Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 41

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 41
 VIRK eru vinnufærir að einhverju leiti og hverjir muni geta haldið áfram að vinna þegar til lengri tíma er litið. Aukinn þrýstingur verður þannig á fyrirtækin að gefa kost á aðlögun á vinnustað vegna breytinga á heilsufari þó það geti þýtt aukin kostnað fyrir þau að einhverju leiti. Þeir vinnuveitendur sem geta mætt þessum áskorunum munu ná að nýta mannauð sinn betur og hafa aðgang að vaxandi hópi hæfileikaríkra starfsmanna og geta þannig uppskorið fjárhagslegan ávinning auk velvildar og hollustu starfsmanna til fyrirtækisins (Pransky, Fassier, Besen, Blanck, Ekberg, Feuerstein o.fl.2016). Það má því búast við því að fækkun fólks sem er á vinnualdri muni þrýsta á aukna atvinnuþátttöku eldra starfsfólks og þar með talið fólks með tímabundna eða viðvarandi skerta starfsgetu. Vinnuveitendur þurfa þar af leiðandi að bregðast við með því að gera starfsmönnum sínum kleift að vera áfram í vinnunni þrátt fyrir skerta starfsgetu og einnig auðvelda þeim endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Stigvaxandi endurkoma til vinnu Endurkoma til vinnu eftir langtíma veikindi getur reynst einstaklingum mjög erfið. Skortur á sjálfstrausti sem oft er raunin getur gert þessa endurkomu enn erfiðari og hægfara bati eftir erfiðar meðferðir getur einnig verið hindrandi. Það eru hins vegar alltaf að bætast við upplýsingar sem styðja við þá hugmynd að skjót og vel studd endurkoma inn á vinnustaðinn og aftur í sína fyrri rútínu hefur jákvæð áhrif á geðheilsu einstaklingsins og getur hjálpað honum að ná sér að fullu. Ein leið til að auðvelda þessa endurkomu sem rannsóknir hafa sýnt að eykur mögu- leika starfsfólks á að snúa aftur til vinnu er hin svo kallaða stigvaxandi endurkoma til vinnu (Schneider, Linder & Verheyen 2016, Bethge 2016). Þessi aðferð hefur verið þróuð í Þýskalandi þar sem starfsmenn fyrirtækja hafa í mörg ár haft tækifæri til stigvaxandi endurkomu til vinnu eftir veikindafjarveru og hafa á sama tíma getað verið skráðir veikir og þáð þá bætur í formi sjúkradagpeninga. Það eru læknar sem vísa starfsmönnum, að lokinni endurhæfingu, í þetta prógramm en bæði starfsmaðurinn og vinnustaðurinn geta neitað þátttöku í þessu endurkomuferli. Þessi aðferð hefur verið töluvert rannsökuð og er hér vísað í rannsókn þar sem safnað var gögnum frá rúmlega 28.000 starfsmönnum í Þýskalandi sem höfðu verið veikir í meira en 45 daga en 25% þeirra höfðu tekið þátt í stigvaxandi endurkomu til vinnu sem tók að meðaltali 34 daga (Schneider o.fl. 2016). Niðurstöður sýndu að þátttaka í slíku ferli flýtti marktækt fyrir endurkomu á vinnumarkað samanborið við þá sem fóru ekki í gegnum stigvaxandi endurkomu til vinnu. Niðurstöður sýndu einnig að mikilvægt er að íhuga hvenær stigvaxandi endurkoma til vinnu er reynd. Fram kom að ef hún var reynd innan 90 daga frá byrjun veikindafjarveru þá gat þátttaka í ferlinu lengt þá fjarveru. Einnig var talið mikilvægt að auka fræðslu til allra hagsmunaaðila um stigvaxandi endurkomu til vinnu til að auka þátttöku í prógramminu. Bethge (2016) skoðaði áhrif stigvaxandi endurkomu til vinnu á örorkulífeyri og atvinnuþátttöku og sýndi að þátttaka í slíku ferli leiddi til aukinnar atvinnuþátttöku og dró úr hættu á varanlegri örorku. Þeir sem tóku þátt voru einnig með hærri meðaltekjur og styttri tíma á bótum. Svipaðar niðurstöður fengust við rannsókn á gögnum frá sjúkratryggingakerfinu í Noregi sem sýndu að starfsmenn með vottorð frá lækni um hlutaveikindi á móti hlutavinnu voru með styttri veikindafjarveru og hærri tíðni endurkomu til vinnu en þeir sem fóru í venjulegt veikindaleyfi (Markussen, Mykletun & Röed 2012). Þessi aukna krafa um virkni dró einnig úr bótakröfum og líkum á því að langtíma veikindafjarvera leiddi til óvirkni. Bæði vinnuveitendur og starfsmenn geta notið góðs af stigavaxandi endurkomu til vinnu eins og kemur fram hér að neðan. HAGUR VINNUVEITENDA OG STARFSMANNA HAGUR VINNUVEITENDA • Snemmbær endurkoma til vinnu mun draga úr kostnaði hjá vinnuveitanda með því að minnka líkur á því að ráða þurfi einhvern annan í hans stað. • Það að hlúa að starfsmönnum og láta þá finna að þeir eru mikilvægir dregur úr starfsmannaveltu og kostnaði vegna nýliðunar. • Hvernig fyrirtæki meðhöndla starfsmenn sína sem eru fjarverandi vegna veikinda eða þegar þeir snúa aftur til vinnu getur mótað hugmyndir þeirra og annarra um fyrirtækið. Góð meðhöndlun mun skapa jákvæða menningu og efla starfsandann. • Stigvaxandi endurkoma til vinnu dregur úr líkum á því að starfsmenn muni ekki snúa aftur til vinnu og minnkar þannig þörf fyrir að ráða og þjálfa nýja starfsmenn. • Þar sem meðalaldur starfsmanna er að hækka þá þurfa vinnuveitendur að skoða leiðir til að hvetja þá og auðvelda þeim að snúa aftur til vinnu eftir veikindi í stað þess að missa þá af vinnustaðnum á eftirlaun fyrr en þeir ætluðu. HAGUR STARSMANNA • Almennt talið þá er vinna góð fyrir heilsu og velferð og veitir hún einnig fjárhagslegt öryggi. Það að geta ekki snúið aftur til vinnu eftir veikindi getu leitt til að starfsmenn fari fyrr á eftirlaun en þeir ætluðu og þar með af vinnumarkaðnum. • Það að snúa aftur til vinnu eftir veikindi færir starfsmanninn í sína fyrri rútínu og lífið fer í eðlilegan farveg. Það eykur sjálfsvirðingu, bætir geðheilsu og félagslega aðlögun. • Áhrifarík endurkoma til vinnu getur hraðað bata og komið í veg fyrir hugsanlegt bakslag eða fylgikvilla sem geta verið afleiðingar þess að vera frá vinnu. 41virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.