Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 59

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 59
AÐSEND GREIN Umfang kennsluhlutverks er vanmetið Að mati háskólakennara er kennsluhlut- verkið fyrirferðarmesti hluti starfsins. Tíminn sem áætlaður er í kennslu, undirbúning, umsjón með námskeiðum, námsmat og samskipti við nemendur væri þó verulega vanmetinn. Hið sama á við um umfang þess að leiðbeina nemendum sem væru að vinna að lokaverkefnum eða doktorsverkefnum. Afleiðingin væri sú að af miklum sveigjanleika, fylgi því jafnframt mikið álag og streita. Starfið væri alltaf í forgrunni; það hefði engan skilgreindan endapunkt og væri þess eðlis að alltaf væri hægt að gera meira. Háskólakennarar voru þó almennt sammála um að þetta væri starf sem þeir vildu vera í og sem þeir hefðu margir hverjir mikla ánægju af, þótt það væri afar erilsamt og vinnudagurinn alla jafna langur. Starfið væri eins konar „lífsstíll“ og það fæli í sér ákveðinn sveigjanleika og frelsi sem þeir meta mikils. Mynd 1. Myndin sýnir niðurstöður starfsumhverfiskönnunar háskólans sem lögð var fyrir árin 2012, 2014 og 2016. Súlurnar sýna svarhlutfall þeirra akademísku starfsmanna sem svöruðu alltaf/næstum alltaf og oftast. Nánari skoðun á vinnuálagi og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands Í kjölfar þessara niðurstaðna hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að taka á þessum málum, einkum á vettvangi einstakra starfseininga háskólans. Vorið 2016 var hrint úr vör verkefni þar sem skoða skyldi nánar álag og streituvalda hjá starfsmönnum skólans og í framhaldi af því leggja til úrbætur á starfsumhverfi skólans til að draga úr vinnutengdri streitu. Jafnframt yrðu lagðar fram tillögur sem skyldu ná til alls háskólans um fyrirbyggjandi aðgerðir og stuðning við starfsmenn sem upplifa álag og streitu. Verkefninu var stýrt af starfsmannasviði skólans en starfshópur skipaður akademískum starfsmönnum hans var kallaður til á ýmsum stigum í ferlinu. Hann lagði til góðar ábendingar og tillögur við vinnslu verkefnisins. Hvað veldur álagi og streitu? Á fyrsta stigi verkefnisins var Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands fengin til að gera rýnihóparannsókn meðal starfsfólks háskólans. Tilgangurinn var að skoða álag og streitu í starfi og vinna nánari greiningu á streituvöldum hjá fastráðnu starfsfólki við skólann. Tekin voru sjö rýnihópaviðtöl, þar af sex meðal akademísks starfsfólks og eitt við starfsfólk í stjórnsýslu. Þátttakendur voru valdir í rýnihópa í þeim deildum og starfseiningum þar sem álag og streita hafði mælst hvað mest í reglubundnum starfsumhverfiskönnunum starfsmanna- sviðs skólans. Margar góðar upplýsingar og ábendingar komu fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar um niður- stöður rýnihóparannsóknarinnar. Hér verður greint frá nokkrum þeirra með sérstakri áherslu á niðurstöður er varða akademíska starfsmenn háskólans. Áhrif sveigjanleika á starf háskólakennara Starfi háskólakennara er iðulega skipt í þrjá hluta: kennslu og rannsóknir sem hvort um sig er skilgreint sem tæplega helmingur af starfinu og stjórnunarverkefni t.d. á sviði deilda eða fræðasviða sem telst verða um 10 prósent af starfi þeirra. Í rýnihóparannsókninni kom fram, að þó að starf háskólakennara einkennist 0% 20% 40% 60% 80% 100% 2016 2014 2012 77% 75% 76% 46% 47% 43% 44% 48% 42% 21% 31% 24% 33% 20% 29% Ert þú undir miklu vinnuálagi? Finnur þú fyrir streitu í starfi þínu? Ertu líkamlega úrvinda eftir vinnudaginn? Ertu andlega úrvinda eftir vinnudaginn? Er vinnuálagið svo ójafnt að verkefnin hlaðast upp? 59virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.