Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 33

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 33
 VIÐTAL ELÍN THEÓDÓRA REYNISDÓTTIR ráðgjafi VIRK á Akranesi Í upphafi þjónustu finnur maður fljótlega hvort viðkomandi einstaklingur er í þessu samstarfi af heilum huga og sjái tækifærin sem geta falist í starfsendurhæfingu. Mikil- vægt er að einstaklingur upplifi að hann hafi áhrif á eigin endurhæfingu, enda er hver og einn sérfræðingur í sjálfum sér. Stundum koma í þjónustu einstaklingar sem eru ekki alveg tilbúnir til að taka þátt af fullum krafti, sjá kannski ekki hvernig hlutirnir geta breyst. Þá er áhugahvetjandi samtal notað til að vinna í að hvetja til breytinga og auka sýn á hvernig stuðningur getur haft jákvæð áhrif.“ Hafa einstaklingar yfirleitt sjálfir frumkvæði að þjónustuúrræðum? „Já margir hverjir hafa skoðun á því sem þeir telja sjálfir að geti verið gagnlegt og það er mikilvægt að hlusta, ræða og meta það með einstaklingnum. En auðvitað eru innan um einstaklingar sem ekki hafa neina skoðun á hvað henti þeim og þeirra aðstæðum.“ Hvaða úrræði hafa reynst best í endurhæfingu? „Við á Akranesi höfum starfandi starfs- endurhæfingarstöð, Starfsendurhæfingu Vesturlands, þar sem veitt er þverfagleg einstaklingsmiðuð endurhæfing og erum við í mikilli samvinnu við stöðina. Aðgengi að sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun er ekki það sama og gengur og gerist á höfðuborgarsvæðinu en við búum að því leytinu vel að góð og náin samvinna er við þá aðila sem starfa á svæðinu. Hlutverk ráðgjafa á landsbyggðinni felur því líka í sér að vera útsjónarsamur og koma auga á tækifæri í samfélaginu þegar endurhæfingarúrræði eru skoðuð. Við nýtum þjónustu fagaðila á höfuðborgarsvæðinu þegar þannig stendur á og því verður komið við. Oftar en ekki hefur það reynst vel þegar einstaklingar fá tækifæri til vinnuprófunar, en það snýst um að fara inn á vinnustað og reyna sig í raunverulegum vinnuaðstæðum. Eitt af þeim úrræðum sem reynast vel eru námskeið af ýmsum toga, þar sem einstaklingurinn fær verkfæri eða þekkingu til að tileinka sér og nota áfram að loknu námskeiðinu.“ Starfsendurhæfingarferlið tekur mislangan tíma Er hlutverk ráðgjafans að hafa umsjón með þessu ferli? „Miklu máli skiptir fyrir þjónustuþegann að hafa ráðgjafann til viðtals eins og þörf er á meðan á endurhæfingu stendur. Hann heldur utan um alla þræðina, er í samskiptum við fagaðila, lækna og hefur yfirsýn yfir málið. Ráðgjafi og einstaklingur eiga regluleg viðtöl til að ræða líðan, hvernig endurhæfingin gangi og endurmeta reglulega þær leiðir sem farnar eru og árangur þeirra. Ráðgjafinn hefur það hlutverk meðal annars að þjónustuþeginn upplifi sig ekki einan á báti í þessu ferli sem er mislangt. Þetta er ferli sem getur verið Það er margt sem bæði einstaklingar og atvinnurekendur geta gert til að hlúa að starfsfólki á vinnu- stöðum í formi fræðslu og forvarna. Þannig er hægt að stuðla að bættri líðan starfsfólks og koma í veg fyrir að það hverfi af vinnumarkaði – þrátt fyrir heilsubrest.“ 33virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.