Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 43

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 43
 VIRK Vaxandi fjöldi rannsókna sýna að fyrirtæki sem skara framúr þegar kemur að heilsu, velferð og öryggi starfsmanna á vinnustað eru einnig þau fyrirtæki sem skila framúrskarandi fjárhaglsegum árangri á markaði (Fabius, Loeppke, Hohn, Fabius, Eisenberg, Konicki & Larson 2016). Í prófun á þeim fyrirtækjum sem voru með háa einkunn þegar kom að annaðhvort heilsu og/eða öryggi eins og það var metið í ákveðnu gæðaferli (Corporate Health Achievement Award – CHAA) kom í ljós að þau sköruðu framúr öðrum fyrirtækjum sem voru á S&P 500 listanum. Einn af þeim stöðlum sem metnir voru í gæðaferlinu tengdist innleiðingu ákveðinna verkferla á vinnustað (DM) sem draga úr slysum og sjúkdómum og innleiðingu á stefnum sem tengjast fjarverustjórnun og endurkomu til vinnu. Mikilvægi aðlögunar á vinnustað Eins og komið hefur fram hér að framan þá er það ljóst að það er hagur fyrirtækja og starfsmanna með skerta starfsgetu að komið sé til móts við þá í formi aðlögunar á vinnustað þegar þeir snúa til baka í vinnu eftir fjarveru vegna veikinda hvort sem varðar verkefni eða vinnutíma. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að greina þá þætti sem geta auðveldað árangursríka endurkomu til vinnu eða hindrað hana eins og sjá má hér til hægri og flesta þessara þátta má hafa áhrif á með ýmsum íhlutunum (Cancelliere, Donovan, Stochkendahl, Biscardi, Ammendolia, Myburgh & Cassidy 2016). ÞÆTTIR SEM GETA HAFT ÁHRIF Á ENDURKOMU TIL VINNU (ETV) ÞÆTTIR SEM GETA AUÐVELDAÐ ÁRANGURSRÍKA ETV: • Hærra menntunarstig • Hærri þjóðfélagsstaða • Trú á sjálfan sig og bjartsýni gagnvart bata og ETV • Minniháttar meiðsli/veikindi • Í starfi þegar veikist • Þátttaka annarra hagsmunaaðila í ETV- ferlinu • Vinnuhagræðing/vinnuaðlögun • Samhæfing á ETV-ferlinu • Þverfagleg starfsendurhæfing sem tengist vinnustaðnum og öðrum hagsmunaaðilum • Samskipti milli hagsmunaaðila snemma í ferlinu ÞÆTTIR SEM GETA HINDRAÐ ÁRANGURSRÍKA ETV: • Hærri aldur • Miklir verkir eða óvirkni • Þunglyndi • Fyrri veikindafjarvera • Takmörkuð hreyfigeta/takmörkuð geta til þátttöku • Tímabil án þess að vera með vinnu 43virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.