Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 26

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 26
sagði eins og var að ég gæti ekki sagt við fólk að ég væri ekki að gera neitt. Ég vildi alls ekki segja að ég væri í samstarfi við VIRK. Slíkir voru fordómar mínir. Logandi hrædd við dáleiðslu Ég var orðin sterkari líkamlega eftir dvölina á Reykjalundi þegar ég fór í samstarfið við VIRK. Ég fann strax og ég settist inn hjá ráðgjafanum að þarna var ég komin til manneskju sem bar virðingu fyrir mér. Hún talaði við mig sem jafningja – ég sem hafði ímyndað mér að ég yrði þarna í einhverju aumingjahlutverki. Ég man að mér fannst í biðstofunni að ég væri komin á endapunkt. Ég vissi ekkert um VIRK á þessum tímapunkti annað en að þar væru einhver úrræði, svo sem leikfimi og eitthvað slíkt og ég ætti að vera með fólki sem væri lasið. Ráðgjafinn fór með mér í gegnum sögu mína og ég sá að honum þótti nóg um. Í sameiningu ákváðum við að ég færi til sálfræðings í tíu tíma til að byrja með. Ég fékk tíma hjá sjúkraþjálfara, var send í vatnshlaup í Hafnarfirði og svo fór ég í dáleiðslu. Ég var nú logandi hrædd við að prófa það. En hjúkrunarfræðingurinn sem dáleiddi mig útskýrði vel fyrir mér hvaða árangri þetta ætti að skila. Ég fór þrisvar í dáleiðslutíma og við það var líkaminn „endurstilltur“ – ef svo má segja. Honum var kennt upp á nýtt að slaka á. Við þetta náði ég loks djúpri slökun án þess að vera að drepast úr þreytu. Einnig fékk ég disk með æfingum sem ég nota ennþá. Þessi dáleiðsla gerði kraftaverk fyrir mig. Sálfræðingnum á ég svo beinlínis líf mitt að launa. Eftir tíu tímana var ákveðið að ég héldi áfram hjá honum og ég er enn hjá honum. Hann kenndi mér að bera virðingu fyrir hver ég er og hjálpaði mér að endurraða mér. Ég orða þetta gjarnan þannig að ég fór til sálfræðingsins eins og mölbrotinn vasi. Ég vissi að ég átti möguleika á að „raða mér saman“. Ég vissi bara ekki hvernig. Ég skrifaði pistil um þetta sem margir deildu á Facebook. Lýsti mér eins og vasa sem stæði framarlega í hillu. Ég hafði alltaf lifað hratt og gert allt hratt. Ég var á þeim stað í hillunni að vel gat eitthvað gerst sem myndi ýta mér fram af henni. Það gerðist. Samstarfið við VIRK var gjöf Í endurhæfingunni í tengslum við VIRK hitti ég fólk sem hafði „brotnað“ en var að „raða sér saman“ aftur. Ég „hengdi mig“ á þá sem voru jákvæðir. Ég vissi að ég átti bara orku fyrir fáa og ákvað að eyða henni bara í þá sem voru á leið til bata. Hinir, sem drógu úr mér, voru ekki heppilegir fyrir mig. Ég hugsaði: „Ég ætla að velja þá sem eru byrjaðir að „raða sér aftur saman“. Það var mitt markmið sem ég stefndi ótrauð að. Ég sá allt þetta fólk fyrir mér sem vasa sem byrjaður var að raðast upp. Ég áttaði mig líka á að brotin voru ekki galli. Götin sem eftir stóðu, þegar búið var að raða brotunum saman, voru í mínum huga samkenndin, samúðin, skilningurinn og dýptin í mannlegum samskiptum sem maður öðlast við að brotna sjálfur. Ég sá á öðrum að þeir voru ekki ónýtir þótt þeir hefðu brotnað og ég var það heldur ekki sjálf. Ég vissi ekki áður að slíkur samhljómur væri til sem ég fann við þetta. Því miður hitti ég marga „brotna vasa“ sem höfðu gefist upp og reyndu jafnvel að draga úr mér kjark. Þeir sögðu mér