremst metinn úr frá rannsóknavirkni en ekki að sama skapi út frá árangri í kennslu og þjónustu við nemendur. Að þeirra mati ættu kennarar ekki síður að fá umbun fyrir að leggja alúð í kennslu og þjónustu við nemendur m.a. með hliðsjón af því að það er stefna háskólans að nám og kennsla sé eins og best verði á kosið. Samskipti við nemendur Í rýnihóparannsókninni nefndu viðmælendur að töluverður tími færi í þjónustu og samskipti við nemendur. Í því sambandi bentu þeir á að nemendahópurinn hefði breyst umtalsvert síðustu ár. Þeir þyrftu í æ meira mæli að laga sig að aðstæðum nemenda sem væru með fjölskyldur og lítil börn eða í fullri vinnu með námi. Stuðningur stjórnsýslu við kennara Að lokum má nefna að margir af viðmæl- endunum gerðu að umtalsefni ýmiss konar upplýsingagjöf til stjórnsýslu fræðasviðs eða miðlægrar stjórnsýslu sem streituvald. Margir töldu að ýmiss konar stoðþjónusta við akademíska starfsmenn af hálfu starfsfólks í stjórnsýslu væri takmörkuð og að þeir upplifðu að úr henni hefði dregið þrátt fyrir að starfsfólki þar hefði fjölgað. Í þessari umræðu sögðu kennarar að starfsfólk stjórnsýslu fræðasviðs teldi sig fyrst og fremst eiga að sinna nemendum og því hallaði á ýmiss konar aðstoð við kennara. Að bregðast við álagi og streitu við Háskóla Íslands Unnið er að tillögum að úrbótum í starfs- umhverfi háskólans til að draga úr streitu og hvernig megi auka stuðning við starfsfólk sem upplifir álag og streitu. Þessar tillögur verða sendar til umsagnar hjá ýmsum aðilum innan háskólans og að lokum lagðar fyrir háskólaráð til umfjöllunar. Eins og fram kom hér að ofan er það mat þeirra sem tóku þátt í rýnihóparannsókninni að kennsluhlutverkið væri einn fyrirferðar- mesti hluti starfs háskólakennara. Að þeirra mati tekur kennsla mun meiri tíma en formlega er gert ráð fyrir. Með það í huga eru hér nefndar nokkrar tillögur að úrbótum á kennsluþætti starfsins sem hafa komið til umræðu. Breyting á starfsskyldum Fyrst má nefna tímabundna breytta skipt- ingu á starfsskyldum háskólakennara, svo sem að gefa þeim kost á að einbeita sér að kennslu í tiltekinn tíma og fá afslátt af rannsóknar- og stjórnunarskyldu á meðan. Tilgangurinn væri að viðkomandi fengi tækifæri til að einbeita sér að því að þróa kennsluna og fá svigrúm og stuðning til að kynna sér nýjungar í kennsluháttum og prófa sig áfram með þær. Þá hafa verið ræddar hugmyndir um að bjóða nýjum háskólakennurum afslátt af kennsluskyldu þegar þeir hefja akademískan feril sinn. Það er þekkt að fyrstu skref í akademísku starfi eru streituvaldandi. Það er stórt verkefni að taka að sér kennslu í háskóla í fyrsta sinn, skipuleggja, undirbúa og kenna nýtt námskeið, sjá um námsmat og veita nemendum stuðning. Á sama tíma eru hinir sömu að hefja rannsóknaferil sinn og setja sig inn í flókna stjórnun og reglur háskólans. Afsláttur af kennsluskyldu getur auðveldað nýjum háskólakennurum fyrstu skrefin í akademísku starfi. Þessi háttur hefur verið viðhafður á sumum fræðasviðum Háskóla Íslands með ágætum árangri. Mentorakerfi Fleiri hugmyndir er varða kennsluþátt starfsins snúa m.a. að því að fjölga kennur- um og/eða setja þak á fjölda nemenda í námskeiði og endurskoða og efla mentora- kerfi skólans. Undanfarin ár hefur nýju akademísku starfsfólki boðist að fá mentor sem veitir viðkomandi stuðning í starfi. Byggist sá stuðningur fyrst og fremst á þörfum hvers og eins nýliða m.a. við kennslu og rannsóknir. Hefur þetta fyrirkomulag reynst vel en efla mætti þennan þátt í starfi háskólans enn frekar. Breyttir samskiptahættir Þátttakendur í rýnihóparannsókninni nefndu samskipti við nemendur sem sérstakan streituvald. Þar skipta breyttir samskiptahættir miklu, sem gera kennar- ann aðgengilegan á öllum tímum, en ekki eingöngu í kennslustundum og viðtalstímum eins og tíðkaðist fyrir tíma rafrænna samskipta. Í flóknum heimi tækninnar getur verið snúið að finna út hvaða samskiptamáti er gagnlegastur fyrir alla aðila. Til að bregðast við því hafa verið ræddar hugmyndir um að koma á öflugu og skilvirku kerfi aðstoðarmanna kennara. Aðstoðarmenn kennara létta ekki aðeins undir með kennaranum við samskipti við nemendur og upplýsingagjöf til þeirra heldur einnig við kennslu. Stuðningur stjórnsýslu skólans við starf háskóla- kennara Þátttakendur í rýnihópum nefndu að stjórn- sýsla fræðasviða og miðlægrar stjórnsýslu þyrfti að kynna kennurum betur en nú er gert þá þjónustu sem þeim stendur til boða og efla stuðning við þá, s.s. við að skipuleggja kennslu t.d. í klínískum námskeiðum og fjarkennslu. Árangur akademísks starfsfólks er fyrst og fremst metin eftir rannsóknarvirkni þeirra. Afköstin hafa bæði áhrif á laun viðkomandi og á fjárveitingu til þess fræðasviðs og deildar sem hann starfar við. Stuðningur við rannsóknahluta akademískra starfsmanna hefur verið að eflast í takt við áherslur háskólans, en að mati háskólakennara þarf að efla hann enn frekar. Sérstaklega er kallað eftir aðstoð stjórnsýslu skólans til að sjá um fjármálahlið rannsóknastyrkja, svo fræðimenn geti frekar varið tímanum í að sinna rannsóknum sínum og skrifum. Skólinn tekur alvarlega það hlutverk sitt að hlúa vel að starfsfólki sínu og bjóða því starfsum- hverfi sem stuðlar að velferð, jafnrétti og heilbrigði. Þess er vænst að vinnan sem lögð hefur verið í að skoða streitu og álag meðal starfsmanna háskólans skili sér í betra starfsumhverfi til lengri og skemmri tíma.“ 60 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.