Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Side 24

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Side 24
LEIÐ EINS OG MÖLBROTNUM VASA HELGA BJÖRK JÓNSDÓTTIR djákni SKÓLABÓKADÆMI UM KULNUN“, HEITIR VIÐTAL SEM HELGA BJÖRK JÓNSDÓTTIR DJÁKNI LAS Á VEFSÍÐU VIRK UM REYNSLU KONU SEM HAFÐI VERIÐ Í SAMSTARFI VIÐ VIRK. „Ég vistaði slóðina og þetta viðtal breytti öllu hjá mér. Ég las það aftur og aftur. Alltaf þegar ég var að því komin að gefast upp þá fletti ég upp á viðtalinu og las það enn á ný og fékk aftur kjark til að halda áfram,“ segir Helga Björk sem lokið hefur samstarfi við VIRK, er komin í draumastarfið og hefur náð miklum bata. „Ég beinlínis hengdi mig í þetta viðtal, ef svo má segja. Þessi kona fór of snemma að vinna og það hefur verið leiðarljósið í mínu bataferli – að fara varlega af stað. Svona mikilvægt getur það verið að segja öðrum reynslu sína,“ segir Helga Björk þar sem við sitjum saman í björtu eldhúsi í fallegu húsi hennar á Álftanesi. „Ég lærði af reynslu þessarar konu, leit upp til hennar þótt hún væri mér bláókunnug. Ég tengdi við að þetta var vel menntuð kona og klár og hafði allt sem ég hefði haldið að myndi koma í veg fyrir kulnun í starfi – en gerði það ekki. Fyrir fjórum árum var ég sjálf ótrúlega orkulaus, sofnaði beinlínis þar sem ég stóð. Ég vann sem umsjónarkennari og náði varla heilum tíma í kennslu án þess að „detta út“. Ég dofnaði upp, missti máttinn í líkamanum og fann fyrir óskaplegri þreytu. Ég vissi þá ekki að ég væri með kulnun. Ég hélt að eitthvað miklu hættulegra væri að hrjá mig, kannski æxli við heilann. Ég var hætt að sjá almennilega og þjáðist af minnisleysi. Ég var með dr. Google „á kantinum“ og var í framhaldi af lestri þar búin að fara til margra lækna og í allskonar rannsóknir, meðal annars var skoðað hvort ég væri með MS-sjúkdóm. 24 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.