Gríma - 01.09.1933, Qupperneq 10
8
TVÆR FARANDSÖGUR
á því, kammerráð Magnúsen, — hafið þér þá svo
góða reynslu af prestunum yðar þarna vestra, svo
að þér haldið að þeirra líkar komist í himnariki?«
»0, nei, nei, — sussu nei!« sagði eg, — »en eg hafði
þó haldiö að margir í prestastéttinni væru svo á-
gætir að guðrækni og öðrum mannkostum, að þeir
hefðu öðlazt þessa dýrðarvist, þó eg nú ekki bein-
línis hafi þekkt neinn af þeim, sem mér hafi fund-
izt þess maklegur«.
»Ja, eg skal nú segja yður nokkuð, kammerráð
Magnúsen«, sagði Sankti Pétur, »eg man nú ekki
eftir neinum íslenzkum presti hér síðan hann meist-
ari Jón kom hingað, — kann vera að mér hafi yfir-
sézt um einn eða tvo, — en þeim hefur þá máske
verið hleypt inn um bakdyrnar af náð, ekki af pví
þeir voru prestar, heldur þrátt fyrir það að þeir
voru það, því yfirleitt er þess konar fólk hættulegir
óvinir Guðs ríkis, og það ættuð þér að þekkja, sem
valdsmaður, hvaða áhrif þeir hafa til að gera
mennina góða; þau éru ekki á marga fiska.
»Hvað segið þér, Sankti Pétur minn!« sagði eg,
alveg utan við mig, »að vísu hef eg aldrei orðið var
við að nokkuð gott leiddi af þessum prestum, cn að
þeir beinlínis væru til ills hélt ég þó ekki«.
»Drottinn ætlast til mikils af þeim, sem hann
kallar hreint og beint til að vera sína þjóna«, sagði
Sankti Pétur, »og hver sá prestur, sem ekki skilur
það, hann mun fá að kenna á því síðar«. — Og þá
datt mér í hug, að úr því nú prestarnir, með guðs
orð og heilaga vígslu fyrir augum, ekki væri betri,
nvernig værum við þá hinir veslingarnir, og hvað
margir af okkur gætum þá gert okkur vonir um
sæluvist eftir dauðann. Og mér sortnaði fyrir aug-