Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 32

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 32
EITT AF VERKFÆRUNUM ER MAÐUR SJÁLFUR „Réttur stuðningur skiptir mestu máli og vilji einstaklingsins“ segir Elín Theódóra. „Stuðningurinn felst oftar en ekki í hvatningu og mikilvægt er að þjónustuþeginn finni vel til þess að hann sé studdur áfram í endurhæfingunni.“ Hvernig hefst þetta ferli? „Upphaf ferlis hjá ráðgjafa er að hann fær beiðni um þjónustu við einstakling frá heimilislækni. Í sumum tilvikum fer þjónustu- þegi þó í svokallað mat hjá fagaðilum VIRK sem getur verið á ólíkum sviðum, áður en kemur að viðtali hjá ráðgjafa. Þegar einstaklingur er kominn í tengsl við ráðgjafa er sett upp áætlun með markmiðum sem miða að því að auka starfsgetu og möguleika til virkrar þátttöku á vinnumarkaði.“ Hvaða verkfæri hefur ráðgjafi til að sinna sínu þýðingarmikla verkefni? „Við höfum ýmiskonar aðferðir í samtals- tækni, svo sem áhugahvetjandi samtal. Þá er reynt að ná fram og auka áhugahvöt einstaklingsins til breytinga. Þessi aðferð er byggð á erlendum rannsóknum og ráðgjafar VIRK hafa sótt námskeið um notkun áhugahvetjandi samtals. RÁÐGJAFAR HJÁ VIRK GEGNA MIKILVÆGU HLUTVERKI. ÞEIR SEM FARA Í SAMSTARF VIÐ VIRK RÆÐA VIÐ ÞÁ Í UPPHAFSFERLINU OG Í FRAMHALDI AF ÞVÍ HEFST ENDURHÆFINGIN. ELÍN THEÓDÓRA REYNISDÓTTIR ER RÁÐGJAFI HJÁ VIRK OG HEFUR AÐSETUR Á AKRANESI. HVAÐ TELUR HÚN AÐ RÁÐI HELST ÁRANGRI EINSTAKLINGA Í STARFSENDURHÆFINGU? ELÍN THEÓDÓRA REYNISDÓTTIR ráðgjafi VIRK á Akranesi Þetta er krefjandi starf, mikilvægt og gefandi. Maður þarf að gefa af sér eins og jafnan er þegar unnið er með fólki. Að mynda traust við einstaklinga gerist ekki af sjálfu sér, einstaklingur þarf að finna að hlustað sé á hann og skilningur og samhyggð sé til staðar.“ Við vinnum í upphafi ákveðið grunnmat með hverjum einstaklingi þar sem leitast er við að safna upplýsingum um hann og aðstæður, draga fram styrkleika hans og skoða hindr- anir sem orðið hafa til þess að hann hafi dottið út af vinnumarkaði. Við reynum að vinna grunnmatið hratt og örugglega til þess að virk endurhæfing geti hafist sem fyrst. Grunnmatið er ákveðinn rauður þráður í samvinnu okkar ráðgjafa við einstaklinginn því á meðan á starfsendurhæfingunni stendur er mikilvægt að skoða hvar tækifæri, hæfni og færni hvers og eins liggur.“ Hver og einn sérfræðingur í sjálfum sér Eru þeir sem til VIRK leita yfirleitt samvinnufúsir? „Já, meirihluti þeirra sem hefja starfsendur- hæfingu vilja bæta stöðu sína, auka færni og snúa aftur til vinnu. Auk þess eru þeir líka búnir að eiga samtöl við lækni sinn og skilja hvað felst í samstarfinu og beiðni um þjónustu er send til VIRK með þeirra samþykki. 32 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.