Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 56

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Blaðsíða 56
Fjarlægja steininn eða aðlaga skóinn að steininum? Allt frá því að streituvandamál og fjarvistir sökum stoðkerfisvandamála og geðraskana hafa aukist hefur áherslan verið að einblína á einstaklingsbundin úrræði. Streitunámskeið, hugræn atferlismeðferð, sjálfsbeiting, hreyfing og árvekni (Mindfulness) eru nokkur af mörgum þeim annars ágætu úrræðum sem notuð hafa verið till að styrkja einstaklinga til að takast betur á við streitu og álag. Ágæti þessara úrræða hafa verið staðfest með vísindalegum rannsóknum þó svo að þær séu misjafnar hvað varðar áhrif miðað við hvaða þættir eru mældir. Þessi mikla áhersla á einstaklingsbundin úrræði hefur orðið til þess að áherslan á að skoða raunverulegar orsakir þess að streitan hefur aukist á vinnustöðum hefur ekki verið til staðar i sama mæli. Þessu má líkja við skó sem er fullur af steinum. Í staðinn fyrir að gera tilraun til að fjarlægja steinana úr skónum þá aðlagar maður skóinn að steinunum. Sú hraða þróun sem átt hefur sér stað á vinnustöðum, sérstaklega í störfum sem krefjast mikils hvað varðar samskipti við aðra starfsmenn eða skjólstæðinga, hefur orðið til þess að vinnuskipulag hefur breyst. Margir starfsmenn búa við aðstæður þar sem starfið er ílla skipulagt, stuðningur lítill, samskiptin léleg og vinnuhópurinn hefur ekki tök á að samræma sín störf. Að halda undir þessum kringumstæðum að einstaklingsbundin úrræði eins og árvekni, hugræn atferlismeðferð eða hreyfing geti lagað þessi skipulagsmál er nokkuð merkilegt en það er nákvæmlega það sem hingað til hefur verið gert. Við höfum einfaldlega verið svo upptekin af því að einblína á þessi einstaklingsúrræði að enginn hefur tekið eftir steinunum í skónum. Það er náttúrulega útilokað að hægt sé að fría sig ábyrgð á því að hagræða starfsskilyrðum og styðja yfirmenn til þess að þeir geti unnið vinnu sína með því að senda starfsfólkið á streitunámskeið eða niðurgreiða kort í líkamsrækt. Það er ljóst að breyta verður um stefnu í þessum málum og breyta áherslum. Umræðan hefur breyst í Svíþjóð og skilningur aukist á því að aðrar nálganir eru nauðsynlegar. Þetta hefur leitt til þess að ný reglugerð tók gildi á síðasta ári (Organisatorisk och social arbetsmiljö (AFS 2015:4); www.sv.se). Þessi reglugerð einblínir á starfshætti og skilyrði á vinnustað í staðinn fyrir að einblína á að einstaklingurinn sé vandamálið. Áhersla er lögð á vinnustaðinn, vinnuskilyrði og forsendur fyrir að starfsmenn og stjórnendur geti stundað vinnu sína. Þessi nýja reglugerð kemur til með að hafa mikil áhrif á starfshætti stjórnenda og skipulagningu á vinnustöðum og stuðningur frá sérfræðingum í mannauðsdeildum og öðrum sérfræðingum er mikilvægur í þessu ferli. Ábyrgð starfsmanna og einstaklingsþættir Áherslubreyting frá einstaklingsúrræðum til þess að horfa frekar til skilyrða og forsenda á vinnustað, gerir ekki einstaklingsúrræðin minna mikilvæg. Vinnuveitandinn er ábyrgur fyrir að skapa forsendur fyrir að starfsfólk geti unnið sín störf og að fólk geti staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til þess. Heilsuefling á vinnustað er mikilvæg og samkvæmt lögum á vinnuveitandi að stuðla að umhverfi sem eflir heilsu og kemur í veg fyrir slys og veikindi hjá starfsfólki. Það er samt sem áður áhyggjuefni að heilsuefling á vinnustöðum er sífellt tengd einstaklingsþáttum eins og hreyfingu, hollu matarræði og tóbaksvörnum. Efling hópa og bætt vinnuskilyrði er alveg jafn mikilvæg en þetta er að mörgu leyti nýtt viðhorf. Það er mun einfaldara að vinna með heilsueflingu einstaklinga og sú hugsun að áherslubreyting verði að eiga sér stað yfir í að bæta vinnuskilyrði kemur til með að taka tíma. Þetta stafar meðal annars af því að þeir þættir eru minna þekktir og aðferðirnar nýjar og flóknar. Það er mun einfaldara að vinna með þætti sem fólk kannast við og virðast einfaldari. Þessi áherslubreyting kemur til með að taka langan tíma og krefst hugrekkis og þolinmæði. Heilsuefling einstaklinga er alltaf jafn mikilvæg en hún getur aldrei komið í stað þess að huga að aðstæðum á vinnustað. Einstaklingsmiðuð nálgun nægir ekki ein og sér til að koma í veg fyrir streitu eða fjarvistir vegna streitu. Við megum ekki gleyma að heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda og starfsmanna. Starfsmenn bera ábyrgð á eigin heilsu og bera ábyrgð á að vera í stakk búnir að vinna þá vinnu sem ætlast er til af þeim. Vinnuveitandinn er að sama skapi skyldugur til þess að skapa forsendur fyrir því að fólk geti unnið það starf sem ætlast er til af þeim. Forvarnir sem miða að einstaklingum eru mikilvægar og það eru margar nálganir bæði andlegar og líkamlegar sem hafa góð áhrif á líðan og heilsu. Tengsl hreyfingar og streitu eru vel þekkt og ljóst að hreyfing er mikilvægur þáttur forvarna og meðferðar á streitutengdum sjúkdómum. Mikilvægasta ástæða þess að nota hreyfingu við andlegri streitu og streitutengdum sjúkdómum eru þau sterku tengsl sem hreyfing hefur við fjölmarga sjúkdóma tengdum streitu. Hér er átt við sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og hina ýmsu verkjasjúkdóma. Regluleg hreyfing er einn mikilvægasti þátturinn hvað varðar forvarnir gegn þessum sjúkdómum og er þess vegna nauðsynleg öllum þeim sem eiga við streituvandamál að stríða. Ef við höldum áfram að leita skýringar í lífeðlisfræði kvenna eða að konur skuli ekki þola streituálag eins vel og karlmenn, komum við ekki til með að leysa streituvandamálin á vinnustöðum.“ 56 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.