Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 25

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 25
 VIÐTAL Missti minnið á miðjum vegi Svo var það þegar ég var að aka Álftanes- veginn í mars fyrir fimm árum að sú tilfinning helltist yfir mig að ég vissi ekki hvert ég væri að fara, hvar ég væri eða hvert ég ætlaði. Ég stoppaði bílinn og ætlaði að hringja í manninn minn en ég gat ekki opnað símann því ég mundi ekki aðgangsorðið. Þetta er hræðilegasta stund lífs míns. Ég sagði þetta samt engum, ég var þá enn að kenna og ég var hrædd um að missa vinnuna. Ég var sett á lyf við geðhvörfum. Ég gat alveg mátað mig við maníuna en ég kannaðist ekki við neitt þunglyndi. Fyrra lyfið sem ég fékk olli svo miklum taugakippum að ég hætti fljótlega á því. Þá fékk ég annað og vægara lyf. Ég átti að taka það í hálfan mánuð án þess að kvarta yfir aukaverkunum, það tekur þann tíma fyrir lyfið að fara að virka. Á þessum fjórtán dögum fékk ég flensu að ég hélt. Varð alveg óskaplega lasin. Ég fékk svo mikinn höfuðverk og var farin að æla þannig að ég fór upp á bráðadeild Landspítala. Ég var rannsökuð. Í ljós koma ég væri með sýkingu en svo var ég send heim og sögð vera með flensu. Ég nefndi lyfið sem ég var á en var sagt að ekki gæti verið að þetta væri aukaverkun þess. Heima varð ég enn veikari og hélt áfram að taka lyfið, orðin fársjúk með yfir fjörutíu stiga hita. Þá fór ég aftur á bráðadeildina og var aftur send heim. Í þriðja skiptið fór ég enn á bráðdeildina. Þá var hringt út til Svíþjóðar og þar upplýstist að þetta lyf gæti verið orsök veikinda minna. Ég var komin með heilahimnubólgu og lifrarbólgu. Ákvað fárveik að fara í guðfræði Þar sem ég lá þarna við dauðans dyr kom til mín sú ákvörðun, sem átti sér aðdraganda frá yngri árum, að fara í guðfræði. Ég fékk móteitur gegn lyfinu og næstu dagar liðu í móðu. Ég var reið yfir að hafa verið svona oft send heim og að ekki hefði verið tekin blóðprufa hjá mér strax. Biturleikinn læstist um mig en ég ákvað að leyfa honum ekki að heltaka mig heldur skrifaði mig frá þessu þegar heim kom. Það er mín aðferð. Þegar ég lagaðist fór ég í jóga sem hjálpaði mér talsvert. Ég hafði áður skráð mig fjórum sinnum í guðfræði en þegar til kom fór ég ævinlega í allt annað nám. Nú ákvað ég að láta á þetta reyna og skráði mig enn á ný í guðfræðina og í tvennt annað til öryggis. Ég vissi að ég gæti ekki kennt og yrði að finna mér eitthvað annað. Í guðfræðina fór ég, minnislaus, nánast sjónlaus og orkulaus með húðblæðingar og leit út eins og „vafasöm kona“. En það hvarflaði ekki að mér að gefast upp. Í mér býr seigla sem varð til þess að ég skráði mig ekki í veikindaleyfi heldur fór í nám. Ég gat heldur ekki hugsað mér að þurfa að segja við fólk sem spyrði, að ég væri veik heima. Það gat ég ekki – heldur vildi ég fara í nám. En vegna námsins fékk ég ekki inni hjá VIRK þótt ég leitaði eftir aðstoð þar á þeim tíma. Ég kynntist frábærum konum í guðfræði- deildinni sem hjálpuðu mér að læra, lásu fyrir mig því ég gat ekki lesið eftir heila- himnubólguna. Ég bað um að fá að taka próf heima en fékk synjun. Þá sagði ég við Guð: „Ég trúi því ekki að guðfræðinámið stoppi hér.