að fara varlega, ekki fara að vinna, ég skyldi fara í örorkumat og þar fram eftir götunum. Ég talaði ekki lengi við slíkt fólk. Ég lít þannig á að það, að komast í samstarf við VIRK, hafi verið eins og að fá gjöf. Eins og að fá pakka og hver hlutur í pakkanum stendur fyrir verkefni sem maður þarf að leysa. Og allt miðar þetta að því að komast aftur til vinnu. Markmið mitt var ljóst. Ég ætlaði að byrja rólega og komast í djáknastarf. Ég var komin með embættisgengi en ég vissi að það væri torsótt að fá djáknastöðu. Ég lauk þessu eins árs námi og fékk embættisgengið í framhaldi af því. Mér gekk námið vel og ég trúi því að ég sé kölluð til þessa starfs. Þetta tuttugu og fimm prósent starf nærði mig. Ég gerði allt sem fyrir mig var lagt í endurhæfingunni, hlýddi öllu – nema hvað mér hentuðu ekki hóptímar, ég treysti mér ekki á þeim tímapunkti að hlusta á sögur annarra. Ég fékk í staðinn fleiri sálfræðitíma.“ Sigur að vígjast sem djákni Veistu af hverju kennarastarfið hitti þig svona illa fyrir? „Ég held að duglegar konur geri of miklar kröfur til sín. Ég fór fljótt að vinna eftir að yngsta barnið fæddist og var enn með það á brjósti. Ég held líka að ég hafi ekki það sem þarf til að kenna. Ég var ekki kölluð til þess. Í djáknastarfinu hef ég eldmóð sem ég hafði ekki í kennslunni. Hvernig fór þetta erfiða tímabil þitt með fjölskyldulífið? „Það er erfitt að segja frá þeirri hlið – samviskubitið sem eftir situr er enn töluvert. Ég viðurkenndi svo seint að ég væri veik. Ég þurfti svo mikið að sofa, ég á sjö ára son og hann man ekki eftir mér öðruvísi en þannig. Samviskubitið er þó að láta undan síga, það var ekki eins og ég hefði verið í einhverju rugli. Ég var bara veik. Heilsa mín kom hægt til baka með mikilli slökun. Nú lifi ég eins og lítið barn, ég verð að passa að sofa og borða reglulega, þá gengur allt vel. Ég fer minna út að skemmta mér en áður fyrr og ég á erfiðara með að sitja veislur, ég þreytist fljótt í slíku umhverfi. En ég get unnið. Markmið mitt var líka að komast til vinnu en ekki í partý. Það var mikill sigur þegar ég var vígð í fimm- tíu prósent starf sem djákni í Vídalínskirkju þann 25. september 2016. Eftir þessa reynslu mína af kulnun bý ég yfir djúptækri reynslu sem nýtist mér vel í mínu starfi. Ég á líka sterka trú og ég bið oft og mikið. Ég er viss um að allt sem ég hef farið í gegnum geri mig að betri djákna. Eitt af því sem ég skil nú en skildi ekki áður er einmanaleikinn. Ég var oft hræðilega einmana eftir að ég hætti að kenna, fann fyrir nístandi einmanaleika þegar ég átti ekki lengur neinn vinnustað að sækja. Þegar ég hitti einmana fólk veit ég hvernig því líður. Núna hef ég náð þeim árangri að geta verið ein og sækist eftir því. Ég gæti þess vel að vera ein í hálftíma á dag, raða þannig inn í dagbókina mína. Þá stund kyrri ég mig og slaka á. Ég er þakklát VIRK fyrir gjöfina sem ég fékk – þá gjöf að verða aftur virk.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ég lít þannig á að það, að komast í samstarf við VIRK, hafi verið eins og að fá gjöf. Eins og að fá pakka og hver hlutur í pakkanum stendur fyrir verkefni sem maður þarf að leysa. Og allt miðar þetta að því að komast aftur til vinnu.“ 26 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.