Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 16

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 16
Örorkulífeyrir hjá TR ÁHRIFAÞÁTTUR Fjárhagslegur stuðningur vegna barna. Það er mjög varhugavert að tengja saman rétt til lífeyris vegna heilsubrests við annan stuðning sem tengist öðrum þáttum eða aðstæðum viðkomandi einstaklings. Þetta á t.d. við um skattfrjálsan barnalífeyri til foreldra sem eru örorkulífeyrisþegar. Skortur á sveigjanleika. Mikilvægt er að framfærslukerfi séu sveigjanleg til að mæta mismunandi þörfum einstaklinga með skerta starfsgetu. Tengsl lífeyris og annars stuðnings. Varhugavert er að tengja of mikið saman rétt til lífeyris og rétt til ýmiss stuðnings vegna sjúkdóma eða annarra skerðinga. Örorkulífeyrir og varanleiki. Einstaklingar líta á örorkulífeyri sem varanlegan – jafnvel þó örorkumat sé tímabundið. Þetta þarf að hafa í huga við uppbyggingu á samhæfðu framfærslukerfi. Örorkulífeyrir og félagslegur vandi. Örorkulífeyrir hefur stundum verið nýttur sem úrræði við vanda sem er meira félagslegur en heilsufarslegur – jafnvel þó heilsubrestur sé til staðar til ákveðinna starfa. Þetta gerist vegna þess að önnur úrræði skortir. AÐGERÐ Breyta fyrirkomulagi barnalífeyris til örorkulífeyrisþega í þá átt að greiddur sé stuðningur vegna barna óháð því hvaðan tekjur til framfærslu koma. Á þann hátt styðjum við einstaklinga til vinnu í stað þess að beina þeim á örorku. Auka sveigjanleika í bótakerfinu. Gefa einstaklingum t.d. kost á að vera að hluta á örorkulífeyri og að hluta í vinnu. Einnig er mikilvægt að einstaklingar fái tíma og tækifæri til að reyna á getu sína á vinnumarkaði án þess að taka mikla áhættu varðandi framfærslu. Aðskilja rétt til lífeyris og annan stuðning við einstaklinga með heilsubrest. Svo sem stuðning vegna hjálpartækja, lyfja og annarrar þjónustu. Mikilvægt er að geta stutt einstaklinga til vinnu og betra lífs með hjálpartækjum, lyfjum og annarri aðstoð án þess að það þurfi að tengjast framfærslugreiðslum eða rétti til örorkulífeyris. Skoða þarf og skýra hlutverk örorkulífeyris í samhengi við annan framfærslustuðning til einstaklinga með skerta starfsgetu. Það kann t.d. að vera skortur á öðrum tímabundnum framfærsluúrræðum eins og sjúkradagpeningum fyrir ákveðna hópa. Nauðsynlegt er að endurskoða og skýra hlutverk örorkulífeyris í samhengi við annan stuðning innan velferðarkerfisins og þá einnig í samhengi við þá atvinnustefnu sem mótuð er. ÁHRIFAÞÆTTIR OG AÐGERÐIR TIL AÐ AUKA ATVINNUÞÁTTTÖKU 16 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.