Gríma - 01.09.1933, Page 9
TVÆR FARANDSÖGUR
7
».Jæja«, sagði kammerráðið, — »ég skal þá segja
ykkur drauminn. Mér þótti ég vera kominn upp til
himnaríkis. Þar var fallegt gamalmenni, með hvítt
hár og skegg, og mikla lyklakippu, sem tók við mér,
og ég þóttist vita, að þetta væri Sankti Pétur. »Ja,
það var nú gaman að sjá yður hérna, kammerráð
Magnúsen«, sagði hann — hann þéraði mig auðvit-
að, blessaður postulinn, — »mér var sagt af hús-
bóndanum, að lofa sálinni yðar að skreppa hingað
upp eftir meðan þér svæfuð, svo þér gætuð fengið
dálitla hjartastyrkingu í yðar raunum, því það er
nú víst ekki svo mikið sældarbrauð að vera yfir-
vald þarna á íslandi«.
»Nei, — það er nú eitthvað annað — og það var
nú svo sem auðvitað að Drottinn myndi þekkja önn-
ur eins ósköp«, sagði eg.
»Já, hann þekkir nú það sem minna er«, sagði
Sankti-Pétur, »og nú skuluð þér koma með mér,
og eg skal sýna yður dálítið í kring«.
Nú, nú — eg þarf ekki að orðlengja það; — við
fórum nú um margar skrautlegar hallir, og þar
voru dýrðlegar vistarverur, og ekki hef eg séð þær
fegurri eða neitt líkt því, hvar sem eg hef komið
erlendis, og ekki einu sinni hjá blessuðum kóngin-
um sjálfum — það sé sagt án þess að blamera Hans
Hátign. Og eg sá þar marga ágæta menn og enda
framliðna vini mína suma, en Sankti Pétur sagoi
mér, að eg gæti ekki enn fengið að tala við þá, eg
væri of jarðneskur. En einu tók eg eftir. Eg sá
ekki einn einasta prest, hvar sem við komum, og
var eg þó að skyggnast eftir þeim. Og loksins gat
eg ekki stillt mig um að spyrja Sankti Pétur, hvern-
ig á þessu stæði. Hann svaraði; »Nú, yður furöar