Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 61

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 61
AÐSEND GREIN Viðbrögð háskólans við streitu starfsfólks Skólaárið 2016-2017 hefur verið unnið úr niðurstöðum rýnihóparannsóknarinnar og mótaðar tillögur að úrbótum í starfs- umhverfi háskólans til að draga úr streitu. Jafnframt hefur verið unnið að gerð verklagsreglna fyrir skólann í heild til að bregðast við streituvöldum í vinnuumhverfi starfsmanna og setja ramma utan um stuðning við starfsfólk sem upplifa streitu í starfi sínu. Verklagsreglurnar taka m.a. til upplýsingaöflunar og mats á aðstæðum, forvarna, úrræða og eftirfylgni vegna álags og streitu í starfsumhverfinu. Þær eiga jafnt við um starfsumhverfi skólans í heild og stuðning við einstaka starfsmenn eða hópa starfsmanna. Áður en þessar tillögur verða lagðar fyrir háskólaráð til umfjöllunar verða þær sendar til umsagnar hjá þeim sem hafa sérþekkingu og/eða reynslu á þessum sviðum innan háskólans. Tillögum hrint í framkvæmd Lögð verður áhersla á að tillögur sem varða breytingar á starfsumhverfi skólans verði skoðaðar vel, þeim hrint í framkvæmd og vonast er til að þær hafi tilætluð áhrif, þ.e. að þær minnki álag og dragi úr streitu meðal starfsmanna háskólans þegar til lengri tíma er litið. Öllum er þó ljóst að starfsumhverfi háskóla er flókið og margþætt og aldrei verður hægt að koma í veg fyrir alla þá þætti sem valda álagi. Upplifun og viðbrögð einstaklinga við álagi er mismunandi og mikilvægt er að þeir læri að stjórna þeim þáttum starfsins sem þeir geta, læri að þekkja inn á eigin viðbrögð við streitu og þá áhættuþætti vinnuumhverfisins sem ýta undir streitu í starfi. Í því skyni hefur starfsfólki háskólans nú á vormisseri skólaársins 2016-2017 gefist kostur á að sækja námskeið á vegum starfsmannasviðs um streitustjórnun. Námskeiðið stuðlar að því að þátttakendur átti sig m.a. á eðli vinnustreitu og helstu birtingarmyndum hennar, áhættuþáttum vinnutengdrar streitu og fyrstu merkjum um kulnun í starfi. Jafnframt læra þeir að þekkja eigin viðbrögð við streitu, fá skilning á hlutverki hugsana og tilfinninga í streitu og læra leiðir til að minnka streituvalda. Stuðningur við unga akademíska starfsmenn Sérstakt námskeið, sem er sniðið fyrir konur sem eru að hefja akademískan starfsferil sinn, hefur verið mótað. Ákveðið var að setja slíkt námskeið á laggirnar í ljósi þess að niðurstöður úr starfsumhverfis- könnun háskólans sýna að streita er mest á meðal yngri kvenna í akademískum störfum. Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum úr rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Thamar M. Heijstra (2011) á því hvernig akademískt starfsfólk samræmir vinnu og einkalíf. Niðurstöður rannsókn- arinnar bentu til að sveigjanleiki starfs akademískra starfsmanna hjálpi þeim að sameina fjölskyldulíf og starfsskyldur. Þær benda jafnframt til að konur í akademísku starfi nýti þennan sveigjanleika í meira mæli en karlkyns kollegar þeirra til að sinna þörfum fjölskyldu og heimilis. Það gæti m.a. skýrt að yngri konur í akademísku starfi upplifi starfstengda streitu í meira mæli en karlar í sams konar starfi. Heilsuefling innan háskólans Ein leið til að draga úr streitu er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Í fjölmörg ár hefur háskólinn gert ótal margt til heilsueflingar meðal starfsmanna sinna. Þar er til að mynda rekið íþróttahús sem opið er nemendum og starfsfólki skólans gegn vægu gjaldi. Í boði eru bæði skipulagðir tímar í sal samkvæmt stundatöflu og aðstaða í tækjasal. Háskólaborgurum gefst einnig kostur á að skrá sig í Háfit – háskólaþjálfun en það er fjarþjálfun þar sem lögð er áhersla á að öll leiðsögn sé fagleg, vönduð og árangursrík. Í áratug hefur starfsmannasvið háskólans staðið fyrir heilsumánuði. Þar hafa m.a. nemendur í hjúkrunarfræði mælt blóðþrýsting og blóðsykur, nemendur í sjúkraþjálfun framkvæmt þolmælingar, ótalmargir fræðimenn skólans haldið hádegiserindi sem tengjast heilsueflingu og boðið hefur verið upp á matreiðslunámskeið, svo að fátt eitt sé nefnt. Heilsumánuðurinn nær síðan hámarki í háskólahlaupinu þar sem starfsfólki og nemendum gefst kostur á að hlaupa 7 km með tímatöku eða taka þátt í 3 km skemmtiskokki. Síðastliðin fjögur ár hefur starfsmannasvið boðið upp á námskeið í núvitund sem margir starfsmenn hafa sótt. Þá má nefna að starfsfólki gefst reglulega kostur á að fá til sín sjúkraþjálfara sem veitir persónulega fræðslu um starfsaðstöðu, s.s. hvernig stilla á stóla, borð og tölvuskjái og hvaða líkamsbeiting er góð til að koma í veg fyrir óþægindi í vöðvum og liðum. Skólinn tekur alvarlega það hlutverk sitt að hlúa vel að starfsfólki sínu og bjóða því starfsumhverfi sem stuðlar að velferð, jafnrétti og heilbrigði. Þess er vænst að vinnan sem lögð hefur verið í að skoða streitu og álag meðal starfsmanna háskólans skili sér í betra starfsumhverfi til lengri og skemmri tíma. Þess má geta að verkefnið hefur hlotið styrk frá VIRK. Mynd 2. Myndin sýnir niðurstöður úr spurningunni „Finnur þú fyrir streitu í starfi þínu?“ Súlurnar sýna svarhlutfall þeirra akademísku starfsmanna sem svöruðu alltaf/næstum alltaf og oftast. 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Konur Karlar 58% 36% 56% 38% 58% 30% 2016 2014 2012 61virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.