Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 63

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 63
 VIÐTAL UNNUR ST. ALFREÐSDÓTTIR aðstoðarframkvæmdastjóri Janus endurhæfingar R. HELGA GUÐBRANDSDÓTTIR verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Samvinnu starfsendurhæfingardeild MSS SAMTAL LEIÐIR TIL BETRA SAMSTARFS MJÖG GOTT AÐ TAKA UMRÆÐUNA Hver er reynsla ykkar af sameiginlegri rýni? Reynsla okkar er góð af sameiginlegu rýninni. Mun skilvirkara form en áður. Eykur gæði, mikill tímasparnaður og minnkar skriffinnsku. Einnig jákvætt að þeir sem eru að vinna að sameiginlegu markmiði hittist og kynnist starfsháttum hvers annars. Eykur traust og skilning. Felst í þessu aukinn ávinningur fyrir einstaklinginn í þjónustu? Tvímælalaust. Oft eru þetta þung og erfið mál. Á rýnifundum eru teknar m.a. ákvarð- anir um hvort þjónusta sé að mæta þörfum einstaklingsins, hvort halda á þjónustu áfram eða hvort hætta skal þjónustu.Það er æskilegt að það gerist í samtali en sé ekki ákveðið samkvæmt greinargerðum. Á fundunum hittast þeir sem þekkja einstaklinginn og eru að vinna með honum í starfsendurhæfingunni. Þetta eru aðilar úr teymi hans í Janusi endurhæfingu og ráðgjafi hans hjá VIRK sem eiga þarna samtal með sérfræðiteymi VIRK sem hefur e.t.v. ekki hitt einstaklinginn. Hvernig er samstarfið almennt við VIRK? Samstarfið almennt við VIRK er gott. Rýnifundirnir hafa aukið gagnkvæman skilning á störfum hvers annars. Samtal leiðir til betra samstarfs. Hver er reynsla ykkar af sameiginlegri rýni? Áður gerðum við greinargerðir sem ráð- gjafar VIRK notuðu til hliðsjónar í rýni. Nú sitjum einnig í rýni og hefur reynsla okkar af henni verið ágæt. Misjafnar skoðanir eru á meðal ráðgjafa Samvinnu um hvort þeim finnst betra að sitja rýnina eða senda inn greinargerðir eins og áður var gert. Felst í þessu aukinn ávinningur fyrir einstaklinginn í þjónustu? Það er mjög gott að taka umræðuna með sérfræðingunum í rýni þegar um er að ræða flóknari og þyngri mál. Í þeim tilfellum sem allt gengur samkvæmt áætlun er mat okkar að greinargerðir gætu dugað en mjög mikilvægt er að geta farið á dýptina í mál sem þurfa frekari skoðunar við. Við sjáum ávinninginn felast í því að við getum útskýrt mál þátttakanda okkar betur með samræðum í stað þess að setja upplýsingar frá okkur í formi greinargerðar, enda koma þátttakendur í starfsendurhæfinguna daglega og kynnumst við þeim því vel. Hvernig er samstarfið almennt við VIRK? Samstarf okkar við ráðgjafa VIRK er til fyrirmyndar. Við fundum með þeim mánaðarlega auk þess að vera í reglulegum samskiptum vegna sameiginlegra mála. Boðleiðir okkar eru stuttar enda erum við í sama húsi og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur þar sem ráðgjafar VIRK eru staðsettir, því er oft hægt að leysa mál einstaklinga í þjónustu vel hér innanhúss með því að skjótast á milli hæða. Auk þess eru hér í sama húsi önnur stéttarfélög, Vinnumálastofnun og Festa lífeyrissjóður sem við erum einnig í samstarfi við. 63virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.