Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 42

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 42
Innleiðing verkferla og aðlögun á vinnustað Ár hvert hverfur fjöldi íslenskra starfsmanna af vinnumarkaðinum vegna sjúkdóma og slysa. Árið 2016 fóru 1.796 Íslendingar á vinnualdri á örorku eða 737 karlar og 1.059 konur samkvæmt gögnum frá Tryggingastofnun Ríkisins. Mögulega hefðu einhverjir af þessum einstaklingum getað haldið áfram að vinna ef komið hefði til viðeigandi aðlögun á vinnustað eða stuðningur til endurkomu til vinnu. Maestas og félagar (Maestas, Mullen & Strand 2013) áætluðu að 18% af þeim sem voru nýir inn á örorku (Social Security Disability Insurance) í Bandaríkjunum gætu tekið þátt á vinnumarkaði að einhverju marki innan tveggja ára frá því þeir byrjuðu á bótum en að einungis 5% þeirra gerðu það. Skortur á fullnægjandi aðstoð við endurkomu til vinnu töldu þeir vera eina af ástæðunum en með því að laga það myndi fleirum gefast kostur á að vinna. Niðurstöður yfirlitsgreinar frá 2006 voru svipaðar en þar kom fram að það voru greinilegar hindranir sem leiddu til þess að veikindaskráðir starfsmenn snéru ekki aftur til vinnu (ACOEM 2006). Þessir starfsmenn falla á milli stafs og hurðar hjá vinnuveitendum sem þrátt fyrir að vera vel í stakk búnir til að styðja við þá í endurkomu til vinnu skortir hvatningu til að gera það. Sama á við hjá heilbrigðisþjónustunni og opinberum aðilum sem skortir hvatningu til að hjálpa þessu fólki að snúa aftur til vinnu. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að vel tímasett og viðeigandi aðstoð fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu getur bætt endurkomu þeirra til vinnu. Í nýlegri yfirlitsgrein voru dregnar saman niðurstöður um áhrif íhlutunar á vinnustað á endurkomu til vinnu og árangur af innleiðingu á ákveðnum verkferlum (Disability Management – DM) sem aðstoða einstaklinga með stoðkerfis vanda, geðrænan vanda og verkja vanda að snúa aftur til vinnu (Cullen, Irvin, Collie, Clay, Gensby, Jennings o.fl. 2017). Niðurstöður úr fjölda rannsókna voru flokkaðar niður á þrjú svið sem lutu að íhlutunum með áherslu á heilsu (t.d. sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta), samhæfingu á þjónustu og íhlutunum í formi vinnuaðlögunar. Niðurstöðurnar bentu sterklega til þess að hægt væri að draga marktækt úr fjarveru frá vinnu vegna veikinda ef notaðar væru íhlutanir sem tilheyra að minnsta kosti tveimur af þessum þremur sviðum. Þá kom fram að fjölsviða íhlutanir skiluðu kostnaðarhagræðingu fyrir fyrirtæki. Sterkar vísbendingar voru hinsvegar um að t.a.m. hugræn atferlis- meðferð sem ekki væri framkvæmd samhliða vinnuaðlögun eða samhæfingu á þjónustu væri ekki árangursrík aðferð við að hjálpa starfsmönnum með geðrænan vanda að snúa aftur til vinnu eftir veikindafjarveru. Árið 2003 innleiddi Shell fyrirtækið í Bandaríkjunum ákveðna verkferla (DM) á nokkrum vinnustöðum sínum til að draga úr áhrifum slysa og sjúkdóma á fjarveru og auðvelda starfsmönnum sínum endurkomu til vinnu (Wendt, Tsai, Bhojani & Cameron 2010). Þeir lögðu áherslu á að skrá fjarveru á áreiðanlegan hátt, áherslur voru á snemmbæra endurkomu til vinnu og þeir buðu upp á möguleika á aðlögun á vinnustað við endurkomu eftir veikindafjarveru. Innleiðing þessara verkferla leiddi til þess að það dró úr lengd fjarveru starfsmanna frá vinnu og á fyrstu fjórum árum verkefnisins þá skilaði þessi fjárfesting fyrirtækinu arðsemi sem nam $2.40 á hvern $1 sem var fjárfestur. Fjárfestingin hefur síðan haldið áfram að skila jákvæðri arðsemi þó hún hafi ekki verið eins mikil og var á fyrstu árum innleiðingar. Mögulegur ávinningur fyrirtækja Í skýrslu sem kom út í Bandaríkjunum árið 2015 (Bardos, Burak & Ben-Shalom 2015) var fjallað um rannsókn sem skoðaði kostnað og ávinning fyrirtækja af innleiðingu verkferla sem auðvelduðu endurkomu til vinnu. Í henni var metið hvort nettó ávinningur fjárfestingarinnar í verkefninu væri jákvæð- ur út frá sjónarhóli vinnuveitandans, starfsmannsins sem var fjarverandi vegna veikinda, skattgreiðenda og samfélagsins í heild. Valið var á milli þess annarsvegar að aðstoða starfsmanninn sem var með skerta starfsgetu aftur til vinnu eða hins vegar að ráða annan starfsmann í staðinn. Kostnaðar- og ábataþættirnir sem þeir skoðuðu voru: 1) aðlögun á vinnustað, 2) mannauðsstjórnun, 3) bætur á vinnumarkaði, 4) framleiðni, 5) lækniskostnaður greiddur af starfsmanni og 6) opinber aðstoð. Miðað við þessar forsendur þá voru niðurstöðurnar þær að starfsmenn með skerta starfsgetu, skattgreiðendur og samfélagið í heild myndu fá mikinn ábata af því ef fjárfest væri í ferlum sem auðvelduðu endurkomu til vinnu fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Atvinnurekandinn hinsvegar verður fyrir nettókostnaði vegna þess að starfsmaður með skerta starfsgetu er með lægri framleiðni en aðrir starfsmenn. Fyrir fjölmennari fyrirtæki þá þarf minni hlutfallslega aukningu í framleiðni á hvern starfsmann til að vinna upp þetta tap og sama á við hjá fyrirtækjum sem eru almennt með meiri framleiðni á hvern starfsmann. Í skýrslunni var þó tekið fram að við útreikningana var ekki tekið tilliti til ýmissa þátta sem erfitt er að mæla en gætu hæglega breytt arðsemisútreikningunum hjá fyrirtækinu úr beinum kostnaði í hreinan ávinning. Þessir þættir voru t.d. bættur starfsandi og framleiðni hjá samstarfsmönnum en rannsóknir hafa sýnt að það að koma til móts við starfsmenn með skerta starfsgetu getur haft jákvæð áhrif á starfsandann og aukið framleiðni í öllu fyrirtækinu (Schartz, Hendricks & Blanck 2006). Vinnuveitendur sem höfðu innleitt ferla sem aðlöguðu vinnuumhverfið að starfmönnum með skerta starfsgetu nefndu ávinning eins og bætt samskipti milli starfsmanna, betri starfsandi almennt, aukin framleiðni, bætt samskipti við viðskiptavini, betri mæting almennt, aukin arðsemi og fjölgun viðskiptavina. Þeir nefndu einnig óefnislegan ávinning eins og aukna fjölbreytni og jákvæða ímynd fyrirtækisins. Útreikningarnir tóku ekki heldur tillit til starfsmannaveltu en innleiðing sérstakra verkferla tengdum endurkomu til vinnu myndi mjög líklega einnig draga úr henni. Starfsmannavelta minnkar eftir því sem starfsmenn hafa unnið lengur hjá sama fyrirtæki og er því líklegri hjá þeim sem eru nýráðnir heldur en hjá þeim starfsmönnum, sem eru að snúa aftur til vinnu eftir veikindi, sem hafa oft þróað með sér ákveðnar skuldbindingar gagnvart vinnuveitendum sínum. Rannsakendurnir töldu mikilvægt að skoða betur leiðir sem gæfu atvinnurekendum einhvern efnahagslegan hvata til að halda starfsfólki með skerta starfsgetu eða til að ráða slíka starfsmenn og stuðla þannig að árangursríkri endurkomu þeirra inn á vinnumarkaðinn (Bardos o.fl. 2015). Rannsóknir hafa sýnt að það að koma til móts við starfsmenn með skerta starfsgetu getur haft jákvæð áhrif á starfsandann og aukið framleiðni í öllu fyrirtækinu.“ 42 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.