Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 30

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 30
Hvers vegna er örorkumat á undanhaldi? Hugmyndin um örorku varð til við aðrar aðstæður, á tímum þegar starfsgeta tak- markaðist öðru fremur af líkamlegri getu og talið var að heilsuvandinn væri varanlegt ástand. Nú á dögum er miklu algengara að skert starfsgeta stafi af álagstengdum og geðrænum vanda sem hæpið er að fullyrða að sé varanlegur. Mönnum er nú ljóst að sjúkdómurinn sjálfur eða heilsufarsástandið gefur takmarkaða mynd af getu einstaklings til virkni og starfa, en getan er í eðli sínu fjölþætt og ræðst þar að auki af mörgum öðrum þáttum en heilsu einstaklingsins í þröngum skilningi. Auk þess er einhver breytileiki yfirleitt til staðar, því með endurhæfingu má auka færnina og hún getur aukist með tímanum vegna bættrar heilsu eða breyttra aðstæðna. Og til að meta getu þarf að taka tillit til krafna og kröfur til starfa eru afar misjafnar og þar með geta einstaklingsins til að sinna ólíkum störfum. Það hefur einnig orðið vitundarvakning um skaðleg áhrif óvirkni og hliðsetningar; vinna, þátttaka og virkni hefur ótvíræð jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði einstaklingsins og er um leið jákvæð fyrir samfélagið allt. (OECD) Reynsla og lærdómur margra þjóða hefur því leitt af sér kerfisbreytingu, þar sem lögð er áhersla á gera kerfið heildstætt með hámarks atvinnuþátttöku einstaklinganna að markmiði. Til að bæta íslenska kerfið er þróun og innleiðing starfsgetumats mikilvægur þáttur, samhliða þeirri byltingu í starfsendurhæfingu sem orðið hefur með tilkomu VIRK. Jafnframt þarf að hvetja og styðja atvinnulífið til að taka þátt í slíkri breytingu og bæta möguleika þess til að taka við starfsmönnum með skerta starfsgetu. En ekki síður þarf tryggingakerfi sem styður þessi markmið, t.d. með því að gera fólki kleift að fá hálfar örorkubætur á móti skertu vinnuframlagi og þar af leiðandi skertum launum. Samþætting endurhæfingar, atvinnustuð- nings og tryggingakerfis eru leiðir að mark- miðinu um aukna atvinnuþátttöku og virkni einstaklinganna, en starfsgetumatið er á hinn bóginn eitt mikilvægasta tækið til að gera kerfið heildstætt og árangursríkt. Heimildir Halldór Baldursson, Haraldur Jóhannsson. Nýr staðall fyrir örorkumat á Íslandi. Læknablaðið 1999:85 bls. 480-483. OECD. Sickness, Disability and Work: Breaking the barriers: a synthesis of findings across OECD countries, Paris: OECD, 2010. Það hefur einnig orðið vitundarvakning um skaðleg áhrif óvirkni og hliðsetningar; vinna, þátttaka og virkni hefur ótvíræð jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði einstaklingsins og er um leið jákvæð fyrir samfélagið allt.“ 30 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.