“ Svo lagðist ég upp í rúm en eftir hálftíma fannst mér að ég ætti að lesa Síðari Konungabók í Biblíunni. Letrið var smátt en ég las það eins og það hefði aldrei neitt komið fyrir mig. Þetta efni kom á prófinu og ég fékk 8,5. Eftir það gat ég lesið aftur en mér gekk illa að muna. Ég hélt áfram í náminu. Mér hafði verið vísað á Reykjalund og fékk þar inni en frestaði að fara þangað fram á vor. Ég hætti öllu nema að læra, sinna heimili og sofa. Ég á þrjú börn og þetta eru ekki stoltustu foreldraár mín – ég átti ekki neinn yfirdrátt í orku. Það bjargaði miklu að ég á frábæran mann sem studdi mig með ráðum og dáð. Ég komst í gegnum námið með því að sofa hverja stund sem ég gat. Hafði fyrst fordóma gagnvart VIRK Á Reykjalundi áttaði ég mig svo á að ég væri með kulnun. Það gerðist þegar ég las viðtalið sem ég sagði frá í upphafi. Heimilislæknirinn minn hafði samráð við geðsvið Reykjalundar og sagði svo við mig: „Nú viljum við að þú leitir samstarfs við VIRK.“ Ég var ekki hrifin, hafði fordóma og sagði við sjálfa mig að ég ætlaði ekki að láta einhver samtök stoppa mig í lífinu. Ég var illa komin og afar óróleg innra með mér svo ég lét mér þetta að kenningu verða og ræddi við ráðgjafa Kennarasambands Íslands hjá VIRK. Í framhaldi af því fékk ég endurhæfingarlífeyri sem greiddur var frá því ég sótti um meðan ég enn var á Reykjalundi. Á Reykjalundi var mér uppálagt að gera lítið og njóta þess. Mér fannst það erfitt, ég var vön að vinna hratt og mikið. Ég fór í tíma í núvitund og leið óþægilega fyrstu tíu tímana. Nú legg ég hins vegar áherslu á að lifa í núinu. Ég bjó heima meðan á endurhæfingunni á Reykjalundi stóð, ók uppeftir á morgnana og svo heimleiðis aftur síðla dags. Nú þegar ég hugsa til baka finnst mér dvölin á Reykjalundi hafa verið hrein paradís. Þegar ég svo fór í samstarfið við VIRK hafði ég ráðið mig til að kenna tvö námskeið, annað í myndlist fyrir ungmenni og hitt var foreldramorgnar hjá Vídalínskirkju. Ég hafði unnið þar áður í æskulýðsstarfi. Ég gat ekki hugsað mér að vera verklaus. VIRK samþykkti að ég ynni tuttugu og fimm prósent vinnu. Ég Ég hringdi til að melda mig veika. Daginn eftir hafði skólastjórinn samband og sagði mér að ákveðið hefði verið að ég færi í frí – búið væri að ráða nýjan kennara fyrir mig. Ég varð fjúkandi reið og fékk mikla höfnunartilfinningu. Mér fannst sam- starfsfólkið hafa brugðist mér. Ég fékk í framhaldi af þessu mikinn heilsukvíða, las um hvern og einn sjúkdóm sem ég heyrði af og taldi mig hafa þá alla. Þetta var ömurlegur tími. Þremur vikum eftir að ég hætti að kenna fann ég að ég myndi ekki geta kennt framar. Alvarleg lyfjaeitrun Ég hélt áfram að fara til lækna. Einn þeirra var Hallgrímur heitinn Magnússon. Hann hlustaði á mig og reyndi að hjálpa mér. En það dugði ekki. Þar sem ekkert kom í ljós við allar læknisrannsóknirnar sem ég var í fram á sumar var ákveðið að ég færi til geðlæknis. Svo var það þegar ég var að aka Álftanes- veginn í mars fyrir fimm árum að sú tilfinning helltist yfir mig að ég vissi ekki hvert ég væri að fara, hvar ég væri eða hvert ég ætlaði.“ 25virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.